Erlent

Hryðjuverkamyndir birtar

Myndir úr öryggismyndavélum Atocha lestarstöðvarinnar í Madrid sem varð fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum þann 11. mars hafa verið birtar opinberlega í fyrsta sinn. Myndirnar, sem eru 6 talsins, sína ringulreiðina sem átti sér stað fyrstu mínúturnar eftir árásirnar. Innanríkisráðuneyti Spánar hefur lýst yfir furðu á birtingum myndanna, enda hafi ekki staðið til að gera þær opinberar á meðan á rannsókn á hryðjuverkunum standi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×