Erlent

Vilja lög um eignarhald

Hópur ítalskra stjórnmálamanna þrýstir nú á um það innan Evrópusambandsins að sett verði lög eða reglur um eignarhald á fjölmiðlum og eru þar sérstaklega að vísa til umsvifa Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, en hann á sem kunnugt er meirihluta allra fjölmiðla á Ítalíu og víðar. Slíkar kröfur hafa áður heyrst innan sambandsins en verið vísað frá á lögfræðilegum forsendum. Ítalirnir benda á að vandamálið sé ekki einskorðað við Ítalíu heldur sé eignarhald víða í Evrópu að falla í sama far og safnast á fárra manna hendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×