Fleiri fréttir

Stjórnarskrá ESB staðfest

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var staðfest á þjóðþinginu í Litháen í morgun. Litháar eru þar með fyrsta Evrópusambandsþjóðin til að samþykkja stjórnarskrána en hún þarfnast samþykkis annað hvort þjóðþinga allra aðildaþjóða eða staðfestingu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Cat Stevens fær friðarverðlaun

Söngvarinn Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, sem Bandaríkjastjórn telur að tengist hryðjuverkamönnum, fékk í dag afhent sérstök verðlaun á Ítalíu fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir friði í heiminum. 

Vanunu handtekinn á ný

Lögreglan í Ísrael hefur enn og aftur handtekið kjarnorkusérfræðinginn Mordechai Vanunu sem nýlega var látinn laus eftir átján ára fangelsisdóm fyrir landráð. Hann lak á sínum tíma upplýsingum um kjarnorkuvopnaeign Ísraela sem varð til þess að umheimurinn varð þess áskynja að Ísrael væri orðið kjarnorkuríki.

Nýr kafli í friðarferlinu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vonast til þess að með fráfalli Arafats hefjist nýr kafli í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Andlát Arafats feli í sér ný tækifæri.

Árásir á landnemabyggðirnar

Andlát Arafats virðist hafa hleypt nýju blóði í herskáa Palestínumenn sem gerðu í morgun árás á landnemabyggðir gyðinga. Ríkisstjórn Ísraels hefur lokað bæði Vesturbakkanum og Gasa til að reyna að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir.

Margir ráðamenn við útför Arafats

Listinn yfir þá þjóðarleiðtoga og ráðamenn sem áætlað er að verði við útför Jassers Arafats á morgun er langur. Sextíu nöfn eru á honum eins og hann lítur út núna en enginn Íslendingur er þar á meðal. Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar eiga hins vegar allir sinn fulltrúa, utanríkisráðherrar þjóðanna í öllum tilvikum nema að fyrir Svía mætir Göran Persson forsætisráðherra.

Flestir Bretar vilja reykingabann

Nær fjórir af hverjum fimm Bretum vilja banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska dagblaðsins Daily Mirror og nær þrír af hverjum fimm vilja banna reykingar í öllum opinberum byggingum.

Þrír létust í rútuslysi

Þrír létust og 20 slösuðust þegar rúta með 36 ólöglega innflytjendur innanborðs fór út af brú og steyptist niður í á í norðvesturhluta Tyrklands. Sjö farþegar sem sluppu ómeiddir úr slysinu flýðu af vettvangi áður en lögregla kom en þeir slösuðu og sex til viðbótar sem ekki slösuðust voru handteknir þegar lögregla kom á vettvang.

Fagna dauða Arafats

"Dauði Jassers Arafat markar brotthvarf morðingja gyðinga, sem bar ábyrgð á því að valda sorg á þúsundum ísraelskra heimila," sögðu forystumenn Yesha, samtaka ísraelskra landtökumanna á landsvæðum Palestínumanna. Arafat var þeim enginn harmdauði heldur vakti andlát hans vonir landtökumanna um betri hag sinn.

Arafat jarðsunginn í dag

Arafat lést í fyrrinótt eftir erfið veikindi. Útför hans verður gerð í tvennu lagi í dag, í Kaíró og Ramallah. Þjóðarleiðtogar minntust hans og lögðu áherslu á að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Velja þarf eftirmann hans innan 60 daga. </font /></b />

Litháar fyrstir til að staðfesta

Litháar urðu fyrstir aðildarþjóða Evrópusambandsins til að staðfesta stjórnarskrá sambandsins sem forystumenn aðildarríkjanna 25 undirrituðu í Róm undir lok síðasta mánaðar.

Tapaði stórfé á að glæða eldinn

Seinheppinn Norðmaður varð 160 þúsund íslenskum krónum fátækari þegar hann kom þreyttur og drukkinn heim úr gleðskap og glæddi eld í arni sínum.

Gonzales í stað Ashcroft

George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas.

600 uppreisnarmenn drepnir

Bandarískar herflugvélar og stórskotalið gerðu árásir á suðurhluta borgarinnar Falluja í gær. Þar er talið að meginkjarni íraskra uppreisnarmanna haldi sig og reynir bandaríski herinn að þrengja að þeim.

Norðmenn flýja Fílabeinsströndina

Norsk og dönsk stjórnvöld hafa boðist til að hjálpa ríkisborgurum landanna sem eru á Fílabeinsströndinni að fara frá landinu.

Tækifæri fyrir frið

Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið.

Abbas kjörinn leiðtogi PLO

Mahmoud Abbas var í dag kjörinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Abbas þykir hófsamur og samningalipur en óttast er að hann nái ekki sömu lýðhylli og Arafat og muni ekki hafa stjórn á öfgahópum Palestínumanna.

Tíu bandarískir hermenn fallnir

Sprengjum hefur rignt yfir Fallujah í Írak í nótt en áhlaup Bandaríkjahers og írakskra hersveita á borgina stendur þar nú sem hæst. Ekki færri en tíu bandarískir hermenn hafa fallið í bardögunum.

Uppstokkun í Hvíta húsinu

Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér. Það eru John Ashcroft dómsmálaráðherra og Donald Evans viðskiptaráðherra. Búist var við afsögn beggja en afsagnarbréf þeirra voru dagsett sama dag og Bush sigraði í forsetakosningunum vestra.

Lofthelginni í kringum Haag lokað

Lofthelgin í kringum borgina Haag í Hollandi hefur verið lokað. Þetta er gert í tengslum við aðgerð lögreglu sem stendur enn, en lögreglan er á hælum hóps hryðjuverkamanna. Þrír lögreglumenn slösuðust í sprengingu í Haag fyrr í morgun.

Olíuverð niður í 47,37 dali

Olíuverð náði sjö vikna lágmarki í gær, var 47,37 dalir þegar lokað var á olíumarkaði í New York í gærkvöldi. Ástæða lækkunarinnar er að vísbendingar hafa borist um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi náð jafnvægi.

Ættingjum Allawis rænt

Hópur íslamskra öfgamanna, sem kallar sig Ansar al-Jihad, greindi frá því í yfirlýsingu sem þeir birtu á Netinu fyrir stundu að þeir héldu þremur ættingjum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, í gíslingu. Hópurinn hótar að drepa fólkið innan tveggja sólarhringa, verði árásum bandarískra og írakskra hersveita á Fallujah ekki hætt.

Harður jarðskjálfti í Japan

Harður jarðskjálfti varð í norðurhluta Japans í morgun og herma fregnir að einn maður hafi slasast. Jarðskjálftinn varð á svæði þar sem þúsundir manna hafa hafst við eftir öflugan jarðskjálfta sem varð um fjörutíu manns að bana í síðasta mánuði. Skjálftinn í morgun mældist 5,3 á Richter en nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Palestínumenn byrjaðir að syrgja

Mikil ringlureið er meðal Palestínumanna sem vita vart hvort Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, er lífs eða liðinn. Egyptar ætla að halda jarðarför Arafats og almenningur í Palestínu syrgir hann þegar, og þó er fullyrt að hann sé enn á lífi og í dái í París.

Undirbúningur að greftrun hafin

Undirbúningur að útför og greftrun Arafats er þegar hafin. Heimildir innan heimastjórnar Palestínu sögðu í morgun að tilkynning um andlát Arafats kynni að verða send út í dag. Læknar staðfestu í gær að blætt hefði inn á heilann í honum og hann væri í djúpu dái.

Rasskellt fyrir vondan ís

Eigandi ísbúðar í Red Bank í Tennesse hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart starfsmönnum.

Eignaðist tvíbura tæplega sextug

Tæplega sextug kona eignaðist tvíbura í New York í fyrradag. Konan sem er 57 ára er talin meðal þeirra elstu sem eignast hafa tvíbura. Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði.

Skuldar lögfræðingum 260 milljónir

Martha Stewart, sjónvarpskona og fyrrverandi uppáhaldshúsmóðir allra Bandaríkjamanna, hefur óskað eftir því að fyrirtæki hennar, Martha Stewart Living Omnimedia, borgi ríflega 260 milljóna króna lögfræðireikning.

Ástríðumorð í Kanada

Hjón og maður fundust látin í húsi í bænum Maniwaki í Kanada í gær. Fólkið lést af skotsárum og telur lögreglan að eiginmaðurinn hafi skotið konuna og hinn manninn og síðan framið sjálfsvíg.

Þrír myrtir í mafíustríði

Þrjú illa farin lík fundust í bíl í Napólí í gærdag. Lögreglan skrifar morðin á mafíuna og segir þá látnu nýjustu fórnarlömbin í blóðugasta mafíustríði borgarinnar í tuttugu ár.

Uppstokkun í stjórn Bush

John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráðherrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum.

Öldungur á sakabekk

107 ára Indverji bíður nú eftir að dómari kveði upp dóm um hvort hann þurfi að snúa aftur í fangelsi eða fái að ganga frjáls. Maðurinn var fundinn sekur um manndráp fyrir sautján árum þegar hann varð nágranna sínum að bana í landadeilum. Síðan þá hefur málið gengið milli dómsstiga án þess að endanleg niðurstaða hafi fengist, að sögn BBC.

Útför Arafats undirbúin

Undirbúningur að útför Jassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu, var í fullum gangi í gær. Arafat er sagður lifa síðustu stundir sínar og er ekki gert ráð fyrir að heilsa hans batni.

Seld í vændi af ættingjum

Nokkuð er um að ættingjar og nánir vinir barna taki þátt í að innleiða þau í starfsemi barnavændishringja, samkvæmt nýrri rannsókn á barnavændi á Filippseyjum. Fólkið þiggur þóknun af næturklúbbaeigendum og vændishringjum sem lofa börnunum oft vinnu við heimilisstörf en neyða þau síðan til að stunda vændi.

Allt á suðupunkti vegna nauðgana

Óeirðalögregla indverska hersins notaði táragas til að dreifa hundruðum mótmælenda sem kröfðust þess fjórða daginn í röð að hermönnum yrði refsað fyrir að nauðga tólf ára stúlku og móður hennar. Mótmælendur brugðust við með því að grýta táragassprengjunum aftur í lögregluna, sem og steinum og múrsteinum.

Þrengt að smáflokkum

Erfiðara verður að skrá stjórnmálaflokka í Rússlandi samþykki þingið ný lög um skráningu þeirra. Samkvæmt þeim verða skilyrði um lágmarksfjölda félagsmanna til að flokkar fái skráningu hækkuð úr tíu þúsund í 50 þúsund félaga. Að auki þurfa flokkar að hafa minnst 500 félaga í lágmarki 50 ríkja til að fá að starfa en nú er gerð krafa um 100 félaga.

Ebadi meinað að mótmæla

Írönsk stjórnvöld hafa bannað Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafa Nóbels í fyrra, að efna til mótmæla gegn aftökum á ungmennum undir átján ára aldri. Ebadi ætlaði að efna til mótmælanna í dag en var neitað um leyfi til að halda þau.

Vara gangandi fólk við hálku

Finnska veðurstofan hefur ákveðið að grípa til eigin ráðstafana til að fækka slysum af völdum hálku. Nú verða gefnar út tvær spár á dag á tuttugu spásvæðum sem beint er sérstaklega að gangandi vegfarendum, árlega þurfa um 50 þúsund úr þeirra röðum á læknishjálp að halda eftir að hafa runnið í hálku.

Sláturhús gíslanna fundið

Íraskir hermenn hafa fundið "sláturhús gísla", hús þar sem hryðjuverkamenn héldu gíslum föngnum og myrtu þá, sagði Abdul Qader Mohan, hershöfðingi og yfirmaður írösku hersveitanna í Falluja. Hann sagði að húsin væru í norðurhluta borgarinnar þar sem búist hefði verið við mestri mótspyrnu.

Hörmungarástand í Falluja

Sjö menn féllu fyrir stundu í sprengingu í Bagdad í Írak. Hernaðurinn í Falluja, skammt frá höfuðborginni, hefur leitt til öngþveitis og hörmungarástands að sögn hjálparstarfsmanna í Írak. Óttast er að mikið mannfall hafi orðið í stórsókn þúsunda bandarískra hermanna og írakskra þjóðvarðsliða gegn uppreisnarmönnum súnníta í borginni.

Óvissa í Palestínu

Undirbúningur fyrir útför Jassers Arafats er þegar hafinn, þótt hann sé ekki enn fallinn frá. Ringulreið og óvissa ríkir í Palestínu.

Sókn hernámsliðsins heldur áfram

Harðir bardagar geisa nú í borginni Fallujah í Írak. Hátt í fimmtán þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Íraka héldu í nótt áfram sókn sinni inn í borgina og mæta þar harðri andstöðu. Árásinni er beint gegn uppreisnarmönnum úr röðum súnníta en talið er að nokkur þúsund þeirra séu í Fallujah.

Frönsk stjórnvöld gefa leyfi

Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat. Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, fer fyrir leiðtogahópnum en eiginkona Arafats, Shua Arafat, er á móti því að þeir fái að hitta hann.

Heilsu Arafats hrakar

Læknar Jassers Arafats segja að heilsu hans hafi enn hrakað í nótt og hann sé nú í djúpu dái. Frönsk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á að helstu leiðtogar heimastjórnar Palestínu, sem komnir eru til Frakklands, fái að sjá Arafat.

40 særðust í sprengingu í Nepal

Tæplega fjörutíu manns særðust þegar öflug sprengja sprakk í byggingu í hjarta Katmandu-borgar í Nepal í morgun. Talið er að uppreisnarmen úr röðum maóista beri ábyrgð á verknaðinum. Sprengjan sprakk í byggingu stjórnvalda sem verið var að reisa en flestir þeirra sem særðust voru að vinna þar við framkvæmdir.

Sjá næstu 50 fréttir