Erlent

Setja hömlur á SMS-leiki

Kínversk stjórnvöld hafa bannað sjónvarpsstöðum að efna til leikja þar sem fólk sendir svör inn í smáskilaboðum úr farsímum nema að fengnu sérstöku leyfi. Ákvörðunin er að sögn tekin eftir að ein sjónvarpsstöð efndi til leiks sem fól í sér að fólk átti að svara því hversu margir hefðu látið lífið í gíslatökunni í Beslan í Rússlandi. Stofnunin sem hefur eftirlit með ljósvakamiðlum hefur bannað fréttastofum að efna til slíkra leikja og setur hömlur við því hvernig leiki annars konar þættir bjóða upp á. Er alveg bannað að efna til leikja sem tengjast stjórnmálum eða viðkvæmum málefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×