Fleiri fréttir Miklir skógareldar í Frakklandi Um þrjú þúsund hektarar af skóglendi brunnu og um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna mikilla skógarelda norður af Marseille í Frakklandi um helgina. Þrír slökkviliðsmenn slösuðust við vinnu sína þar af tveir þegar þeir fengu á sig vatn sem sleppt var úr flugvél. 25.7.2004 00:01 Sjötíu þúsund mynduðu mótmælakeðju Um sjötíu þúsund Ísraela tókust í hendur og mynduðu keðju fólks allt frá Gaza til Jerúsalem í gær. Með þessu var fólkið að mótmæla áformum Ariels Sharon forsætisráðherra um að eyðileggja nokkrar landtökubyggðir gyðinga og draga herliðið frá Gaza-svæðinu. 25.7.2004 00:01 Láta ekki undan hótunum al-Kaída Alexander Downer, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að hótanir evrópudeildar al-Kaída hryðjuverkasamtakanna um hryðjuverk í landinu verði teknar alvarlega þó stjórnvöld þar í landi ætli sér ekki að láta undan þeim. 25.7.2004 00:01 Hjálparsveitir snúa aftur Eftir nokkura daga hlé á hjálparstarfi hafa hjálparstofnanir aftur komið upp matarbirgðum í tveimur búðum fyrir súdanska flóttamenn í nágrannaríkinu Tsjad. Á svæðinu hafast fjörutíu þúsund súdanskir flóttamenn við eftir að leiðtogar búðanna hétu því að tryggja öryggi þeirra en hjálparstarfi þar var hætt í nokkra daga vegna ofbeldis. 25.7.2004 00:01 Bólusett gegn fíkniefnum? Breska ríkisstjórnin er að hugleiða róttæk áform um að bólusetja börn gegn því að ánetjast fíkniefnum þegar þau eldast, að því er breska dagblaðið The Independent on Sunday segir frá. 25.7.2004 00:01 Blair ver umbreytingu flokksins Tony Blair sætir vaxandi gagnrýni frá vinstri armi Verkamannaflokksins. Hann varði umbreytingu flokksins í ræðu um helgina og hét flokksmönnum sigri í þriðju þingkosningunum í röð. </font /></b /> 25.7.2004 00:01 Embættismanni rænt í Írak Háttsettur embættismaður frá Egyptalandi er nú í haldi írakskra skæruliða ásamt sjö öðrum gíslum. Egyptinn, Momdoh Kotb að nafni, er einn af aðalerindrekum Egypta í Írak og segjast skæruliðarnir hafa tekið hann í gíslingu vegna tilboðs Egypta um að hjálpa til við öryggismál í landinu. 24.7.2004 00:01 Bretar telja Blair óheiðarlegan Meirihluti breskra kjósenda telur Tony Blair, forsætisráðherra Breta, óheiðarlegan samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Daily Mail, segjast 59% aðspurðra telja að Blair hafi logið til um gereyðingarvopn í Írak. 24.7.2004 00:01 Brúin endurreist eftir stríðið Mostar-brúin í Bosníu og Hersegóvínu var opnuð á nýjan leik í gær við hátíðlega athöfn. Brúin, sem byggð var á 16.öld, var sprengd upp í stríðinu á Balkanskaga árið 1993 og þykir enduruppbygging hennar táknræn fyrir bætt samband múslima og Króata. 24.7.2004 00:01 Boð Bandaríkjamanna falskt Norður-Kóreumenn hafa hafnað beiðni Bandaríkjamanna um að þeir eyði öllum kjarnorkuvopnum sínum og láti af kjarnorkuáætlunum í skiptum fyrir aðstoð og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Haft er eftir talsmanni norðurkóreska utanríkisráðuneytisins að boð Bandaríkjamanna sé falskt og ekki vert umhugsunar. 24.7.2004 00:01 Fingralöng langamma 80 ára gömul langamma á Ítalíu hefur verið handtekin, grunuð um að hafa árum saman byrlað fólki lyf svo það líður út af og rænt fólkið í kjölfarið. Ítölsku lögreglunni tókst að hafa hendur í gráu hári þeirrar gömlu, Vittoriu Benetti að nafni, eftir að síðasta fórnarlamb hennar bar kennsl á hana á myndum lögreglunnar. 24.7.2004 00:01 Morðákæra á fyrrverandi forseta Luis Echeverria, fyrrverandi forseti Mexíkó, hefur verið ákærður fyrir sinn þátt í morðum á stúdentum sem áttu sér stað fyrir 33 árum. Að minnsta kosti 25 stúdentar voru drepnir í friðsamlegri mótmælagöngu um Mexíkóborg árið 1971. 24.7.2004 00:01 Þrír menn ákærðir vegna slyssins Tyrknesk yfirvöld hafa ákært þrjá menn vegna lestarslyssins sem varð 37 manns að bana á fimmtudaginn. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa valdið dauða fleiri en eins manns með því að sýna vítavert kæruleysi. 24.7.2004 00:01 Stjórnmálaleiðtogi út úr skápnum Leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins í Þýskalandi, Guido Westerwelle, kom út úr skápnum í viðtali við tímaritið Der Spiegel í dag. Westerwelle hefur tekið þátt í fjölda samkoma undanfarnar vikur þar sem hann hefur lagt áherslu á aukin réttindi samkynhneigðra para í þjóðfélaginu. 24.7.2004 00:01 Embættismanni rænt í Írak Skæruliðar í Írak tóku í dag háttsettan egypskan embættismann í gíslingu. Þetta er í fyrsta skipti sem erlendum embættismanni er rænt í Írak. 24.7.2004 00:01 Egyptar hvattir til staðfestu Forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, hvatti Egypta til þess að standa fast á sínu og virða að vettugi hótanir íraskra vígamanna sem halda egypskum sendimanni í gíslingu. 24.7.2004 00:01 Engar framfarir án öryggis Efnahagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til staðar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu. 24.7.2004 00:01 Bush ánægður með skýrsluna George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. 24.7.2004 00:01 Japanar óvissir um framsal Japanar segjast þurfa meiri tíma áður en ákvörðun verður tekin um hvort Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fishcer yfir höfði sér fangelsisvist og fjársektir vegna brots á viðskiptabanni við Júgóslavíu en árið 1992 tefldi Fischer einvígi við Boris Spasský þar í landi. 23.7.2004 00:01 Mannskætt lestarslys í Tyrklandi Að minnsta kosti fjörutíu manns fórust og sextíu slösuðust í lestarslysi í Tyrklandi í morgun. Hraðlest fór þá út af brautarteinum á milli borganna Istanbul og Ankara. Þetta er eitt versta lestarslys í sögu Tyrklands en gagnrýnendur höfðu varað við því að gamlir brautarteinar á þessari leið myndu ekki ráða við nýrri og hraðskreiðari gerðir lesta. 23.7.2004 00:01 Bretar óttast Bakkus Bretar hafa töluverðar áhyggjur af því að óhófleg áfengisneysla og vondir drykkjusiðir séu að færast í vöxt í Bretlandi. Tony Blair, forsætisráðherra landsins, segir breskt samfélag þurfa að koma í veg fyrir að fyllerí verði nýtt þjóðareinkenni Breta. 23.7.2004 00:01 Kerry lofar auknu öryggi John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur heitið því að bæta verulega úr öryggismálum í Bandaríkjunum, verði hann kjörinn forseti í haust. 23.7.2004 00:01 Jólasveinaþing í Kaupmannahöfn Hundrað og sextíu jólaveinar alls staðar að úr heiminum eru samankomnir á jólasveinaþingi í Kaupmannahöfn. Þingið er það 41. í röðinni og fer fram í skemmtigarðinum á Bakkanum svonefnda. Sveinkarnir koma m.a. frá Bandaríkjunum, Venesúela, Japan og Grænlandi. 23.7.2004 00:01 Sjálfsvíg í Japan aldrei fleiri Sjálfsvíg í Japan hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári en þá tóku tæplega 35 þúsund manns líf sitt. Tæpur helmingur, eða 45%, tóku hina örlagaríku ákvörðun vegna slæms heilsufars og ríflega fjórðungur vegna fjárhagsvandræða. Síðarnefnda ástæðan er ört vaxandi orsök sjálfsmorða í landinu. </font /> 23.7.2004 00:01 8 hæða bygging hrundi Átta hæða bygging hrundi til grunna í verslunarhverfi í miðborg Maníla, höfuðborgar Filippseyja, í morgun. Með snarræði tókst að rýma bygginguna eftir að hún fór að hallast. Húsið er einugis fimm ára gamalt og mesta mildi þykir að ekki fór verr. 23.7.2004 00:01 Arabískir málaliðar gera árásir Uppreisnarmenn í Vestur-Súdan segja að arabískir málaliðar hafi gert árásir í Darfúr-héraði með stuðningi súdönsku ríkisstjórnarinnar. Þeir segja að ríkisstjórnin í Súdan hafi veitt yfir sex þúsund málaliðum stöðu í lögreglunni og gefið þeim einkennisbúninga og vopn. 23.7.2004 00:01 ESB hættir ekki friðarviðræðum Javier Solana, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, segir að sambandið muni ekki draga sig út úr friðarviðræðum í Miðausturlöndum, hvort sem Ísrael líki það betur eða verr. Ísraelar eru æfir út í sambandið fyrir að hafa stutt ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að öryggismúr Ísraela í Palestínu skuli rifinn. 23.7.2004 00:01 Mikill óhugur í Búlgaríu Lík af tveimur Búlgörum sem rænt var í Írak eru fundin. Mikill óhugur hefur slegið um sig í Búlgaríu en hryðjuverkasamtök hafa hótað landinu árásum. 23.7.2004 00:01 Fuglaflensa í Tælandi Óttast er að fuglaflensa hafi enn á ný blossað upp í Tælandi. Grunur leikur á að tvö börn hafi smitast af flensunni sem er banvæn. Börnin koma frá Nong Khai héraði við landamæri Laos. 23.7.2004 00:01 Beiðni Khodorkovskys hafnað Rússneskir dómarar höfnuðu beiðni lögmanna milljarðamæringsins Mikhails Khodorkovskys um að ákæruatriði vegna yfirtöku hans á Yukos olíufélaginu fyrir 10 árum yrðu felld niður. Dómarar segja að fara þurfi mun betur yfir málið áður en hægt sé að láta það niður falla. Khodorkovsky hefur nú setið í fangelsi frá því í október. 23.7.2004 00:01 Kynlífsfræðsla á meðal nemenda Kynlífsfræðsla þar sem eldri nemendur kenna þeim yngri er vinsæl á meðal nemenda í Bretlandi. Skólar hafa brugðið á það ráð að láta sextán og sautján ára gamla nemendur fræða þrettán og fjórtán ára gamla nemendur um kynlíf. 23.7.2004 00:01 36 manns krömdust til dauða Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns krömdust til dauða þegar eldsneytistrukkur rann út af þjóðvegi og inn í mannmergð á markaðstorgi í Nígeríu í dag. Dekk sprakk á bílnum og rakst hann á þrjá kyrrstæða bíla áður en hann lenti á fólkinu. 23.7.2004 00:01 Á hjólabretti á þýskri hraðbraut Þýska lögreglan stöðvaði þrjátíu og átta ára gamlan Svía á hraðbraut, nokkur hundruð kílómetra suðvestur af höfuðborginni Berlín, þar sem hann var á hjólabretti. Svíinn sagðist hafa verið á ferðalagi um Balkanlöndin og að hann væri orðinn svo blankur að hann ætti bara tvær evrur eftir. 23.7.2004 00:01 Hugsanleg hryðjuverk í rannsókn Bandaríska alríkislögreglan FBI tilkynnti í dag að hún væri að rannsaka óstaðfestar upplýsingar um að fremja eigi hryðjuverk á ráðstefnu Demókrataflokksins í Boston í næstu viku. 23.7.2004 00:01 Stjórnvöld sökuð um morð Tyrknesk stjórnvöld sæta harðri gagnrýni eftir lestarslys sem kostaði 36 manns lífið í fyrrakvöld. Stjórnin er sökuð um kæruleysi fyrir að hafa ekki tekið mark á viðvörunum um að lestarkerfi landsins, sem er komið til ára sinna, réði ekki við nýju hraðlestina sem fór út af spori sínu á miklum hraða í fyrrakvöld. 23.7.2004 00:01 Ráðamenn dregnir til ábyrgðar Réttarhöld sem hafin eru yfir tveimur fyrrum ráðamönnum í gamla Austur-Þýskalandi eru talin þau síðustu þar sem ráðamenn eru dregnir til ábyrgðar vegna dauða fólks sem var skotið til bana þegar það reyndi að flýja til Vestur-Þýskalands fyrir lok Kalda stríðsins. 23.7.2004 00:01 Fangar njóti mannréttinda Tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum telja að Bandaríkin eigi aldrei að beita fanga líkamlegum misþyrmingum eða pyntingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Rúmur helmingur telur að ekki megi heldur beita fanga andlegu ofbeldi. Skoðanakönnunin tekur til nokkurra atriða þar sem Bandaríkin hafa verið sökuð um að brjóta gegn mannréttindum fanga. 23.7.2004 00:01 Eitt versta lestarslys Tyrklands Þrjátíu og sex manns fórust og áttatíu slösuðust í lestarslysi í Tyrklandi í morgun. Þetta er eitt versta lestarslys í sögu Tyrklands. 23.7.2004 00:01 Árásir í Írak Bandaríski flugherinn gerði árás á uppreisnarmenn í borginni Fallujah í Írak í morgun. Að sögn sjónarvotta særðust fimm óbreyttir borgarar í árásinni, þar á meðal börn. Þá létust tveir bandarískir hermenn í sprengingu í morgun nálægt borginni Samarra og Íraki var skotinn til bana í Mósul en hann starfaði fyrir Bandaríkjaher. 23.7.2004 00:01 Þjóðarmorð stunduð í Súdan Bandaríska þingið segir að þjóðarmorð séu stunduð í Darfúr-héraði í Súdan. Þingmenn hafa hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa til aðgerða. 23.7.2004 00:01 Vilja lög um eignarhald Hópur ítalskra stjórnmálamanna þrýstir nú á um það innan Evrópusambandsins að sett verði lög eða reglur um eignarhald á fjölmiðlum og eru þar sérstaklega að vísa til umsvifa Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu 23.7.2004 00:01 Ólíkt mataræði Norðmenn eru reglusamastir, Svíar nútímalegastir, Finnar fastheldnastir og Danir félagslyndastir samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið á matarvenjum Norðurlandabúa. 23.7.2004 00:01 Dæmdur fyrir ofsóknir Sonur Slobodans Milosevic hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi í Serbíu fyrir að hóta pólitískum andstæðingi sínum með vélsög. Óvíst er þó hvort hann sitji refsinguna nokkurn tíma af sér þar sem hann er flýði til Rússlands um það leyti sem faðir hans hrökklaðist af forsetastóli í því sem þá hét Júgóslavía. 23.7.2004 00:01 Þroskaheftur eftir þrjá áratugi Tæpum þremur áratugum eftir að Walter Bell var fyrst lokaður inni á dauðadeild í fangelsi í Texas hefur hann verið úrskurðaður þroskaheftur. Þar með aukast líkur á því að hann verði ekki tekinn af lífi. 23.7.2004 00:01 Þjóðverjar drekka mestan bjór Þjóðverjar drekka mestan bjór Evrópubúa en hver Þjóðverji drekkur að meðaltali 120 lítra af bjór árlega. Þjóðverjum tókst því að skjóta Bretum ref fyrir rass en hver Breti drekkur rétt rúmlega hundrað lítra á ári samkvæmt nýrri evrópskri markaðskönnun. 23.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Miklir skógareldar í Frakklandi Um þrjú þúsund hektarar af skóglendi brunnu og um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna mikilla skógarelda norður af Marseille í Frakklandi um helgina. Þrír slökkviliðsmenn slösuðust við vinnu sína þar af tveir þegar þeir fengu á sig vatn sem sleppt var úr flugvél. 25.7.2004 00:01
Sjötíu þúsund mynduðu mótmælakeðju Um sjötíu þúsund Ísraela tókust í hendur og mynduðu keðju fólks allt frá Gaza til Jerúsalem í gær. Með þessu var fólkið að mótmæla áformum Ariels Sharon forsætisráðherra um að eyðileggja nokkrar landtökubyggðir gyðinga og draga herliðið frá Gaza-svæðinu. 25.7.2004 00:01
Láta ekki undan hótunum al-Kaída Alexander Downer, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að hótanir evrópudeildar al-Kaída hryðjuverkasamtakanna um hryðjuverk í landinu verði teknar alvarlega þó stjórnvöld þar í landi ætli sér ekki að láta undan þeim. 25.7.2004 00:01
Hjálparsveitir snúa aftur Eftir nokkura daga hlé á hjálparstarfi hafa hjálparstofnanir aftur komið upp matarbirgðum í tveimur búðum fyrir súdanska flóttamenn í nágrannaríkinu Tsjad. Á svæðinu hafast fjörutíu þúsund súdanskir flóttamenn við eftir að leiðtogar búðanna hétu því að tryggja öryggi þeirra en hjálparstarfi þar var hætt í nokkra daga vegna ofbeldis. 25.7.2004 00:01
Bólusett gegn fíkniefnum? Breska ríkisstjórnin er að hugleiða róttæk áform um að bólusetja börn gegn því að ánetjast fíkniefnum þegar þau eldast, að því er breska dagblaðið The Independent on Sunday segir frá. 25.7.2004 00:01
Blair ver umbreytingu flokksins Tony Blair sætir vaxandi gagnrýni frá vinstri armi Verkamannaflokksins. Hann varði umbreytingu flokksins í ræðu um helgina og hét flokksmönnum sigri í þriðju þingkosningunum í röð. </font /></b /> 25.7.2004 00:01
Embættismanni rænt í Írak Háttsettur embættismaður frá Egyptalandi er nú í haldi írakskra skæruliða ásamt sjö öðrum gíslum. Egyptinn, Momdoh Kotb að nafni, er einn af aðalerindrekum Egypta í Írak og segjast skæruliðarnir hafa tekið hann í gíslingu vegna tilboðs Egypta um að hjálpa til við öryggismál í landinu. 24.7.2004 00:01
Bretar telja Blair óheiðarlegan Meirihluti breskra kjósenda telur Tony Blair, forsætisráðherra Breta, óheiðarlegan samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Í könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Daily Mail, segjast 59% aðspurðra telja að Blair hafi logið til um gereyðingarvopn í Írak. 24.7.2004 00:01
Brúin endurreist eftir stríðið Mostar-brúin í Bosníu og Hersegóvínu var opnuð á nýjan leik í gær við hátíðlega athöfn. Brúin, sem byggð var á 16.öld, var sprengd upp í stríðinu á Balkanskaga árið 1993 og þykir enduruppbygging hennar táknræn fyrir bætt samband múslima og Króata. 24.7.2004 00:01
Boð Bandaríkjamanna falskt Norður-Kóreumenn hafa hafnað beiðni Bandaríkjamanna um að þeir eyði öllum kjarnorkuvopnum sínum og láti af kjarnorkuáætlunum í skiptum fyrir aðstoð og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. Haft er eftir talsmanni norðurkóreska utanríkisráðuneytisins að boð Bandaríkjamanna sé falskt og ekki vert umhugsunar. 24.7.2004 00:01
Fingralöng langamma 80 ára gömul langamma á Ítalíu hefur verið handtekin, grunuð um að hafa árum saman byrlað fólki lyf svo það líður út af og rænt fólkið í kjölfarið. Ítölsku lögreglunni tókst að hafa hendur í gráu hári þeirrar gömlu, Vittoriu Benetti að nafni, eftir að síðasta fórnarlamb hennar bar kennsl á hana á myndum lögreglunnar. 24.7.2004 00:01
Morðákæra á fyrrverandi forseta Luis Echeverria, fyrrverandi forseti Mexíkó, hefur verið ákærður fyrir sinn þátt í morðum á stúdentum sem áttu sér stað fyrir 33 árum. Að minnsta kosti 25 stúdentar voru drepnir í friðsamlegri mótmælagöngu um Mexíkóborg árið 1971. 24.7.2004 00:01
Þrír menn ákærðir vegna slyssins Tyrknesk yfirvöld hafa ákært þrjá menn vegna lestarslyssins sem varð 37 manns að bana á fimmtudaginn. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa valdið dauða fleiri en eins manns með því að sýna vítavert kæruleysi. 24.7.2004 00:01
Stjórnmálaleiðtogi út úr skápnum Leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins í Þýskalandi, Guido Westerwelle, kom út úr skápnum í viðtali við tímaritið Der Spiegel í dag. Westerwelle hefur tekið þátt í fjölda samkoma undanfarnar vikur þar sem hann hefur lagt áherslu á aukin réttindi samkynhneigðra para í þjóðfélaginu. 24.7.2004 00:01
Embættismanni rænt í Írak Skæruliðar í Írak tóku í dag háttsettan egypskan embættismann í gíslingu. Þetta er í fyrsta skipti sem erlendum embættismanni er rænt í Írak. 24.7.2004 00:01
Egyptar hvattir til staðfestu Forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, hvatti Egypta til þess að standa fast á sínu og virða að vettugi hótanir íraskra vígamanna sem halda egypskum sendimanni í gíslingu. 24.7.2004 00:01
Engar framfarir án öryggis Efnahagslíf Íraka hefur ekki enn tekið við sér, fimmtán mánuðum eftir fall Saddams Hussein. Áhugi erlendra fjárfesta er til staðar en þeir halda að sér höndum vegna óaldar sem ríkir í landinu. 24.7.2004 00:01
Bush ánægður með skýrsluna George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. 24.7.2004 00:01
Japanar óvissir um framsal Japanar segjast þurfa meiri tíma áður en ákvörðun verður tekin um hvort Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fishcer yfir höfði sér fangelsisvist og fjársektir vegna brots á viðskiptabanni við Júgóslavíu en árið 1992 tefldi Fischer einvígi við Boris Spasský þar í landi. 23.7.2004 00:01
Mannskætt lestarslys í Tyrklandi Að minnsta kosti fjörutíu manns fórust og sextíu slösuðust í lestarslysi í Tyrklandi í morgun. Hraðlest fór þá út af brautarteinum á milli borganna Istanbul og Ankara. Þetta er eitt versta lestarslys í sögu Tyrklands en gagnrýnendur höfðu varað við því að gamlir brautarteinar á þessari leið myndu ekki ráða við nýrri og hraðskreiðari gerðir lesta. 23.7.2004 00:01
Bretar óttast Bakkus Bretar hafa töluverðar áhyggjur af því að óhófleg áfengisneysla og vondir drykkjusiðir séu að færast í vöxt í Bretlandi. Tony Blair, forsætisráðherra landsins, segir breskt samfélag þurfa að koma í veg fyrir að fyllerí verði nýtt þjóðareinkenni Breta. 23.7.2004 00:01
Kerry lofar auknu öryggi John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur heitið því að bæta verulega úr öryggismálum í Bandaríkjunum, verði hann kjörinn forseti í haust. 23.7.2004 00:01
Jólasveinaþing í Kaupmannahöfn Hundrað og sextíu jólaveinar alls staðar að úr heiminum eru samankomnir á jólasveinaþingi í Kaupmannahöfn. Þingið er það 41. í röðinni og fer fram í skemmtigarðinum á Bakkanum svonefnda. Sveinkarnir koma m.a. frá Bandaríkjunum, Venesúela, Japan og Grænlandi. 23.7.2004 00:01
Sjálfsvíg í Japan aldrei fleiri Sjálfsvíg í Japan hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári en þá tóku tæplega 35 þúsund manns líf sitt. Tæpur helmingur, eða 45%, tóku hina örlagaríku ákvörðun vegna slæms heilsufars og ríflega fjórðungur vegna fjárhagsvandræða. Síðarnefnda ástæðan er ört vaxandi orsök sjálfsmorða í landinu. </font /> 23.7.2004 00:01
8 hæða bygging hrundi Átta hæða bygging hrundi til grunna í verslunarhverfi í miðborg Maníla, höfuðborgar Filippseyja, í morgun. Með snarræði tókst að rýma bygginguna eftir að hún fór að hallast. Húsið er einugis fimm ára gamalt og mesta mildi þykir að ekki fór verr. 23.7.2004 00:01
Arabískir málaliðar gera árásir Uppreisnarmenn í Vestur-Súdan segja að arabískir málaliðar hafi gert árásir í Darfúr-héraði með stuðningi súdönsku ríkisstjórnarinnar. Þeir segja að ríkisstjórnin í Súdan hafi veitt yfir sex þúsund málaliðum stöðu í lögreglunni og gefið þeim einkennisbúninga og vopn. 23.7.2004 00:01
ESB hættir ekki friðarviðræðum Javier Solana, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, segir að sambandið muni ekki draga sig út úr friðarviðræðum í Miðausturlöndum, hvort sem Ísrael líki það betur eða verr. Ísraelar eru æfir út í sambandið fyrir að hafa stutt ályktun á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að öryggismúr Ísraela í Palestínu skuli rifinn. 23.7.2004 00:01
Mikill óhugur í Búlgaríu Lík af tveimur Búlgörum sem rænt var í Írak eru fundin. Mikill óhugur hefur slegið um sig í Búlgaríu en hryðjuverkasamtök hafa hótað landinu árásum. 23.7.2004 00:01
Fuglaflensa í Tælandi Óttast er að fuglaflensa hafi enn á ný blossað upp í Tælandi. Grunur leikur á að tvö börn hafi smitast af flensunni sem er banvæn. Börnin koma frá Nong Khai héraði við landamæri Laos. 23.7.2004 00:01
Beiðni Khodorkovskys hafnað Rússneskir dómarar höfnuðu beiðni lögmanna milljarðamæringsins Mikhails Khodorkovskys um að ákæruatriði vegna yfirtöku hans á Yukos olíufélaginu fyrir 10 árum yrðu felld niður. Dómarar segja að fara þurfi mun betur yfir málið áður en hægt sé að láta það niður falla. Khodorkovsky hefur nú setið í fangelsi frá því í október. 23.7.2004 00:01
Kynlífsfræðsla á meðal nemenda Kynlífsfræðsla þar sem eldri nemendur kenna þeim yngri er vinsæl á meðal nemenda í Bretlandi. Skólar hafa brugðið á það ráð að láta sextán og sautján ára gamla nemendur fræða þrettán og fjórtán ára gamla nemendur um kynlíf. 23.7.2004 00:01
36 manns krömdust til dauða Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns krömdust til dauða þegar eldsneytistrukkur rann út af þjóðvegi og inn í mannmergð á markaðstorgi í Nígeríu í dag. Dekk sprakk á bílnum og rakst hann á þrjá kyrrstæða bíla áður en hann lenti á fólkinu. 23.7.2004 00:01
Á hjólabretti á þýskri hraðbraut Þýska lögreglan stöðvaði þrjátíu og átta ára gamlan Svía á hraðbraut, nokkur hundruð kílómetra suðvestur af höfuðborginni Berlín, þar sem hann var á hjólabretti. Svíinn sagðist hafa verið á ferðalagi um Balkanlöndin og að hann væri orðinn svo blankur að hann ætti bara tvær evrur eftir. 23.7.2004 00:01
Hugsanleg hryðjuverk í rannsókn Bandaríska alríkislögreglan FBI tilkynnti í dag að hún væri að rannsaka óstaðfestar upplýsingar um að fremja eigi hryðjuverk á ráðstefnu Demókrataflokksins í Boston í næstu viku. 23.7.2004 00:01
Stjórnvöld sökuð um morð Tyrknesk stjórnvöld sæta harðri gagnrýni eftir lestarslys sem kostaði 36 manns lífið í fyrrakvöld. Stjórnin er sökuð um kæruleysi fyrir að hafa ekki tekið mark á viðvörunum um að lestarkerfi landsins, sem er komið til ára sinna, réði ekki við nýju hraðlestina sem fór út af spori sínu á miklum hraða í fyrrakvöld. 23.7.2004 00:01
Ráðamenn dregnir til ábyrgðar Réttarhöld sem hafin eru yfir tveimur fyrrum ráðamönnum í gamla Austur-Þýskalandi eru talin þau síðustu þar sem ráðamenn eru dregnir til ábyrgðar vegna dauða fólks sem var skotið til bana þegar það reyndi að flýja til Vestur-Þýskalands fyrir lok Kalda stríðsins. 23.7.2004 00:01
Fangar njóti mannréttinda Tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum telja að Bandaríkin eigi aldrei að beita fanga líkamlegum misþyrmingum eða pyntingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Rúmur helmingur telur að ekki megi heldur beita fanga andlegu ofbeldi. Skoðanakönnunin tekur til nokkurra atriða þar sem Bandaríkin hafa verið sökuð um að brjóta gegn mannréttindum fanga. 23.7.2004 00:01
Eitt versta lestarslys Tyrklands Þrjátíu og sex manns fórust og áttatíu slösuðust í lestarslysi í Tyrklandi í morgun. Þetta er eitt versta lestarslys í sögu Tyrklands. 23.7.2004 00:01
Árásir í Írak Bandaríski flugherinn gerði árás á uppreisnarmenn í borginni Fallujah í Írak í morgun. Að sögn sjónarvotta særðust fimm óbreyttir borgarar í árásinni, þar á meðal börn. Þá létust tveir bandarískir hermenn í sprengingu í morgun nálægt borginni Samarra og Íraki var skotinn til bana í Mósul en hann starfaði fyrir Bandaríkjaher. 23.7.2004 00:01
Þjóðarmorð stunduð í Súdan Bandaríska þingið segir að þjóðarmorð séu stunduð í Darfúr-héraði í Súdan. Þingmenn hafa hvatt alþjóðasamfélagið til að grípa til aðgerða. 23.7.2004 00:01
Vilja lög um eignarhald Hópur ítalskra stjórnmálamanna þrýstir nú á um það innan Evrópusambandsins að sett verði lög eða reglur um eignarhald á fjölmiðlum og eru þar sérstaklega að vísa til umsvifa Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu 23.7.2004 00:01
Ólíkt mataræði Norðmenn eru reglusamastir, Svíar nútímalegastir, Finnar fastheldnastir og Danir félagslyndastir samkvæmt nýrri könnun sem gerð hefur verið á matarvenjum Norðurlandabúa. 23.7.2004 00:01
Dæmdur fyrir ofsóknir Sonur Slobodans Milosevic hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi í Serbíu fyrir að hóta pólitískum andstæðingi sínum með vélsög. Óvíst er þó hvort hann sitji refsinguna nokkurn tíma af sér þar sem hann er flýði til Rússlands um það leyti sem faðir hans hrökklaðist af forsetastóli í því sem þá hét Júgóslavía. 23.7.2004 00:01
Þroskaheftur eftir þrjá áratugi Tæpum þremur áratugum eftir að Walter Bell var fyrst lokaður inni á dauðadeild í fangelsi í Texas hefur hann verið úrskurðaður þroskaheftur. Þar með aukast líkur á því að hann verði ekki tekinn af lífi. 23.7.2004 00:01
Þjóðverjar drekka mestan bjór Þjóðverjar drekka mestan bjór Evrópubúa en hver Þjóðverji drekkur að meðaltali 120 lítra af bjór árlega. Þjóðverjum tókst því að skjóta Bretum ref fyrir rass en hver Breti drekkur rétt rúmlega hundrað lítra á ári samkvæmt nýrri evrópskri markaðskönnun. 23.7.2004 00:01