Erlent

S-Kóreumenn fullir efasemda

Suður-Kóreumenn trúa ekki útskýringum stjórnvalda í Norður-Kóreu um ástæður mikillar sprengingar fyrir helgi. Sprengingin olli sveppaskýi og var talið að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að fjall hafi verið sprengt til að rýma fyrir virkjun. Sunnan megin landamæranna vilja yfirvöld hins vegar fá staðfestingu á þessu og hafa skipað leyniþjónustu og ráðið sjálfstæða sérfræðinga til að kanna hvað gerðist í raun og veru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×