Fleiri fréttir

Vafasamar upplýsingar um vopnaeign

Ástralska leyniþjónustan treysti á litlar og vafasamar upplýsingar í mati sínu á hættu af gereyðingavopnaeign Íraka. Þetta er niðurstaða óháðrar rannsóknarnefndar sem kynnt var í morgun og er hún sú sama og í sams konar skýrslum um upplýsingar sem stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum studdust við í aðdraganda stríðsins í Írak.

Börn getin til varahluta?

Yfirvöld í Bretlandi ætla að slaka á reglum varðandi það að fólki verði leyft að geta börn í þeirri von að líkamsvefir úr fóstrinu geti hjálpað veiku systkini. Hingað til hefur aðeins verið leyfilegt að skoða fósturvísa til að athuga hvort um erfðagalla sé að ræða hjá fóstrinu.

25 féllu og 31 særðist

Bandaríski herinn felldi 25 írakska uppreisnarmenn í hörðum bardögum í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í gærkvöld. Sautján Írakar og fjórtán bandarískir hermenn eru sárir eftir bardagana sem stóðu yfir í nokkrar klukkustundir.

Bretar samþykkja stjórnarskrá ESB

Evrópumálaráðherra Bretlands, dr. Denis MacShane, er þess fullviss að Bretar samþykki stjórnarskrá Evrópusambandsins þegar hún verður lögð fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

16 létust í sprengingu í Jemen

Sextán manns létust í sprengingu í Jemen í morgun þegar eldur kom upp í búð sem selur sprengiefni og byssupúður. Efnið var geymt í kjallara á fjögurra hæða íbúðarblokk sem jafnaðist við jörðu í sprengingunni.

Með byssukúlu í höfðinu í 8 ár

Þrettán ára gömul stúlka frá Afganistan, sem hefur verið með byssukúlu í höfðinu í átta ár, er komin til Japans til að fara í skurðaðgerð. Fatema Safar var skotin í höfuðið í skotárás, stuttu eftir að talíbanar náðu völdum í Afganistan, en faðir hennar lést í árásinni. Safar missti sjón á vinstra auga og þjáist af slæmum höfuðverkjum.

Ísraelsmenn treysta ekki ESB

Ísraelsmenn segjast ekki geta treyst Evrópusambandinu í friðarferlinu í Miðausturlöndum eftir að sambandið studdi ályktun gegn Ísrael á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Ísrael funduðu með Javier Solana, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, í morgun.

Gíslar grátbiðja um miskunn

Sjö gíslar eru enn í haldi mannræningja í Írak. Myndband með gíslunum sýnir þá grátbiðja mannræningjana um að sýna sér miskunn.

Barroso kosinn forseti ESB

Fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, hinn 48 ára gamli Jose Manuel Duraou Barroso, verður næsti forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Barroso vann meirihluta atkvæða á þingi Evrópusambandsins í Strassborg í morgun. Barroso tekur við af Romano Prodí frá Ítalíu.

400 látnir í flóðum á Indlandi

Hátt í 400 manns hafa látið lífið í miklum flóðum í héraðinu Hihar á Indlandi síðustu daga. Óttast er að kólerufaraldur kunni að brjótast út í kjölfarið. Herinn er í viðbragðsstöðu í borginni Gauhati í Assam-héraði en þar hafa ár flætt yfir bakka sína. Óttast er að flytja þurfi yfir tvær milljónir borgarbúa á brott.

Skýrsla um 11. sept. gerð opinber

Bandarískum stjórnvöldum og leyniþjónustum mistókst árum saman að gera sér grein fyrir umfangi þeirrar ógnar sem stafaði af íslömskum öfgamönnum, og þau þjáðust af sameiginlegum skorti á ímyndunarafli. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vestan hafs sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001.

Bann gegn ruslpósti virkar

Bann á ruslpósti í Ástralíu virðist bera árangur en yfirvöld bönnuðu ruslpóst fyrir þremur mánuðum síðan. Mörg netfyrirtæki hafa látið af óumbeðnum ruslpóstsendingum, sérstaklega hefur póstur sem inniheldur hvers kyns klám snarminnkað

Herinn vill aukafjárveitingu

Bandaríska varnarmálaráðuneytið þarf aukafjárveitingar í september að andvirði um 873 milljarða króna til að standa straum af kostnaði vegna veru hersins í Írak og Afganistan.Það er þrisvar sinnum meira en yfirmenn hersins gerðu ráð fyrir í apríl síðastliðnum.

Serbar leita stríðsglæpamanns

Yfirvöld í Serbíu-Svartfjallalandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur meints stríðsglæpamanns sem flúði fyrir viku síðan.

Solana gagnrýnir Ísrael

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í heimsókn sinni til Ísrael í gær að aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum bryti í bága við alþjóðalög. Solana fullyrti þetta á blaðamannafundi sem hann og Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sátu báðir

Súdanir gagnrýna Vesturlönd

Utanríkisráðherra Súdan segir afskipti Bandaríkjanna og Bretlands af ógnaröldinni í Darfur-héraði vera óeðlileg og minna um margt á framkomu þeirra gagnvart Írak áður en ráðist var inn í landið.

Milljón Rúmena meinað að ferðast

Tæplega milljón Rúmenum hefur verið meinað að yfirgefa landið það sem af er árinu. Flesta skortir fé til ferðalaga vegna reglna ESB.

Hundrað tilfelli pyntinga

Bandarískir hermenn hafa gerst sekir um að misþyrma föngum í Írak og Afganistan í að minnsta kosti 94 tilfellum síðan haustið 2001. Þetta eru niðurstöður rannsóknar bandaríska hersins sem var gerð eftir að upp komst um stórfelldar misþyrmingar á föngum í Írak í vor.

Myrkrahöfðinginn til Brussel

Maðurinn sem eitt sinn var nefndur myrkrahöfðinginn vegna áhrifa sinna í breskum stjórnmálum kann að vera á leiðinni til Brussel til starfa hjá Evrópusambandinu.

Stoppuðu flugræningja og slepptu

Fjórir flugræningjar voru stöðvaðir á flugvellinum skömmu áður en þeir flugu farþegavél á bandaríska varnarmálaráðuneytið. Þeim var hleypt í gegn og þannig fór síðasti möguleikinn til að stöðva þá út um þúfur. Stjórnvöld vanmátu hættuna sem stafaði af al-Kaída og gátu því ekki varist henni.

Kveðst sleppa stjórn öryggissveita

Jasser Arafat, Palestínuforseti, er sagður hafa lofað því að veita ríkisstjórn Ahmed Qureia forsætisráðherra aukin völd, þess á meðal full yfirráð yfir öryggissveitum Palestínumanna. Þetta sagði palestínski þingmaðurinn Imad Falloyuji eftir að Arafat ræddi við þingmenn. Fallouji sagði Qureia hafa lofað að skoða tilboð Arafats.

Flugræningjarnir stoppaðir 11.9.

Myndir úr eftirlitsmyndavélum á Dulles-flugvelli í Washington sýna að flugræningjarnir sem grönduðu flugvélunum þann 11. september 2001 voru teknir til hliðar við málmleitarhliðin en var síðan leyft að halda áfram, án frekari athugunar.

Tsjernóbil verður ferðamannastaður

Úkraínumenn reyna nú að lappa upp á ferðamannaiðnaðinn í landinu og hafa brugðið á það ráð að breyta Tsjernóbil-kjarnorkuverinu í ferðamannastað. Átján ár eru liðin frá því að kjarnorkuslys varð í Tsjernóbil en verinu var ekki lokað fyrr en árið 2000. Geislavirkni í verinu er 200 sinnum hærri en leyfilegt er en ferðamenn geta gist í verinu í nokkra daga án þess að veikjast.

Á annað hundrað létust

Á annað hundrað manns létu lífið þegar háhraðalest fór út af spori sínu á leiðinni milli Istanbúl og Ankara. Yfirvöld sögðu að 139 manns hefðu látið lífið og 57 til viðbótar hefðu særst en 243 voru um borð í lestinni.

Ísraelsmenn hunsa ályktun Sþ

Ísraelsmenn ætla að halda framkvæmdum áfram við öryggismúr á Vesturbakkanum, þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi samþykkt ályktun í gærkvöldi þar sem þess er krafist að hann verði rifinn niður. Raanan Gissin, einn af ráðgjöfum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, segir það vera rétt Ísraelsmanna að verja sig gegn Palestínumönnum.

Háir bílaskattar úreltir

Háir bílaskattar í Danmörku eru úrelt fyrirbæri segir skattasérfræðingurinn Flemming Lind Johansen í samtali við dagblaðið Politiken í dag. Hann bendir á að sum ákvæði laga þessa efnis hafi staðið óbreytt frá 1924 og því sé löngu orðið tímabært að endurskoða þau.

Tveir al-Kaída menn drepnir

Tveir menn, grunaðir um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Kaída, féllu í skotbardaga í Ríad í Sádi-Arabíu í nótt. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti landsins segir að þrír aðrir grunaðir hryðjuverkamenn hafi særst en setið var um heimili Saleh al-Awfi sem er talinn leiðtogi samtakanna í Sádi-Arabíu. 

Baðstrendur í París

Íbúar og ferðamenn í París geta næstu vikurnar skellt sér á baðströnd í borginni því í dag opna þrjár baðstrendur á þriggja og hálfs kílómetra löngu svæði á Signubökkum. Þetta er þriðja sumarið í röð sem settar eru upp strendur í borginni en þær verða opnar næstu sex vikurnar.

Geta pissað á matinn sinn

Svangir hermenn með takmarkaðar vatnsbirgðir og einungis þurrmat í farteskinu geta bráðum farið að nota óhreint vatn eða jafnvel þvag til koma í veg fyrir vatnsskort. Bandaríski herinn hefur framleitt sérstakan poka með þurrmat sem er með síu á endanum. Sía þessi nær að sía 99% af bakteríum úr vökvanum, hvort sem um ræðir óhreint vatn eða þvag.

Japan og S-Kórea lofa aðstoð

Japan og Suður-Kórea ætla að leggja stjórnvöldum í Norður-Kóreu lið í efnahagsmálum, þegar og ef kjarnorkudeila landanna leysist. Þetta kom fram á blaðamannfundi Junichiro Koizumis, forsætisráðherra Japans, og Roh Moo-hyuns, forseta Suður Kóreu, í morgun.

Ísraelum gert að rífa múrinn

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um að Ísraelum beri að rífa niður múrinn sem þeir eru að reisa við Vesturbakkann. Stjórnvöld í Ísrael mótmæla ályktuninni og ætla að halda áfram að reisa múrinn.

Al-Kaída hótar Evrópuþjóðum

Hryðjuverkamenn úr röðum al-Kaída, sem starfa í Evrópu og fara þar huldu höfði, hafa hótað Búlgaríu og Póllandi árásum, dragi ríkin ekki herlið sitt frá Írak.

4 látnir í bílasprengju

Fjórir hið minnsta létust þegar öflug bílasprengja sprakk í suðurhluta Bagdad fyrir stundu. Að minnsta kosti þrír bílar skemmdust í sprengingunni en ekki er vitað hvort um sjálfsmorðsárás var að ræða. 

Hótað að sprengja Eiffelturninn

Eiffelturninn í París var rýmdur nú fyrir stundu eftir að hótað var að sprengja sprengju í turninum. Lögregla rannsakar málið en telur að um gabb hafi verið að ræða.

Al-Zarqawi ber af sér sakir

Óvissa ríkir nú um hvort það hryðjuverkaforinginn Abu Musab al-Zarqawi hafi í raun staðið fyrir því að setja fé til höfuð Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks.

Heita aðstoð við Norður-Kóreu

Um leið og kjarnorkudeilunni á Kóreuskaga lýkur munu Japan og Suður-Kórea hefjast handa við að hrinda í framkvæmd samstarfsverkefnum við Norður-Kóreu auk þess að veita efnahagsaðstoð.

Bandarísk þyrla skotin niður

Þrír bandarískir hermenn létust þegar þyrla sem þeir voru í var skotin niður yfir borginni Ramadí í vesturhluta Íraks í dag. Þetta er haft eftir lögreglunni þar í borg og eru írakskir skæruliðar sagðir hafa verið þarna að verki.

Arafat sagður bera mesta ábyrgð

Jasser Arafat, forseti Palestínu, sætir harðari gagnrýni þessa dagana en hann er vanur. Palestínuþing ályktaði gegn honum og enn bólar ekkert á lausn á deilunni um yfirstjórn öryggismála.

6 útlendingum rænt í Írak

Írakskir uppreisnarmenn rændu sex erlendum ríkisborgurum í dag. Þeir hafa hótað að taka mennina af lífi en þeir eru frá Indlandi, Keníu og Kúveit og vinna fyrir kúveiskt verktakafyrirtæki. Mannræningjarnir krefjast þess að fyrirtækið hætti starfsemi í Írak.

Hunsa vilja Sameinuðu þjóðanna

Ísraelar hyggjast í engu fara eftir óskum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Allsherjarþingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða ályktun þar sem þrýst er á Ísraela að virða úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag um að hætta framkvæmdum við vegginn sem þeir eru að reisa milli sín og Palestínumanna, á palestínsku landsvæði.

Cruz hitti fjölskyldu sína

Angelo de la Cruz, filippseyski gíslinn sem mannræningjar í Írak létu lausan í gær eftir að hafa haldið honum í tvær vikur, hitti fjölskyldu sína í dag. Kona og bróðir Angelos komu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna með flugi frá Jórdaníu og það var tilfinningarík stund þegar Angelo og kona hans hittust.

Ný kenning um svarthol

Eðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn Stephen Hawking hefur sett fram nýja kenningu um svarthol.

Niðurskurður í breska hernum

Bresk yfirvöld hafa tilkynnt að fjárveitingar til hersins verði skornar niður og hermönnum fækkað í hagræðingarskyni.

Þýskir sóðar í Tékklandi

Tékkneska lögreglan ætlar að leita af handahófi í þýskum bifreiðum við landamæri Tékklands til að sporna við því að þeir fleygi rusli meðfram tékkneskum þjóðvegum.

Blair tíu ár í embætti

Tony Blair stóð í ströngu í gær, á tíu ára setuafmæli sínu sem forsætisráðherra Bretlands, við að verja framgang ríkisstjórnar sinnar á innlendum vettvangi sem og í Írak.

Sjá næstu 50 fréttir