Erlent

Castro sigraði Ívan grimma

Forsíður beggja dagblaðanna á Kúbu í gær voru uppfullar af efni um fellibylinn Ívan grimma sem fór meðfram strönd landsins en eyðilagði ekki nærri jafnmikið og óttast hafði verið. Blöðin greina ekki frá mannlegum raunum eða eyðileggingunni sem þó varð heldur þætti Fídels Castro í hamförunum. Blöðin segja að Castro hafi sameinað þjóðina sem stóð frammi fyrir gríðarmikilli hættu. Þá finnst þeim mikið um að Castro hafi heimsótt héraðið Pinar del Rio, sem talið var í hvað mestri hættu, á sama tíma og Ívan nálgaðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×