Erlent

Mannát í Sambíu

Fullorðinn maður hefur verið handtekinn í Sambíu fyrir að grafa upp lík barnabarns síns, skera af því kjöttægjur og elda sér til matar. Veiðimenn komu að manni sem át það sem virtust vera kjöttægjur í kirkjugarði norður af höfuðborginni Lusaka. Við eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn hafi grafið upp lík barnabarns síns, sem lést í júlí, sauð af því bita og lagði sér til munns. Lögreglan handtók manninn þegar í stað og kann engar skýringar á framferði hans, en hann mun ekki áður hafa sýnt nein merki um sturlun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×