Erlent

Norðmenn flýja Fílabeinsströndina

Norsk og dönsk stjórnvöld hafa boðist til að hjálpa ríkisborgurum landanna sem eru á Fílabeinsströndinni að fara frá landinu. Ástandið á Fílabeinsströndinni er mjög ótryggt um þessar mundir vegna átaka milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins. Franski herinn blandaðist síðan í átökin í síðustu viku. Alla hafa 36 af 56 Norðmönnum sem eru í landinu tekið tilboði norskra stjórnvalda og fjórir af tíu Dönum. Fólkið verður flutt frá landinu ásamt breskum þegnum um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×