Erlent

Batman í Buckinghamhöll

Maður íklæddur Batman-búningi stendur nú á syllu í Buckinghamhöll, þar sem öryggisverðir ræða við hann. Maðurinn er í samtökum feðra sem ekki fá að hitta börn sín og er uppátækið til þess fallið að vekja athygli á samtökunum. Ekki er vitað hvernig manninum tókst að komast í gegnum öryggisgæslu hallarinnar, sem hefur hingað til ekki verið beysin, en eins og margir muna smyglaði blaðamðaur Daily Mirror sér inn í höllina þegar Bush Bandaríikjaforseti dvaldi þar á síðasta ári og eins grínleikarinn Aaron Barschak, sem laumaði sér inn í afmælisveislu Vilhjálms Prins. Ekki hefur enn tekist að ná Batman niður af syllunni, en samningaviðræður standa sem fyrr segir yfir. Hins vegar náðu öryggisverðir í skottið á manni íklæddum búningi Robins, sem reyndi að lauma sér inn með Batman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×