Fleiri fréttir Dan Rather látinn fara? Framtíð fréttamannsins Dans Rathers er í tvísýnu eftir að hann flutti umdeilda frétt í fréttaskýringaþættinum sextíu mínútur um herþjónustu Bush Bandaríkjaforseta. Efnislega er fréttin sögð vera rétt, en í ljós kom að skjöl sem voru lögð henni til grundvallar voru fölsuð. 27.9.2004 00:01 Kennth enn á lífi segir bróðirinn Paul Bigley, bróðir Kenneths Bigley, Bretans sem er í haldi mannræningja í Írak, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Kennth sé enn á lífi. Í gær var sagt frá því á íslamskri heimasíðu að Kenneth hefði verið líflátinn líkt og Bandaríkjamennirnir tveir sem voru með honum í haldi. 27.9.2004 00:01 Blóðtaka hjá Al-Qaeda Al-Qaeda samtökin í Pakistan urðu fyrir mikilli blóðtöku í gær þegar einn æðsti leiðtogi þeirra var drepinn í skotbardaga. Erlend sendiráð, opinberar stofnanir og bænastaðir eru í viðbragðsstöða af ótta við hefndarverk. 27.9.2004 00:01 Blair enn í vanda Tony Blair tapaði fyrstu lotu í baráttunni um hug og hjörtu breska Verkamannaflokksins. Blair vildi ræða innanríkismál, en flokksmenn þvinguðu fram neyðarumræður um stríðið í Írak. Í dag er svo komið að uppgjöri þeirra Blairs og Gordons Browns, fjármálaráðherra. 27.9.2004 00:01 Heyrir „King size" sögunni til? Það fer brátt hver að verða síðastur til þess að næla sér í „King Size" súkkúlaðistykki í Bretlandi. Súkkúlaðiframleiðendur hyggjast hætta framleiðslu á yfirstærðum, vegna mikils þrýstings þar að lútandi frá heilbrigðisyfirvöldum. Talsmaður matvælaframleiðenda í Bretlandi segir engan áhuga vera fyrir því að settar verði reglugerðir til þess að reyna að sporna við offituvandanum og því ætli súkkúlaðiframleiðendur að grípa til sinna eigin ráða í tæka tíð. Til að mynda er stefnt að því að engin Cadbury súkkúlaðistykki í yfirstærðum verði á boðstólnum þegar líður á næsta ár. 27.9.2004 00:01 Virgin á leið út í geim Nýjasti áfangastaður Virgin-flugfélagsins er geimurinn. Breski milljarðamæringurinn Richard Branson, eigandi félagsins, segir til standa að bjóða geimferðir á vegum nýs félags, Virgin Galactic, frá og með árinu 2007. 27.9.2004 00:01 15 ár í inngöngu Tyrkja Að minnsta kosti 15 ár eru þangað til Tyrkland getur gengið í Evrópusambandið að mati fjármálaráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy. Þá segir Sakorsky að innganga Tyrkja í sambandið sé háð því að Frakkar samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu. 27.9.2004 00:01 Jahaní sleppt Írakskir mannræningjar hafa sleppt íranska diplómatanum Fereidún Jahaní, sem rænt var í síðasta mánuði, samkvæmt frétt íranska sjónvarpsins og er hann nú í sendiráði Írans í Bagdad. Jahaní var konsúll í hinni helgu borg sítamúslima Kerbala. 27.9.2004 00:01 Gríska vélin aftur á loft Gríska flugvélin sem lenti á Stansted flugvelli eftir sprengjuhótun í morgun, hefur fengið grænt ljós á að halda áfram ferð sinni til New York. Nafnlaust símtal barst grísku dagblaði í morgun, þar sem sagt var að í flugvélinni væri sprengja fyrir Bandaríkjamenn. 27.9.2004 00:01 Bin Laden í Pakistan? Osama Bin Laden er líklega á lífi og heldur til í Pakistan. Þetta segir Pervez Musharraf, forseti Pakistans og byggir hann þetta á upplýsingum frá leyniþjónustunni í landinu. Að sögn Musharrafs hafa yfirheyrslur á háttsettum liðum úr Al-Qaeda leitt í ljós að margt bendi til að Bin Laden sé á lífi og haldi til í Pakistan. Það sé mun líklegra en að hann haldi til í Afghanistan, enda telji háttsettir menn í hryðjuverkasamtökunum sig mun öruggari í Pakistan 27.9.2004 00:01 Lokahátíðinni frestað Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra í Aþenu var aflýst eftir að sjö skólabörn sem voru á leið á hátíðina biðu bana í bílslysi. Börnin voru í rútu sem lenti í árekstri við flutningabíl. 41 var í bílnum og sluppu aðeins fjórir án meiðsla. 27.9.2004 00:01 Sprengja á Gaza Flugskeyti var skotið úr ísraelskri þyrlu á bíl á sunnanverðu Gaza-svæðinu í dag. Skotmarkið var Mohammed Abu Nsair leiðtogi herskárra Palestínumanna. Hann særðist í árásinni sem og fjöldi annarra. Ísraelsmenn hafa ráði fjölda leiðtoga Palestínumanna af dögum með þessum hætti undanfarin fjögur ár. 27.9.2004 00:01 5 létust í sprengingum Flugvélar Bandaríkjamanna sprengdu upp bækisstöðvar uppreisnarmanna í Baghdad í dag, með þeim afleiðingum að 5 létu lífið og 40 særðust. 27.9.2004 00:01 Súkkulaðið minnkar Viðbrögð breskra sælgætisframleiðenda við gagnrýni sem þeir hafa sætt vegna vaxandi offituvandamála falla í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá þeim sem finnst of langt gengið og þeim sem finnst ekki nóg gert til að takast á við vandann. 27.9.2004 00:01 Danskir ráðamenn réttmætt skotmark Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. 27.9.2004 00:01 Hjúkrunarkona ákærð fyrir morð 51 árs gömul hjúkrunarkona í Bretlandi hefur verið ákærð fyrir að drepa þrjár konur á aldrinum 67-95 ára, sem allar voru sjúklingar á spítala í Yorkshire. Að auki hefur hjúkkan verið ákærð fyrir að reyna að drepa 42 ára gamlan mann sem einnig lá á spítalanum, sem og fyrir að gefa 13 öðrum sjúklningum banvænan skammt af lyfjum. 27.9.2004 00:01 Út í geim Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækjahópsins, verður seint sakaður um að setja markið ekki hátt. Árum saman hefur Virgin Atlantic flugfélagið verði meginviðfangsefni hans, en hvers vegna að fljúga í tíu kílómetra hæð á milli landa eins og allir hinir þegar maður vill í raun komast miklu lengra? 27.9.2004 00:01 Enn á lífi? Konungur Jórdaníu segist telja að ítölsku konurnar tvær, sem rænt í Írak fyrir þrem vikum, séu enn á lífi. Hann segir Jordaníu berjast fyrir því að þær verði látnar úr haldi og þess verði allt lagt í sölurnar 27.9.2004 00:01 Starfsmanni CNN rænt Vopnaðir menn rændu í dag starfsmann CNN fréttastofunnar á Gaza-svæðinu, samkvæmt fréttum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar AL-Jazeera. Maðurinn sem var rænt er arabískur Ísraeli og hefur unnið sem aðstoðarupptökustjóri fyrir CNN á Gaza-svæðinu. 27.9.2004 00:01 Udo rannsakaður Saksóknari í Þýskalandi hefur hafið rannsókn á Udo Voigt leiðtoga þjóðernissinnaða lýðræðisflokksins, NPD, eftir að hann bar lof á Adolf Hitler og kallaði hann stjórnvitring. Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við vikublaðið Junge Freiheit. Að sögn talsmanns saksóknarans í Berlín sætir Voigt rannsókn fyrir niðrandi ummæli. 27.9.2004 00:01 Blóðtaka hjá al-Qaeda Einn æðsti leiðtogi al-Qaida samtakanna féll í tveggja klukkustunda skotbardaga í Pakistan í gær. Stjórnvöld þar segjast vera á hælunum á leiðtoga samtakanna. 27.9.2004 00:01 Enn hækkar olían Aldrei í sögu olíumarkaðarins í New York hefur verð á olíu verið jafn hátt, og sérfræðingar segja vonlítið að það lækki á næstunni. Verðið á olíufatinu komst í 49 dollara og 74 sent á olíumarkaði í New York og hefur aldrei verið hærra frá því að viðskipti hófust á þeim markaði árið 1983. 27.9.2004 00:01 Skuggi Íraks vofir yfir Landsþing breska Verkamannaflokksins stendur nú sem hæst. Leiðtogar flokksins reyna hvað þeir geta til að beina athyglinni að árangri sínum heima fyrir en þingfulltrúar vilja heldur ræða um ástandið í Írak. 27.9.2004 00:01 Hálfíslenskur Hallgrímur Danir eru flestum þjóðum fimari í að framleiða áhugavert sjónvarpsefni. Nýjasta afurð frænda vorra er spennuþáttaröð þar sem hálfíslenskur lögregluþjónn er aðalsöguhetjan. 27.9.2004 00:01 Harmleiks minnst Eistlendingar, Finnar og Svíar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því farþegaferjan Estonia sökk á Eystrasalti með 852 farþega og áhafnarmeðlimi innanborðs. Einungis 138 einstaklingar lifðu slysið af. 27.9.2004 00:01 N-Kóreustjórn skammar Bandaríkin Bandaríkin hafa hert á hótunum sínum og eyðilagt möguleikana á friðsamlegri lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga, sagði Choe Su Hon, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu á ráðherrafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 27.9.2004 00:01 Efast enn um kosningakerfið Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, segir langt í land áður en hægt verður að tryggja heiðarlegar kosningar í Flórída þar sem öruggt er að úrslitin verði í samræmi við vilja kjósenda. 27.9.2004 00:01 Þrjú myrt á sólarhring Níu mánaða barn, átján ára stúlka og 41 árs karlmaður voru myrt í Noregi um helgina. Þrír karlmenn hafa verið handteknir vegna rannsóknar málanna þriggja og tengjast þeir allir, með einum eða öðrum hætti, þeim sem þeir eru grunaðir um að hafa myrt. 27.9.2004 00:01 Setja hömlur á SMS-leiki Kínversk stjórnvöld hafa bannað sjónvarpsstöðum að efna til leikja þar sem fólk sendir svör inn í smáskilaboðum úr farsímum nema að fengnu sérstöku leyfi. Ákvörðunin er að sögn tekin eftir að ein sjónvarpsstöð efndi til leiks sem fól í sér að fólk átti að svara því hversu margir hefðu látið lífið í gíslatökunni í Beslan í Rússlandi. 27.9.2004 00:01 Frakkar nýti sér íslenskan hagvöxt Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hitti Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, að máli í Hotel Matignon, embættisbústað þess síðarnefnda í París í gær. Þetta var fyrsti fundur Halldórs með erlendum starfsbróður frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra um miðjan þennan mánuð. 27.9.2004 00:01 Rússland er orðið amerísk nýlenda Nafn Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara, verður trúlega alltaf tengt Bobby Fischer og einvígi aldarinnar í Reykjavik. Spassky hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarna áratugi og er franskur ríkisborgari, kvæntur franskri konu. 27.9.2004 00:01 Leiðtogi Hamas myrtur Einn af leiðtogum palestínska öfgahópsins Hamas var myrtur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgun. Maðurinn sem var myrtur, Izz el-Deen al-Sheikh Khalil að nafni, hefur verið útlagi frá Ísrael í tólf ár en forsvarsmenn Hamas segja að leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hafi myrt hann. 26.9.2004 00:01 Jeanne kominn til Flórída Fellibylurinn Jeanne gekk á land á austurströnd Flórída snemma í morgun og hefur þegar valdið töluverðu tjóni. Rafmagnslínur, sem sumar eru nýviðgerðar eftir aðra fellibyli undanfarnar vikur, hafa nú enn og aftur farið í sundur og þök, og reyndar allt lauslegt, fýkur um svæðið. 26.9.2004 00:01 Íhugaði ekki afsögn Átökin í Írak skyggja á upphaf flokksþings Verkamannaflokksins í Bretlandi í dag þar sem Tony Blair forsætisráðherra er forystusauður. Að sögn fjölmiðla þar í landi er Blair mikið í mun að beina kastljósinu að innanríkismálum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi sem eiga að fara fram á næsta ári. 26.9.2004 00:01 Stuðningur við Kerry dvínar Stuðningur við John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðist fara dvínandi. Kosningastjórar hans binda nú vonir við að vel gangi í fyrstu sjónvarpskappræðum frambjóðendanna sem haldnar verða í vikunni. 26.9.2004 00:01 Kjósa gegn innflytjendum Svisslendingar hafna tillögu þess efnis að auðvelda börnum og barnabörnum innflytjenda að fá svissneskt vegabréf samkvæmt fyrstu tölum. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í dag og ef fer sem horfir markar það sigur hinnar hægri sinnuðu stjórnmálahreyfingar í landinu sem er mjög mótfallin fjölgun innflytjenda í landinu. 26.9.2004 00:01 Jeanne veldur talsverðu tjóni Fellibylurinn Jeanne olli talsverðu tjóni þegar hann gekk á land á austurströnd Flórída í morgun. Jeanne er þó ekki á meðal stærstu fellibylja en vindhraðinn var samt 53 metrar á sekúndu sem er fárviðri samkvæmt gömlu íslensku mælingunum. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01 Nauðlenti vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél gríska flugfélagsins Olympic Airlines nauðlenti á Stansted-flugvelli í London nú síðdegis eftir að hringt hafði verið í dagblað í Grikklandi og tilkynnt að sprengja væri um borð í vélinni. Tvö hundruð nítíu og þrír farþegar voru um borð ásamt tólf manna áhöfn. 26.9.2004 00:01 Tveir hafa látist á Flórída Að minnsta kosti tveir hafa látist á Flórída í dag en fellibylurinn Jeanne gekk þar á land snemma í morgun. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01 Enn neyðarástand á Haítí Á Haítí gætir ennþá áhrifa þess þegar Jeanne reið þar yfir. Þar hafa óeirðir og slagsmál brotist út vegna skorts á matvælum og drykkjarvatni. Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu að skjóta upp í loft til að hrekja frá múg manna sem réðst á flutningabíla fyllta neyðarbirgðum. 26.9.2004 00:01 Kemur ef hann kemur Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við fellibylinn Jeanne í fyrrinótt og gærmorgun. Hann gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pierce og Okeechobee. </font /></b /> 26.9.2004 00:01 Ísraelar teygja sig til Sýrlands Bílasprengja grandaði einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Damaskus í Sýrlandi viku eftir að Ísraelar gáfu út viðvörun um að yfirmönnum herskárra múslima yrði þar ekki vært.</ /> 26.9.2004 00:01 Fjórði fellibylurinn á sex vikum Fjórði fellibylurinn á sex vikum gerði Flórídabúum lífið leitt í dag. Fellibylurinn Jeanne lagði í rúst það sem björgunarsveitir voru enn að reyna að bæta eftir yfirreið síðasta byls. 26.9.2004 00:01 Blóðug borgarastyrjöld framundan? Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan takist ekki að semja frið í Darfur-héraði innan skamms. Hundruð þúsunda flóttamanna halda enn til í flóttamannabúðum og fleiri eru á leiðinni. 26.9.2004 00:01 Heita herferð gegn Síonistum Hefndum er heitið fyrir drápið á einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Sýrlandi í morgun. Hamas heitir herferð gegn Síónistum um allan heim. 26.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dan Rather látinn fara? Framtíð fréttamannsins Dans Rathers er í tvísýnu eftir að hann flutti umdeilda frétt í fréttaskýringaþættinum sextíu mínútur um herþjónustu Bush Bandaríkjaforseta. Efnislega er fréttin sögð vera rétt, en í ljós kom að skjöl sem voru lögð henni til grundvallar voru fölsuð. 27.9.2004 00:01
Kennth enn á lífi segir bróðirinn Paul Bigley, bróðir Kenneths Bigley, Bretans sem er í haldi mannræningja í Írak, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Kennth sé enn á lífi. Í gær var sagt frá því á íslamskri heimasíðu að Kenneth hefði verið líflátinn líkt og Bandaríkjamennirnir tveir sem voru með honum í haldi. 27.9.2004 00:01
Blóðtaka hjá Al-Qaeda Al-Qaeda samtökin í Pakistan urðu fyrir mikilli blóðtöku í gær þegar einn æðsti leiðtogi þeirra var drepinn í skotbardaga. Erlend sendiráð, opinberar stofnanir og bænastaðir eru í viðbragðsstöða af ótta við hefndarverk. 27.9.2004 00:01
Blair enn í vanda Tony Blair tapaði fyrstu lotu í baráttunni um hug og hjörtu breska Verkamannaflokksins. Blair vildi ræða innanríkismál, en flokksmenn þvinguðu fram neyðarumræður um stríðið í Írak. Í dag er svo komið að uppgjöri þeirra Blairs og Gordons Browns, fjármálaráðherra. 27.9.2004 00:01
Heyrir „King size" sögunni til? Það fer brátt hver að verða síðastur til þess að næla sér í „King Size" súkkúlaðistykki í Bretlandi. Súkkúlaðiframleiðendur hyggjast hætta framleiðslu á yfirstærðum, vegna mikils þrýstings þar að lútandi frá heilbrigðisyfirvöldum. Talsmaður matvælaframleiðenda í Bretlandi segir engan áhuga vera fyrir því að settar verði reglugerðir til þess að reyna að sporna við offituvandanum og því ætli súkkúlaðiframleiðendur að grípa til sinna eigin ráða í tæka tíð. Til að mynda er stefnt að því að engin Cadbury súkkúlaðistykki í yfirstærðum verði á boðstólnum þegar líður á næsta ár. 27.9.2004 00:01
Virgin á leið út í geim Nýjasti áfangastaður Virgin-flugfélagsins er geimurinn. Breski milljarðamæringurinn Richard Branson, eigandi félagsins, segir til standa að bjóða geimferðir á vegum nýs félags, Virgin Galactic, frá og með árinu 2007. 27.9.2004 00:01
15 ár í inngöngu Tyrkja Að minnsta kosti 15 ár eru þangað til Tyrkland getur gengið í Evrópusambandið að mati fjármálaráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy. Þá segir Sakorsky að innganga Tyrkja í sambandið sé háð því að Frakkar samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu. 27.9.2004 00:01
Jahaní sleppt Írakskir mannræningjar hafa sleppt íranska diplómatanum Fereidún Jahaní, sem rænt var í síðasta mánuði, samkvæmt frétt íranska sjónvarpsins og er hann nú í sendiráði Írans í Bagdad. Jahaní var konsúll í hinni helgu borg sítamúslima Kerbala. 27.9.2004 00:01
Gríska vélin aftur á loft Gríska flugvélin sem lenti á Stansted flugvelli eftir sprengjuhótun í morgun, hefur fengið grænt ljós á að halda áfram ferð sinni til New York. Nafnlaust símtal barst grísku dagblaði í morgun, þar sem sagt var að í flugvélinni væri sprengja fyrir Bandaríkjamenn. 27.9.2004 00:01
Bin Laden í Pakistan? Osama Bin Laden er líklega á lífi og heldur til í Pakistan. Þetta segir Pervez Musharraf, forseti Pakistans og byggir hann þetta á upplýsingum frá leyniþjónustunni í landinu. Að sögn Musharrafs hafa yfirheyrslur á háttsettum liðum úr Al-Qaeda leitt í ljós að margt bendi til að Bin Laden sé á lífi og haldi til í Pakistan. Það sé mun líklegra en að hann haldi til í Afghanistan, enda telji háttsettir menn í hryðjuverkasamtökunum sig mun öruggari í Pakistan 27.9.2004 00:01
Lokahátíðinni frestað Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra í Aþenu var aflýst eftir að sjö skólabörn sem voru á leið á hátíðina biðu bana í bílslysi. Börnin voru í rútu sem lenti í árekstri við flutningabíl. 41 var í bílnum og sluppu aðeins fjórir án meiðsla. 27.9.2004 00:01
Sprengja á Gaza Flugskeyti var skotið úr ísraelskri þyrlu á bíl á sunnanverðu Gaza-svæðinu í dag. Skotmarkið var Mohammed Abu Nsair leiðtogi herskárra Palestínumanna. Hann særðist í árásinni sem og fjöldi annarra. Ísraelsmenn hafa ráði fjölda leiðtoga Palestínumanna af dögum með þessum hætti undanfarin fjögur ár. 27.9.2004 00:01
5 létust í sprengingum Flugvélar Bandaríkjamanna sprengdu upp bækisstöðvar uppreisnarmanna í Baghdad í dag, með þeim afleiðingum að 5 létu lífið og 40 særðust. 27.9.2004 00:01
Súkkulaðið minnkar Viðbrögð breskra sælgætisframleiðenda við gagnrýni sem þeir hafa sætt vegna vaxandi offituvandamála falla í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá þeim sem finnst of langt gengið og þeim sem finnst ekki nóg gert til að takast á við vandann. 27.9.2004 00:01
Danskir ráðamenn réttmætt skotmark Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo. 27.9.2004 00:01
Hjúkrunarkona ákærð fyrir morð 51 árs gömul hjúkrunarkona í Bretlandi hefur verið ákærð fyrir að drepa þrjár konur á aldrinum 67-95 ára, sem allar voru sjúklingar á spítala í Yorkshire. Að auki hefur hjúkkan verið ákærð fyrir að reyna að drepa 42 ára gamlan mann sem einnig lá á spítalanum, sem og fyrir að gefa 13 öðrum sjúklningum banvænan skammt af lyfjum. 27.9.2004 00:01
Út í geim Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækjahópsins, verður seint sakaður um að setja markið ekki hátt. Árum saman hefur Virgin Atlantic flugfélagið verði meginviðfangsefni hans, en hvers vegna að fljúga í tíu kílómetra hæð á milli landa eins og allir hinir þegar maður vill í raun komast miklu lengra? 27.9.2004 00:01
Enn á lífi? Konungur Jórdaníu segist telja að ítölsku konurnar tvær, sem rænt í Írak fyrir þrem vikum, séu enn á lífi. Hann segir Jordaníu berjast fyrir því að þær verði látnar úr haldi og þess verði allt lagt í sölurnar 27.9.2004 00:01
Starfsmanni CNN rænt Vopnaðir menn rændu í dag starfsmann CNN fréttastofunnar á Gaza-svæðinu, samkvæmt fréttum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar AL-Jazeera. Maðurinn sem var rænt er arabískur Ísraeli og hefur unnið sem aðstoðarupptökustjóri fyrir CNN á Gaza-svæðinu. 27.9.2004 00:01
Udo rannsakaður Saksóknari í Þýskalandi hefur hafið rannsókn á Udo Voigt leiðtoga þjóðernissinnaða lýðræðisflokksins, NPD, eftir að hann bar lof á Adolf Hitler og kallaði hann stjórnvitring. Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við vikublaðið Junge Freiheit. Að sögn talsmanns saksóknarans í Berlín sætir Voigt rannsókn fyrir niðrandi ummæli. 27.9.2004 00:01
Blóðtaka hjá al-Qaeda Einn æðsti leiðtogi al-Qaida samtakanna féll í tveggja klukkustunda skotbardaga í Pakistan í gær. Stjórnvöld þar segjast vera á hælunum á leiðtoga samtakanna. 27.9.2004 00:01
Enn hækkar olían Aldrei í sögu olíumarkaðarins í New York hefur verð á olíu verið jafn hátt, og sérfræðingar segja vonlítið að það lækki á næstunni. Verðið á olíufatinu komst í 49 dollara og 74 sent á olíumarkaði í New York og hefur aldrei verið hærra frá því að viðskipti hófust á þeim markaði árið 1983. 27.9.2004 00:01
Skuggi Íraks vofir yfir Landsþing breska Verkamannaflokksins stendur nú sem hæst. Leiðtogar flokksins reyna hvað þeir geta til að beina athyglinni að árangri sínum heima fyrir en þingfulltrúar vilja heldur ræða um ástandið í Írak. 27.9.2004 00:01
Hálfíslenskur Hallgrímur Danir eru flestum þjóðum fimari í að framleiða áhugavert sjónvarpsefni. Nýjasta afurð frænda vorra er spennuþáttaröð þar sem hálfíslenskur lögregluþjónn er aðalsöguhetjan. 27.9.2004 00:01
Harmleiks minnst Eistlendingar, Finnar og Svíar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því farþegaferjan Estonia sökk á Eystrasalti með 852 farþega og áhafnarmeðlimi innanborðs. Einungis 138 einstaklingar lifðu slysið af. 27.9.2004 00:01
N-Kóreustjórn skammar Bandaríkin Bandaríkin hafa hert á hótunum sínum og eyðilagt möguleikana á friðsamlegri lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga, sagði Choe Su Hon, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu á ráðherrafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 27.9.2004 00:01
Efast enn um kosningakerfið Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, segir langt í land áður en hægt verður að tryggja heiðarlegar kosningar í Flórída þar sem öruggt er að úrslitin verði í samræmi við vilja kjósenda. 27.9.2004 00:01
Þrjú myrt á sólarhring Níu mánaða barn, átján ára stúlka og 41 árs karlmaður voru myrt í Noregi um helgina. Þrír karlmenn hafa verið handteknir vegna rannsóknar málanna þriggja og tengjast þeir allir, með einum eða öðrum hætti, þeim sem þeir eru grunaðir um að hafa myrt. 27.9.2004 00:01
Setja hömlur á SMS-leiki Kínversk stjórnvöld hafa bannað sjónvarpsstöðum að efna til leikja þar sem fólk sendir svör inn í smáskilaboðum úr farsímum nema að fengnu sérstöku leyfi. Ákvörðunin er að sögn tekin eftir að ein sjónvarpsstöð efndi til leiks sem fól í sér að fólk átti að svara því hversu margir hefðu látið lífið í gíslatökunni í Beslan í Rússlandi. 27.9.2004 00:01
Frakkar nýti sér íslenskan hagvöxt Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hitti Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, að máli í Hotel Matignon, embættisbústað þess síðarnefnda í París í gær. Þetta var fyrsti fundur Halldórs með erlendum starfsbróður frá því að hann tók við embætti forsætisráðherra um miðjan þennan mánuð. 27.9.2004 00:01
Rússland er orðið amerísk nýlenda Nafn Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara, verður trúlega alltaf tengt Bobby Fischer og einvígi aldarinnar í Reykjavik. Spassky hefur verið búsettur í Frakklandi undanfarna áratugi og er franskur ríkisborgari, kvæntur franskri konu. 27.9.2004 00:01
Leiðtogi Hamas myrtur Einn af leiðtogum palestínska öfgahópsins Hamas var myrtur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgun. Maðurinn sem var myrtur, Izz el-Deen al-Sheikh Khalil að nafni, hefur verið útlagi frá Ísrael í tólf ár en forsvarsmenn Hamas segja að leyniþjónusta Ísraels, Mossad, hafi myrt hann. 26.9.2004 00:01
Jeanne kominn til Flórída Fellibylurinn Jeanne gekk á land á austurströnd Flórída snemma í morgun og hefur þegar valdið töluverðu tjóni. Rafmagnslínur, sem sumar eru nýviðgerðar eftir aðra fellibyli undanfarnar vikur, hafa nú enn og aftur farið í sundur og þök, og reyndar allt lauslegt, fýkur um svæðið. 26.9.2004 00:01
Íhugaði ekki afsögn Átökin í Írak skyggja á upphaf flokksþings Verkamannaflokksins í Bretlandi í dag þar sem Tony Blair forsætisráðherra er forystusauður. Að sögn fjölmiðla þar í landi er Blair mikið í mun að beina kastljósinu að innanríkismálum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi sem eiga að fara fram á næsta ári. 26.9.2004 00:01
Stuðningur við Kerry dvínar Stuðningur við John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðist fara dvínandi. Kosningastjórar hans binda nú vonir við að vel gangi í fyrstu sjónvarpskappræðum frambjóðendanna sem haldnar verða í vikunni. 26.9.2004 00:01
Kjósa gegn innflytjendum Svisslendingar hafna tillögu þess efnis að auðvelda börnum og barnabörnum innflytjenda að fá svissneskt vegabréf samkvæmt fyrstu tölum. Atkvæðagreiðsla um málið fór fram í dag og ef fer sem horfir markar það sigur hinnar hægri sinnuðu stjórnmálahreyfingar í landinu sem er mjög mótfallin fjölgun innflytjenda í landinu. 26.9.2004 00:01
Jeanne veldur talsverðu tjóni Fellibylurinn Jeanne olli talsverðu tjóni þegar hann gekk á land á austurströnd Flórída í morgun. Jeanne er þó ekki á meðal stærstu fellibylja en vindhraðinn var samt 53 metrar á sekúndu sem er fárviðri samkvæmt gömlu íslensku mælingunum. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01
Nauðlenti vegna sprengjuhótunar Farþegaflugvél gríska flugfélagsins Olympic Airlines nauðlenti á Stansted-flugvelli í London nú síðdegis eftir að hringt hafði verið í dagblað í Grikklandi og tilkynnt að sprengja væri um borð í vélinni. Tvö hundruð nítíu og þrír farþegar voru um borð ásamt tólf manna áhöfn. 26.9.2004 00:01
Tveir hafa látist á Flórída Að minnsta kosti tveir hafa látist á Flórída í dag en fellibylurinn Jeanne gekk þar á land snemma í morgun. Jeanne er fjórði fellibylurinn sem gengur yfir Flórídabúa á örfáum vikum. 26.9.2004 00:01
Enn neyðarástand á Haítí Á Haítí gætir ennþá áhrifa þess þegar Jeanne reið þar yfir. Þar hafa óeirðir og slagsmál brotist út vegna skorts á matvælum og drykkjarvatni. Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu að skjóta upp í loft til að hrekja frá múg manna sem réðst á flutningabíla fyllta neyðarbirgðum. 26.9.2004 00:01
Kemur ef hann kemur Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við fellibylinn Jeanne í fyrrinótt og gærmorgun. Hann gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pierce og Okeechobee. </font /></b /> 26.9.2004 00:01
Ísraelar teygja sig til Sýrlands Bílasprengja grandaði einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Damaskus í Sýrlandi viku eftir að Ísraelar gáfu út viðvörun um að yfirmönnum herskárra múslima yrði þar ekki vært.</ /> 26.9.2004 00:01
Fjórði fellibylurinn á sex vikum Fjórði fellibylurinn á sex vikum gerði Flórídabúum lífið leitt í dag. Fellibylurinn Jeanne lagði í rúst það sem björgunarsveitir voru enn að reyna að bæta eftir yfirreið síðasta byls. 26.9.2004 00:01
Blóðug borgarastyrjöld framundan? Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan takist ekki að semja frið í Darfur-héraði innan skamms. Hundruð þúsunda flóttamanna halda enn til í flóttamannabúðum og fleiri eru á leiðinni. 26.9.2004 00:01
Heita herferð gegn Síonistum Hefndum er heitið fyrir drápið á einum leiðtoga Hamas-samtakanna í Sýrlandi í morgun. Hamas heitir herferð gegn Síónistum um allan heim. 26.9.2004 00:01