Erlent

Blair áhyggjufullur

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum í heiminum. í viðtali við BBC segir hann að bregðast verði við breytingunum sem fyrst. Tíminn sé að renna út. Blair flytur ræðu um málið í London á morgun. Sérfræðingar telja að þar muni hann jafnvel kalla eftir aðgerðum til að minnka mengun frá flugvélum. Þeir eru hins vegar ekki sammála um það hvort hann muni koma með tillögur til að minnka hækkun hitastigs í heiminum. Talið er að á þessari öld muni yfirborð sjávar hækka um allt að 88 sentimetra. Það mun hafa áhrif á líf 100 milljóna manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×