Erlent

Kínverskur flugræningi yfirbugaður

Kínverji sem gerði tilraun til að ræna Boeing 737 farþegaflugvél með 108 farþegum um borð, nokkru eftir flugtak frá Peking í morgun, var yfirbugaður á flugvelli í borginni Zhengzhou eftir að flugstjórinn lenti þar í skyndingu. Ræninginn gerði þá kröfu að flugvélinni yrði flogið til Suður- Kóreu en vélin var á leið frá Peking til Changsha borgar í suðurhluta landsins. Að sögn kínverska flugmálayfirvalda fannst engin hættulegur búnaður á manninum og engan farþega sakaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×