Fleiri fréttir Evrópa verður að aðstoða "Evrópuríki verða að koma að fjármögnun og aðstoða við flutninga afrískra friðargæsluliða sem á að senda til Darfur", sagði Jan Pronk sem hefur tekið saman skýrslu um ástandið í Darfur-héraði í Súdan fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 29.9.2004 00:01 Lausnargjald líklega greitt Ítalar fagna því að tvær ungar konur, sem haldið var í gíslingu í Írak í þrjár vikur, eru komnar heim heilar á húfi en velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hafi greitt mannræningjum lausnargjald til að bjarga lífi þeirra. 29.9.2004 00:01 Fann afskorið höfuð í ruslapoka Lögreglan í Helsinki hóf morðrannsókn eftir að ung stúlka sem var úti að ganga með hundinn sinn fann afskorið höfuð konu í ruslapoka. Fleiri líkamshlutar fundust í kjölfarið en aðrir hafa enn ekki fundist. 29.9.2004 00:01 Ítalir átaldir vegna lausnargjalds Lausnargjald var greitt fyrir tvo ítalska gísla sem haldið var í Írak. Gleði ríkir á Ítalíu vegna heimkomu þeirra en ítölsk stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa reitt lausnargjaldið af hendi. 29.9.2004 00:01 Afsakanir sagðar ófullnægjandi Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins um hvort Tony Blair hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi Íraksmálið í ræðu sem hann hélt á þinginu í fyrradag. 29.9.2004 00:01 Bush með 8% forskot Munurinn á fylgi George W. Bush og John Kerrys er nú átta prósent samkvæmt nýjustu könnunum, þegar aðeins um mánuður er í forsetakosningarnar. Bush, Bandaríkjaforseti hefur 52% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN en Kerry er með 44% fylgi. Ralp Nader hefur hins vegar 3% fylgi. 28.9.2004 00:01 Ekkert lát á olíuhækkun Verðið á olíumarkaði í New York er nú það hæsta í 21 ár eða frá því viðskipti á þeim markaði hófust. Verðið á olíufatinu komst upp í 50 dollara og 35 sent í morgun. Þessa hækkun núna á olíumarkaði má að mestu rekja til átaka á milli uppreisnarmanna í Nígeríu og stjórnvalda. 28.9.2004 00:01 Tveir breskir hermenn drepnir Tveir breskir hermenn létu lífið í Basra í morgun, í árásum uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir skutu á Land Rover jeppa hermannanna með þeim afleiðingum að þeir særðust og létust síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Þar með hafa 25 breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak. 28.9.2004 00:01 Ekkert vitað um starfsmann CNN Ekkert er vitað um örlög fréttaframleiðanda frá fréttastöðinni CNN sem rænt var á Gasa-ströndinni í gær. Palestínskar öryggissveitir leita mannsins sem byssumenn rændu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til Gasa. 28.9.2004 00:01 Fuglaflensa smitast milli manna Flugflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01 ETA með hótanir Aðskilnaðarsamtökin ETA ætla að halda áfram hryðjuverkum til þess að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þrír grímuklæddir skæruliðar frá hreyfingunni tilkynntu þetta á myndbandsupptöku sem barst dagblaði í Baskalandi í gær. Að sögn Baskanna í ETA snýst baráttan um að verja rétt Baska til þess að ráða eigin örlögum. 28.9.2004 00:01 Fuglaflensa berst milli manna Fuglaflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega og valdið dauða konu. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01 Áratugur frá því Estonia sökk Áratugur er í dag liðinn frá farþegaferjan Estonia fórst á Eystrasalti, og enn liggur ekki fyrir hvers vegna. Eftirlifendur krefjast rannsóknar, en yfirvöld í Svíþjóð eru mótfallnir því að kafarar kanni flakið. 28.9.2004 00:01 Hátt verð á olíu hefur áhrif víða Aldrei í sögunni hefur olíuverð verið hærra en nú. Það fór yfir fimmtíu dollara á fatið á markaði í New York. Áhrifanna gætir hér á landi. 28.9.2004 00:01 Rándýrum demöntum stolið Tveimur demöntum að andvirði nálægt eins milljarðs króna var stolið af forngripasýningu í París í gær. Ræningjarnir létu til skarar skríða þegar öryggisvörður brá sér frá og hirtu demantana tvo, en hvor þeirra um sig er hátt í 500 milljón króna virði. 28.9.2004 00:01 Frakkar myndu hafna Tyrkjum Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að almenningur þar í landi myndi hafna aðild Tyrklands að ESB. 56% Frakka eru á móti inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið nú, en 63% gætu hugsað sér að Tyrkir fengju inngöngu ef mannrættindi yrðu bætt í landinu og refsilöggjöfin endurnýjuð. 28.9.2004 00:01 Spænskir guðsmenn ósáttir Rómversk-Kaþólska kirkjan á Spáni hefur gagnrýnt fyrirætlanir ríkisstjórnar Spánar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Búist er við að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd á Spáni strax á næsta ári, nokkuð sem fellur kirkjunnar mönnum vægast sagt illa í geð. 28.9.2004 00:01 Ummæli Bush standast ekki Í morgun voru tveir breskir hermenn drepnir af skæruliðum í Írak. Þar með hafa 25 Breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak og þar af 17 síðan George Bush lýsti því yfir í maí 2003 að átökum í landinu væri að mestu lokið. 28.9.2004 00:01 Vargöld á Haiti Vargöld er á Haítí eftir flóð og fellibylinn Jeanne. Friðargæsluliðar þar ráða ekkert við æstan múg sem ræðst á þá og slæst um matarpakka sem dreift er til bágstaddra. Yfirmaður friðargæslusveitanna segir þörf á helmingi fleiri friðargæsluliðum. Þeir hafa þurft að skjóta upp í loft til að bægja fólki frá flutningabílum með hjálpargögn, og óeirðir hafa ítrekað brotist út þar sem fólk bíður þess að fá matvæli og hreint drykkjarvatn, en mikill skortur er á hvortveggja. 28.9.2004 00:01 Hákarl á grunnsævi í Massachusetts Skarar fólks hafa flykkst til að skoða hvítháf sem svamlar um í grunnsævi í Massachusetts. Hákarlinn er heilir fimm metrar á lengd og talinn vega heilt tonn. Vísindamenn vita ekki hvað hákarlinn er að flækjast við strendur Massachusetts, en vona að hann syndi á brott á næsta fulla tungli. 28.9.2004 00:01 Blair truflaður Tony Blair hafði varla hafið ræðu sína á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton, þegar mótmælendur stríðsins í Írak hófu hróp úr salnum. Meðal þess sem var hrópað að Blair var að hendur hans væru blóðugar. Blair brást hinn spakasti við og svaraði: „Þú hefur þinn rétt til að mótmæla herra minn, þökkum fyrir það að við búum í lýðræðisríki og þú hafir þennan rétt." 28.9.2004 00:01 Mannfall íraskra borgara mikið Bandaríska hernámsliðið í Írak reynir nú að knésetja uppreisnarmenn víða um landið en búast má við að saklaust fólk verði sem fyrr illa úti í þeim átökum. Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi látið lífið. 28.9.2004 00:01 Stöð samkynhneigðra í Frakklandi Íþróttafréttamaðurinn er kynskiptingur í pilsi, og á hverju kvöldi klukkan sjö er þáttur um undrakonuna Wonder Woman. Seinna um kvöldið er svo boðið upp á töluvert djarfara efni fyrir homma, lesbíur og tvíkynhneigða. Þetta er grunnurinn að dagskrá Pink TV, fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar sem ætluð er samkynhneigðum í Frakklandi. 28.9.2004 00:01 Miðausturlönd í forgang Tony Blair segir að friðarviðræður í Mið-Austurlöndum verði settar í forgang eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Blair segir að langvarandi friður á milli Ísrael og Palestínu myndi hafa meiri áhrif í baráttunni við hryðjuverk en byssur einar og sér geti nokkru sinni haft. 28.9.2004 00:01 Látinn laus? Palestínskir leyniþjónustumenn segjast hafa haft samband við mannræningja sem rændu fréttaframleiðanda CNN í gær og segjast vongóðir um að honum verði sleppt. Gíslinn er sagður á lífi og að vonir standi til að hann verði látinn laus á næstu klukkustundum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna hefur beitt sér í málinu og er talið að það gæti haft sitt að segja. 28.9.2004 00:01 Gíslinn látinn laus Fréttaframleiðandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar sem verið hefur í haldi mannræningja í Palestínu hefur verið sleppt að sögn Reuters fréttastofunnar. Líðan mannsins er að sögn góð, en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á mannráninu. 28.9.2004 00:01 Enn sprengjuhótun Grísk flugvél frá Olympic Airlines flugfélaginu, sem átti að fara til New York hefur verið stefnt til Írlands vegna sprengjuhótunar. Vélin er nú í loftinu og lendir fljótlega í Írlandi, en ekki hefur borið á neinu óvenjulegu enn sem komið er. Þó var því lýst að sprengjan spryngi eftir klukkustund og sá tími er nú liðinn. Í vélinni eru 295 farþegar. 28.9.2004 00:01 Vilja einrækta mannsfóstur Vísindamennirnir sem einræktuðu kindina Dolly, fyrsta einræktaða spendýrið, hafa sótt um leyfi til að einrækta mannsfóstur til að nýta stofnfrumur til rannsókna. Þetta á að gera í því skyni að reyna að finna lækningu við MND. 28.9.2004 00:01 Ítölsku konunum sleppt Ítölsku konurnar tvær, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak, eru nú lausar úr prísundinni. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu segir líðan kvennanna góða. Tveim Írökum sem voru í haldi með konunum hefur einnig verið sleppt. 28.9.2004 00:01 Tyrki drepinn í Írak Tyrkneskur flutningabílstjóri var drepinn af uppreinsarmönnum í Írak síðdegis í dag. Að minnsta kosti fjórir Tyrkneskir gíslar hafa verið drepnir síðan í ágúst og tveir eru enn í haldi. Samkvæmt sumum fréttamiðlum er talan þó mun hærri og samkvæmt sjónvarpstöðinni NTV hafa 15 gíslar verið drepnir, 10 eru enn í haldi og 17 hefur verið sleppt. 28.9.2004 00:01 Tony Blair undir þrýstingi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands viðurkenndi í dag að stríðið í Írak hefði valdið klofningi meðal bresku þjóðarinnar, og að upplýsingar um gereyðingavopnaeign Saddams Hússeins hefðu verið rangar. Hávær mótmæli skyggðu á ræðu Blairs á þingi Verkamannaflokksins síðdegis. 28.9.2004 00:01 Byr í seglin hjá Bush George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur drjúgt forskot á keppinaut sinn í forsetakosningunum í haust, John Kerry, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. 28.9.2004 00:01 Skammaður fyrir kveðjuna Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sætir harðri gagnrýni heima fyrir sökum þess að hann tók í hendina á Robert Mugabe, forseta Simbabve, í móttöku í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Mugabe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannréttindabrot og hafa Bretar verið framarlega í flokki þeirra sem krefjast umbóta í Simbabve. 28.9.2004 00:01 Aftur í fangelsi Fangarnir tveir sem flýðu úr fangelsi vestur af Stokkhólmi í síðustu viku eru á bak vil lás og slá á ný. Fangarnir fundust nærri Örebro og gáfu sig að lokum á vald lögreglu. Áður en til þess kom áttu þeir þó í löngum samningaviðræðum við lögreglu og meðan á þeim stóð skaut annar fanginn úr haglabyssu að flugvél sem sveimaði yfir með spennta fréttamenn. 28.9.2004 00:01 Vilja ríkisvæða lestakerfið Forysta breska Verkamannaflokksins varð fyrir áfalli þegar fulltrúar á þingi flokksins samþykktu ályktun um að ríkisvæða ætti lestakerfið á nýjan leik. 64 prósent greiddu atkvæði með tillögunni en 36 prósent voru andvíg henni. 28.9.2004 00:01 Efins um faðernið Eiginmenn í Peking, höfuðborg Kína, fara nú fram á faðernispróf í mun meiri mæli en áður. Á einu stærsta sjúkrahúsi borgarinnar hefur faðernisprófum fjölgað um fimmtung frá fyrra ári og sömu sögu er að segja víðar í borginni. 28.9.2004 00:01 Eftirlitsbúnaður á skólabörn Eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir á nemendum í nokkrum japönskum grunnskólum. Búnaðurinn sendir frá sér boð í nema sem skrá hvenær börnin mæta í skólann og hvenær þau yfirgefa hann. 28.9.2004 00:01 Mikill áhugi á kosningunum Forsetakosningarnar í haust virðast vekja mun meiri áhuga meðal almennings en kosningar síðustu áratuga. Í það minnsta er mun meira um að einstaklingar sem ekki hafa kosið áður láti bæta sér inn á kjörskrá í sínu kjördæmi. 28.9.2004 00:01 Hóta uppreisn um alla Nígeríu Forystumenn nígerískra uppreisnarmanna við árósa Nígerfljótsins segjast ætla að hefja allsherjarbaráttu gegn stjórnvöldum á föstudag til að ná yfirráðum yfir olíulindum landsins á sitt vald. Þá eru 44 ár liðin frá því Nígería fékk sjálfstæði frá Bretum. 28.9.2004 00:01 Hungursneyð ógnar milljónum Hungursneyð vofir yfir tveimur milljónum íbúa Lesótó, Malaví og Svasílands að sögn forsvarsmanna Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Búist er við því að fólkið verði farið að líða skort áður en kemur að næstu uppskeru, í apríl. 28.9.2004 00:01 Olíuauður streymir í ríkissjóð Norski fjármálaráðherrann, Per-Kristian Foss, hefur fulla ástæðu til að gleðjast þessa dagana, að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv. Blaðamenn þess hafa reiknað út að hækkun olíuverðs á heimsmörkuðum leiði til þess að tekjur ríkissjóðs í ár hækki um andvirði rúmra 500 milljarða íslenskra króna frá því sem spáð var. 28.9.2004 00:01 Baulað á Blair "Ég veit að þetta málefni hefur klofið þjóðina. Ég skil fullkomlega hvers vegna margir eru ósammála ákvörðuninni," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann fjallaði um innrásina í Írak og þær deilur sem hún hefur valdið í bresku samfélagi. Hann sagðist þó engan veginn geta beðist afsökunar á því að taka þátt í að steypa Saddam Hussein af stóli. 28.9.2004 00:01 Ítölsku konunum sleppt Tveimur ítölskum konum sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak var í dag sleppt. Konunum var báðum rænt í byrjun mánaðarins og síðan hafði ekkert heyrst frá þeim. Í síðustu viku var fullyrt á íslamskri vefsíðu að þær hefðu verið drepnar, en í dag var þeim skilað ósködduðum. Að auki var þremur Egyptum, sem rænt var fyrr í mánuðinum, sleppt. 28.9.2004 00:01 Skaut fjóra bekkjarfélaga til bana Fimmtán ára nemandi skaut fjóra bekkjarfélaga sína til bana og særði fimm til viðbótar í skotárás í skóla í Carmen de Patagones í Argentínu. Nemandinn dró upp skammbyssu og byrjaði að skjóta af handahófi á samnemendur sína. 28.9.2004 00:01 Powell svartsýnn Óöldin í Írak fer enn versnandi, að mati Colin Powels, utanríkisráðhera Bandaríkjanna,sem telur að tilgangur uppreisnarmanna sé meðal annars að trufla fyrirhugaðar þingkosningar í landinu í janúar. Uppreisnarmenn vörpuðu í morgun sprengjum á lögregluskóla í austur Bagdad. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli, en þrír íraskir þjóðvarðliðar fórust í sprengjutilræði í Mosul. 27.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Evrópa verður að aðstoða "Evrópuríki verða að koma að fjármögnun og aðstoða við flutninga afrískra friðargæsluliða sem á að senda til Darfur", sagði Jan Pronk sem hefur tekið saman skýrslu um ástandið í Darfur-héraði í Súdan fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. 29.9.2004 00:01
Lausnargjald líklega greitt Ítalar fagna því að tvær ungar konur, sem haldið var í gíslingu í Írak í þrjár vikur, eru komnar heim heilar á húfi en velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hafi greitt mannræningjum lausnargjald til að bjarga lífi þeirra. 29.9.2004 00:01
Fann afskorið höfuð í ruslapoka Lögreglan í Helsinki hóf morðrannsókn eftir að ung stúlka sem var úti að ganga með hundinn sinn fann afskorið höfuð konu í ruslapoka. Fleiri líkamshlutar fundust í kjölfarið en aðrir hafa enn ekki fundist. 29.9.2004 00:01
Ítalir átaldir vegna lausnargjalds Lausnargjald var greitt fyrir tvo ítalska gísla sem haldið var í Írak. Gleði ríkir á Ítalíu vegna heimkomu þeirra en ítölsk stjórnvöld eru átalin fyrir að hafa reitt lausnargjaldið af hendi. 29.9.2004 00:01
Afsakanir sagðar ófullnægjandi Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa á þingi Verkamannaflokksins um hvort Tony Blair hafi gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi Íraksmálið í ræðu sem hann hélt á þinginu í fyrradag. 29.9.2004 00:01
Bush með 8% forskot Munurinn á fylgi George W. Bush og John Kerrys er nú átta prósent samkvæmt nýjustu könnunum, þegar aðeins um mánuður er í forsetakosningarnar. Bush, Bandaríkjaforseti hefur 52% fylgi samkvæmt nýrri könnun CNN en Kerry er með 44% fylgi. Ralp Nader hefur hins vegar 3% fylgi. 28.9.2004 00:01
Ekkert lát á olíuhækkun Verðið á olíumarkaði í New York er nú það hæsta í 21 ár eða frá því viðskipti á þeim markaði hófust. Verðið á olíufatinu komst upp í 50 dollara og 35 sent í morgun. Þessa hækkun núna á olíumarkaði má að mestu rekja til átaka á milli uppreisnarmanna í Nígeríu og stjórnvalda. 28.9.2004 00:01
Tveir breskir hermenn drepnir Tveir breskir hermenn létu lífið í Basra í morgun, í árásum uppreisnarmanna. Uppreisnarmennirnir skutu á Land Rover jeppa hermannanna með þeim afleiðingum að þeir særðust og létust síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Þar með hafa 25 breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak. 28.9.2004 00:01
Ekkert vitað um starfsmann CNN Ekkert er vitað um örlög fréttaframleiðanda frá fréttastöðinni CNN sem rænt var á Gasa-ströndinni í gær. Palestínskar öryggissveitir leita mannsins sem byssumenn rændu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til Gasa. 28.9.2004 00:01
Fuglaflensa smitast milli manna Flugflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01
ETA með hótanir Aðskilnaðarsamtökin ETA ætla að halda áfram hryðjuverkum til þess að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þrír grímuklæddir skæruliðar frá hreyfingunni tilkynntu þetta á myndbandsupptöku sem barst dagblaði í Baskalandi í gær. Að sögn Baskanna í ETA snýst baráttan um að verja rétt Baska til þess að ráða eigin örlögum. 28.9.2004 00:01
Fuglaflensa berst milli manna Fuglaflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega og valdið dauða konu. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. 28.9.2004 00:01
Áratugur frá því Estonia sökk Áratugur er í dag liðinn frá farþegaferjan Estonia fórst á Eystrasalti, og enn liggur ekki fyrir hvers vegna. Eftirlifendur krefjast rannsóknar, en yfirvöld í Svíþjóð eru mótfallnir því að kafarar kanni flakið. 28.9.2004 00:01
Hátt verð á olíu hefur áhrif víða Aldrei í sögunni hefur olíuverð verið hærra en nú. Það fór yfir fimmtíu dollara á fatið á markaði í New York. Áhrifanna gætir hér á landi. 28.9.2004 00:01
Rándýrum demöntum stolið Tveimur demöntum að andvirði nálægt eins milljarðs króna var stolið af forngripasýningu í París í gær. Ræningjarnir létu til skarar skríða þegar öryggisvörður brá sér frá og hirtu demantana tvo, en hvor þeirra um sig er hátt í 500 milljón króna virði. 28.9.2004 00:01
Frakkar myndu hafna Tyrkjum Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að almenningur þar í landi myndi hafna aðild Tyrklands að ESB. 56% Frakka eru á móti inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið nú, en 63% gætu hugsað sér að Tyrkir fengju inngöngu ef mannrættindi yrðu bætt í landinu og refsilöggjöfin endurnýjuð. 28.9.2004 00:01
Spænskir guðsmenn ósáttir Rómversk-Kaþólska kirkjan á Spáni hefur gagnrýnt fyrirætlanir ríkisstjórnar Spánar um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra. Búist er við að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd á Spáni strax á næsta ári, nokkuð sem fellur kirkjunnar mönnum vægast sagt illa í geð. 28.9.2004 00:01
Ummæli Bush standast ekki Í morgun voru tveir breskir hermenn drepnir af skæruliðum í Írak. Þar með hafa 25 Breskir hermenn látið lífið í bardögum í Írak og þar af 17 síðan George Bush lýsti því yfir í maí 2003 að átökum í landinu væri að mestu lokið. 28.9.2004 00:01
Vargöld á Haiti Vargöld er á Haítí eftir flóð og fellibylinn Jeanne. Friðargæsluliðar þar ráða ekkert við æstan múg sem ræðst á þá og slæst um matarpakka sem dreift er til bágstaddra. Yfirmaður friðargæslusveitanna segir þörf á helmingi fleiri friðargæsluliðum. Þeir hafa þurft að skjóta upp í loft til að bægja fólki frá flutningabílum með hjálpargögn, og óeirðir hafa ítrekað brotist út þar sem fólk bíður þess að fá matvæli og hreint drykkjarvatn, en mikill skortur er á hvortveggja. 28.9.2004 00:01
Hákarl á grunnsævi í Massachusetts Skarar fólks hafa flykkst til að skoða hvítháf sem svamlar um í grunnsævi í Massachusetts. Hákarlinn er heilir fimm metrar á lengd og talinn vega heilt tonn. Vísindamenn vita ekki hvað hákarlinn er að flækjast við strendur Massachusetts, en vona að hann syndi á brott á næsta fulla tungli. 28.9.2004 00:01
Blair truflaður Tony Blair hafði varla hafið ræðu sína á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton, þegar mótmælendur stríðsins í Írak hófu hróp úr salnum. Meðal þess sem var hrópað að Blair var að hendur hans væru blóðugar. Blair brást hinn spakasti við og svaraði: „Þú hefur þinn rétt til að mótmæla herra minn, þökkum fyrir það að við búum í lýðræðisríki og þú hafir þennan rétt." 28.9.2004 00:01
Mannfall íraskra borgara mikið Bandaríska hernámsliðið í Írak reynir nú að knésetja uppreisnarmenn víða um landið en búast má við að saklaust fólk verði sem fyrr illa úti í þeim átökum. Engar opinberar tölur liggja fyrir um mannfall óbreyttra borgara síðan ráðist var inn í landið í fyrra en talið er að minnsta kosti tíu þúsund manns hafi látið lífið. 28.9.2004 00:01
Stöð samkynhneigðra í Frakklandi Íþróttafréttamaðurinn er kynskiptingur í pilsi, og á hverju kvöldi klukkan sjö er þáttur um undrakonuna Wonder Woman. Seinna um kvöldið er svo boðið upp á töluvert djarfara efni fyrir homma, lesbíur og tvíkynhneigða. Þetta er grunnurinn að dagskrá Pink TV, fyrstu sjónvarpsstöðvarinnar sem ætluð er samkynhneigðum í Frakklandi. 28.9.2004 00:01
Miðausturlönd í forgang Tony Blair segir að friðarviðræður í Mið-Austurlöndum verði settar í forgang eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Blair segir að langvarandi friður á milli Ísrael og Palestínu myndi hafa meiri áhrif í baráttunni við hryðjuverk en byssur einar og sér geti nokkru sinni haft. 28.9.2004 00:01
Látinn laus? Palestínskir leyniþjónustumenn segjast hafa haft samband við mannræningja sem rændu fréttaframleiðanda CNN í gær og segjast vongóðir um að honum verði sleppt. Gíslinn er sagður á lífi og að vonir standi til að hann verði látinn laus á næstu klukkustundum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna hefur beitt sér í málinu og er talið að það gæti haft sitt að segja. 28.9.2004 00:01
Gíslinn látinn laus Fréttaframleiðandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar sem verið hefur í haldi mannræningja í Palestínu hefur verið sleppt að sögn Reuters fréttastofunnar. Líðan mannsins er að sögn góð, en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á mannráninu. 28.9.2004 00:01
Enn sprengjuhótun Grísk flugvél frá Olympic Airlines flugfélaginu, sem átti að fara til New York hefur verið stefnt til Írlands vegna sprengjuhótunar. Vélin er nú í loftinu og lendir fljótlega í Írlandi, en ekki hefur borið á neinu óvenjulegu enn sem komið er. Þó var því lýst að sprengjan spryngi eftir klukkustund og sá tími er nú liðinn. Í vélinni eru 295 farþegar. 28.9.2004 00:01
Vilja einrækta mannsfóstur Vísindamennirnir sem einræktuðu kindina Dolly, fyrsta einræktaða spendýrið, hafa sótt um leyfi til að einrækta mannsfóstur til að nýta stofnfrumur til rannsókna. Þetta á að gera í því skyni að reyna að finna lækningu við MND. 28.9.2004 00:01
Ítölsku konunum sleppt Ítölsku konurnar tvær, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak, eru nú lausar úr prísundinni. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu segir líðan kvennanna góða. Tveim Írökum sem voru í haldi með konunum hefur einnig verið sleppt. 28.9.2004 00:01
Tyrki drepinn í Írak Tyrkneskur flutningabílstjóri var drepinn af uppreinsarmönnum í Írak síðdegis í dag. Að minnsta kosti fjórir Tyrkneskir gíslar hafa verið drepnir síðan í ágúst og tveir eru enn í haldi. Samkvæmt sumum fréttamiðlum er talan þó mun hærri og samkvæmt sjónvarpstöðinni NTV hafa 15 gíslar verið drepnir, 10 eru enn í haldi og 17 hefur verið sleppt. 28.9.2004 00:01
Tony Blair undir þrýstingi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands viðurkenndi í dag að stríðið í Írak hefði valdið klofningi meðal bresku þjóðarinnar, og að upplýsingar um gereyðingavopnaeign Saddams Hússeins hefðu verið rangar. Hávær mótmæli skyggðu á ræðu Blairs á þingi Verkamannaflokksins síðdegis. 28.9.2004 00:01
Byr í seglin hjá Bush George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur drjúgt forskot á keppinaut sinn í forsetakosningunum í haust, John Kerry, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. 28.9.2004 00:01
Skammaður fyrir kveðjuna Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sætir harðri gagnrýni heima fyrir sökum þess að hann tók í hendina á Robert Mugabe, forseta Simbabve, í móttöku í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Mugabe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannréttindabrot og hafa Bretar verið framarlega í flokki þeirra sem krefjast umbóta í Simbabve. 28.9.2004 00:01
Aftur í fangelsi Fangarnir tveir sem flýðu úr fangelsi vestur af Stokkhólmi í síðustu viku eru á bak vil lás og slá á ný. Fangarnir fundust nærri Örebro og gáfu sig að lokum á vald lögreglu. Áður en til þess kom áttu þeir þó í löngum samningaviðræðum við lögreglu og meðan á þeim stóð skaut annar fanginn úr haglabyssu að flugvél sem sveimaði yfir með spennta fréttamenn. 28.9.2004 00:01
Vilja ríkisvæða lestakerfið Forysta breska Verkamannaflokksins varð fyrir áfalli þegar fulltrúar á þingi flokksins samþykktu ályktun um að ríkisvæða ætti lestakerfið á nýjan leik. 64 prósent greiddu atkvæði með tillögunni en 36 prósent voru andvíg henni. 28.9.2004 00:01
Efins um faðernið Eiginmenn í Peking, höfuðborg Kína, fara nú fram á faðernispróf í mun meiri mæli en áður. Á einu stærsta sjúkrahúsi borgarinnar hefur faðernisprófum fjölgað um fimmtung frá fyrra ári og sömu sögu er að segja víðar í borginni. 28.9.2004 00:01
Eftirlitsbúnaður á skólabörn Eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir á nemendum í nokkrum japönskum grunnskólum. Búnaðurinn sendir frá sér boð í nema sem skrá hvenær börnin mæta í skólann og hvenær þau yfirgefa hann. 28.9.2004 00:01
Mikill áhugi á kosningunum Forsetakosningarnar í haust virðast vekja mun meiri áhuga meðal almennings en kosningar síðustu áratuga. Í það minnsta er mun meira um að einstaklingar sem ekki hafa kosið áður láti bæta sér inn á kjörskrá í sínu kjördæmi. 28.9.2004 00:01
Hóta uppreisn um alla Nígeríu Forystumenn nígerískra uppreisnarmanna við árósa Nígerfljótsins segjast ætla að hefja allsherjarbaráttu gegn stjórnvöldum á föstudag til að ná yfirráðum yfir olíulindum landsins á sitt vald. Þá eru 44 ár liðin frá því Nígería fékk sjálfstæði frá Bretum. 28.9.2004 00:01
Hungursneyð ógnar milljónum Hungursneyð vofir yfir tveimur milljónum íbúa Lesótó, Malaví og Svasílands að sögn forsvarsmanna Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Búist er við því að fólkið verði farið að líða skort áður en kemur að næstu uppskeru, í apríl. 28.9.2004 00:01
Olíuauður streymir í ríkissjóð Norski fjármálaráðherrann, Per-Kristian Foss, hefur fulla ástæðu til að gleðjast þessa dagana, að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv. Blaðamenn þess hafa reiknað út að hækkun olíuverðs á heimsmörkuðum leiði til þess að tekjur ríkissjóðs í ár hækki um andvirði rúmra 500 milljarða íslenskra króna frá því sem spáð var. 28.9.2004 00:01
Baulað á Blair "Ég veit að þetta málefni hefur klofið þjóðina. Ég skil fullkomlega hvers vegna margir eru ósammála ákvörðuninni," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann fjallaði um innrásina í Írak og þær deilur sem hún hefur valdið í bresku samfélagi. Hann sagðist þó engan veginn geta beðist afsökunar á því að taka þátt í að steypa Saddam Hussein af stóli. 28.9.2004 00:01
Ítölsku konunum sleppt Tveimur ítölskum konum sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak var í dag sleppt. Konunum var báðum rænt í byrjun mánaðarins og síðan hafði ekkert heyrst frá þeim. Í síðustu viku var fullyrt á íslamskri vefsíðu að þær hefðu verið drepnar, en í dag var þeim skilað ósködduðum. Að auki var þremur Egyptum, sem rænt var fyrr í mánuðinum, sleppt. 28.9.2004 00:01
Skaut fjóra bekkjarfélaga til bana Fimmtán ára nemandi skaut fjóra bekkjarfélaga sína til bana og særði fimm til viðbótar í skotárás í skóla í Carmen de Patagones í Argentínu. Nemandinn dró upp skammbyssu og byrjaði að skjóta af handahófi á samnemendur sína. 28.9.2004 00:01
Powell svartsýnn Óöldin í Írak fer enn versnandi, að mati Colin Powels, utanríkisráðhera Bandaríkjanna,sem telur að tilgangur uppreisnarmanna sé meðal annars að trufla fyrirhugaðar þingkosningar í landinu í janúar. Uppreisnarmenn vörpuðu í morgun sprengjum á lögregluskóla í austur Bagdad. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli, en þrír íraskir þjóðvarðliðar fórust í sprengjutilræði í Mosul. 27.9.2004 00:01