Erlent

Rice varar við vopnasölu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær í skyn að evrópskar ríkisstjórnir sýndu óábyrga háttsemi færi svo að þær seldu hátæknivopnabúnað til Kína, þar sem þeim búnaði yrði hugsanlega einn góðan veðurdag beitt gegn bandaríska Kyrrahafsheraflanum. "Það eru Bandaríkin, ekki Evrópa, sem verja Kyrrahafssvæðið," sagði Rice í ávarpi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, sem var síðasti viðkomustaður hennar í ferð um Asíulönd. Til Seúl kom hún frá Peking, þar sem hún átti fundi með kínverskum ráðamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×