Erlent

Skæruliðar stráfelldir

Til átaka kom á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna skammt utan við Bagdad í gær sem lyktaði með því að 26 skæruliðar voru felldir. Ekki hefur komið til svo mannskæðrar orrustu í landinu síðan kosningar voru haldnar í janúarlok. Þá fórust fjórar konur og þrjú börn í sprengjutilræði í þorpi 35 kílómetra frá höfuðborginni. Jórdanar og Írakar hafa kallað diplómata sína heim frá löndum hvor annars. Írakar saka Jórdana um að stuðla að hryðjuverkum í Írak en undir þeim áburði vildu Jórdanar ekki sitja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×