Fleiri fréttir Saddam í umsjá Íraka í dag Lyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak hefur tilkynnt að Saddam Hussein verði afhentur íröskum yfirvöldum í dag, ásamt ellefu liðsmönnum úr stjórn hans og munu þau hafa hann í sinni umsjá fram að réttarhöldum. 30.6.2004 00:01 Barroso skipaður forseti Jose Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgal hefur verið skipaður forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann var tilnefndur af leiðtogum Evrópusambandsríkjanna en forseti framkvæmdastjórnar er æðsta Evrópusambandsins. 30.6.2004 00:01 Hlébarðar hræða Indverja Yfirvöld í Bombay í Indlandi hafa skorið upp herör gegn mannskæðum hlébörðum sem undanfarnar vikur hafa ráðist á fólk í borginni. Það sem af er þessu ári hafa þeir orðið rúmlega 30 manns að bana og í júní drápu þeir tólf. 30.6.2004 00:01 Neyðarástand í Súdan Neyðarástand ríkir í Súdan, þar sem þjóðernishreinsanir og þurrkur stofna lífi ríflega milljónar manna í hættu. Alþjóðasamfélagið og hjálparsamtök eru til reiðu, en stjórnvöld í Súdan koma í veg fyrir starf þeirra. 30.6.2004 00:01 Þrýst á Kerry Þrýstingurinn á John Kerry vex nú að svipta hulunni af dómsskjölum sem fjalla um skilnað hans við fyrri eiginkonu sína, en hann segir að það komi ekki til greina. Skilnaðurinn tilheyri fortíðinni og komi engum við. Auk þess séu þau eiginkonan fyrrverandi nánir og góðir vinir, og mjög stolt af sameiginlegum börnum sínum. 30.6.2004 00:01 Gíslum sleppt í Írak Þrír tyrkneskir gíslar, sem hlutu í gær frelsi í Írak, eru nú komnir í faðma fjölskyldna sinna. Fréttastöðin al-Jazeera greindi frá því í gær, að mönnunum hefði verið sleppt þar sem mannræningjarnir vildu ekki drepa múslímabræður sína. 30.6.2004 00:01 Umferðarteppa vegna verkfalls Milljónir Lundúnabúa komast seint til vinnu í dag. Stjórnendur neðanjarðarlesta eru í verkfalli og því stendur allt fast. Strætisvögnum hefur að vísu verið fjölgað stórlega, en engu að síður er búist við umferðarteppum, seinkunum og bið um alla borg í dag. 30.6.2004 00:01 Saddam afhentur Írökum Saddam Hússein fyrrverandi einræðisherra í Írak var í morgun færður í hendur nýjum írökskum yfirvöldum. Mega hann og nokkrir æðstu samstarfsmenn hans búast við réttarhöldum von bráðar. 30.6.2004 00:01 Sprengja til að mótmæla kosningum Á þriðja tug slasaðist í tveimur öflugum sprengingum í borginni Jalalabad í Afganistan í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver týndi lífi. Íslamskir öfgamenn hafa heitið því að koma í veg fyrir frjálsar kosningar sem fram eiga að fara í september, og hafa þeir staðið fyrir fjölda hryðjuverkaárása í þeim tilgangi. Síðast í gær drápu Talíbanar sextán manns eftir að í ljós kom að fólkið hafði skráð sig sem kjósendur. 30.6.2004 00:01 Árás á bílalest í Afganistan Talibanskir skæruliðar gerðu árás á bílalest um 80 kílómetra frá borginni Kandahar í suðurhluta Afganistan um miðjan dag í gær. Verið var að flytja matarbyrgðir frá Pakistan til bandaríska herliðsins í Afganistan. Skæruliðarnir brenndu fjóra vörubíla og rændu 12 afgönskum bílstjórum og verkamönnum. 30.6.2004 00:01 Nafn komið á nýju Potter bókina J.K. Rowling, höfundur hinna vinsælu bóka um Harry Potter, hefur gefið upp nafnið á næstu bók um galdradrenginn sem verður sú sjötta í röðinni. Nýja bókin mun heita "Harry Potter and the Half Blood Prince". Þetta tilkynnti Rowling á heimasíðu sinni, hún sagði þó ekkert um hvenær bókin væri væntanleg. 30.6.2004 00:01 Tyrkland eigi heima í ESB Bandaríkin líta svo á, að Tyrkland sé Evrópuríki sem eigi heima í Evrópusambandinu. Þetta sagði Bush Bandaríkjaforseti í Istanbúl í gær og endurtók þar með boðskap sem kom illa við kauninn á mörgum leiðtogum Evrópuríkja. 30.6.2004 00:01 Múrinn ólöglegur Hæstiréttur í Ísrael hefur skipað fyrir um að hluti öryggismúrs Ísraela sé ólöglegur og breyta verði staðsetningu hans að hluta, þar sem hann skilji þúsundir palestínskra bænda frá landsvæðum sínum. 30.6.2004 00:01 Framseldur til Ítalíu Dómstóll í París féllst í dag á að fyrrverandi liðsmaður Rauðu hersveitanna, yrði framseldur til Ítalíu, þar sem hann var dæmdur fyrir morð á sjöunda áratug síðustu aldar. Cesare Battisti hefur búið, fyrir opnum tjöldum, í París, síðan 1990, eftir að hann afneitaði hryðjuverkum. Nokkrir tugir ítalskra morðingja fluttu til Frakklands, eftir að Francois Mitterand, forsætisráðherra sósíalistastjórnarinnar þar, bauð þeim hæli. 30.6.2004 00:01 Bremer dauðfeginn Paul Bremer, fyrrverandi landstjóri í Írak, kveðst vera dauðfeginn að vera kominn aftur heim til Bandaríkjanna. Bremer talaði við fréttamenn, í dag, á flötum Hvíta hússins, og sagði að hann harmaði að ekki skyldi hafa tekist betur að koma á friði í landinu, áður en hann lét af embætti. 30.6.2004 00:01 60 reknir úr starfi í Bosníu Sextíu háttsettir embættismenn voru reknir úr starfi í Bosníu í dag, fyrir að framselja ekki Radovan Karadits, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba. Karadits er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, Breska, stýrir málum í Bosníu, fyrir vesturveldin. Það var hann sem tak embættismennina sextíu. 30.6.2004 00:01 Fleiri voðaverk í Belgíu Franskur skógarvörður hefur viðurkennt hafa hafa myrt sex kornungar stúlkur, og er grunaður um að hafa myrt þrjár til viðbótar. Morðin voru framin í Frakklandi og Belgíu. Í Belgíu eru menn skelfingu lostnir yfir þeim möguleika að þarna sé í uppsiglingu annað mál í líkingu við mál nauðgarans og barnamorðingjans Marks Dutroux, sem nýlega var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ódæðisverk sín. 30.6.2004 00:01 Múrinn að hluta ólöglegur Allir hrósa sigri eftir að hæstiréttur Ísraels skipaði svo fyrir að hluti af öryggismúr Ísraelsmanna yrði fluttur. Dómararnir sögðu réttmætt að reisa varnarmúr en að gæta yrði hófs, ekki mætti brjóta gróflega á Palestínumönnum. 30.6.2004 00:01 Milljónir ganga til vinnu Milljónir Lundúnabúa héldu á tveimur jafnfljótum til vinnu í dag, þar sem starfsmenn neðanjarðarlestarkerfis borgarinnar voru í sólarhrings- verkfalli. Yfirvöld hvöttu fólk til að vera heima, en í það minnsta þrjár milljónir gerðu samt tilraun til að komast leiðar sinnar. 30.6.2004 00:01 Saddam afhentur Írökum Eftir flótta og felur í holum, fangelsisvist hjá Bandaríkjaher og yfirheyrslur, er Saddam Hússein á ábyrgð landa sinna, sem hyggjast ákæra hann á morgun. Óbreyttum Írökum virðist þó standa á sama og vilja frekar að tekist sé á við vanda samtíðar en fortíðar. 30.6.2004 00:01 Harmleikur í Súdan Mesti harmleikur frá vargöldinni í Rúanda er yfirvofandi í Súdan. Milljón manna er á flótta undan blóðþyrstum skæruliðum og komið er í veg fyrir starf hjálparsamtaka. Í dag létu þungavigtarmenn þó til sín taka og beittu stjórnvöld í Kartúm enn meiri þrýstingi. 30.6.2004 00:01 Edwards vinælasta varaforsetaefnið Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. 30.6.2004 00:01 Víða barist í Tsjetsjeníu Árásir og sprenging í námu kostuðu sex rússneska hermenn lífið og særðu tólf í Tsjetsjeníu í gær. Rannsókn sprengingar fyrir utan kaffihús í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, á sunnudag stendur enn yfir en hún kostaði einn lífið og særði fimm. 29.6.2004 00:01 Óvænt valdaafsal Bráðabirgðastjórn tók við óvænt við völdum í Írak í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað hafði verið. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, afhenti nýjum stjórnvöldum skjöl um valdaafsalið í lítilli athöfn í höfuðstöðvum hernámsliðsins í gærmorgun. Um tveimur klukkustundum síðar yfirgaf Bremer Írak. 29.6.2004 00:01 Búist við hörðum viðbrögðum Palestínskir vígamenn skutu fjölda heimatilbúinna sprengja að ísraelskum landamærabæ í gær. Skothríðin kostaði tvo Ísraela lífið, þriggja ára dreng og afa hans, auk þess sem sjö særðust 29.6.2004 00:01 Lofa mikilli aðstoð við Írak Leiðtogar NATO lofuðu miklum stuðningi við ný stjórnvöld í Írak á fundi sem nú stendur yfir í Istanbul. Leiðtogarnir samþykktu meðal annars að veita hjálp við þjálfun hersveita Íraka. Þá mun NATO íhuga frekari aðgerðir til að auka öryggi Íraka. 29.6.2004 00:01 Viðskiptahindranir á bjór afnumdar Þótt ótrúlegt megi virðast er nú verið að að afnema viðskiptahindranir með bjór í Danmörku og færa þá viðskiptahætti til þess sem ríkir í yngsta bjórvædda landi Evrópu, Íslandi. 29.6.2004 00:01 Bandarískur gísl tekinn af lífi Hryðjuverkamenn í Írak hafa tekið bandarískan hermann sem var í gíslingu þeirra af lífi. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýnt var myndbandsupptaka af manni með bundið fyrir augun en ekki var sýnt þegar maðurinn var skotinn. 29.6.2004 00:01 Áframhaldandi árásir Ísraela Enn á ný héldu ísraelskar hersveitir á Gasa-ströndina í nótt og drápu þar Palestínumann. Skriðdrekar og jarðýtur sáust á götum bæjarins Beit Hanoun. Skömmu áður gerðu herþyrlur árás á byggingu upplýsingaskrifstofu sem sögð er tengjast Hamas-samtökunum. Í sömu byggingu eru m.a. CNN, BBC, tyrkneska sjónvarpið og al-Jazeera með skrifstofur. 29.6.2004 00:01 Bush sækir á Kerry George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sækir nú á ný á John Kerry samkvæmt nýrri könnun CBS. Fyrir mánuði var átta prósentu munur á þeim en nú er Kerry með 45% fylgi og Bush 44%. 29.6.2004 00:01 Nader ekki frambjóðandi Græningja Öllum á óvart tilnefndi Græningjaflokkurinn í Bandaríkjunum ekki Ralph Nader sem forsetaframbjóðanda sinn um helgina. Fyrir fjórum árum sökuðu margir demókratar Nader um að hafa stolið atkvæðum frá Al Gore og þar með komið í veg fyrir að hann yrði forseti. 29.6.2004 00:01 Mega ekki bera höfuðklúta Mannréttindadómstóllinn í Strassburg hefur úrskurðað að ríkisháskólar í Tyrklandi megi banna múslimum að bera höfuðklúta þar sem það sé undirstöðuatriði í aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta gæti verið fordæmisgefandi úrskurður í málaferlum um þetta atriði. 29.6.2004 00:01 Berjast við sjóræningja Malasía, Singapúr og Indónesía ætla að senda sérstakar flotadeildir út á Malakka-sund til þess að berjast gegn sjóræningjum. Meira en eitt sjórán á dag var framið þar á síðasta ári. Malakka-sund er ein mikilvægasta sjóleið heimshafanna en um það fer um fjórðungur sjóflutninga í heimsviðskiptum. 29.6.2004 00:01 Írakar fá Saddam á morgun Íröksk stjórnvöld fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og ellefu háttsettum flokksfélögum hans. Saddam verður þó ekki seldur Írökum í hendur í orðsins fyllstu merkingu því hann verður áfram í gæsluvarðhaldi hjá Bandaríkjaher. 29.6.2004 00:01 Samstarf gegn hryðjuverkum Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum. 29.6.2004 00:01 Barroso reiðubúinn að taka við Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. 29.6.2004 00:01 Kynlífslyf fyrir konur Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig í fyrsta skipti hafa þróað kynlífslyf fyrir konur sem virki örugglega. 29.6.2004 00:01 24 starfsmenn Sþ létust Tuttugu og fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna létu lífið í Afríkuríkinu Síerra Leóne í dag þegar þyrla þeirra flaug á fjallshlíð í vesturhluta landsins. Ekkert bendir til annars en að þetta hafi verið slys. 29.6.2004 00:01 Ófremdarástand í Súdan Yfir þrjátíu þúsund manns hafa verið drepnir í Darfur-héraði í Súdan undanfarið eitt og hálft ár. Þeir sem eftir lifa svelta heilu hungri. 29.6.2004 00:01 Barroso tekur við í haust José Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur þekkst boðið um að verða forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríkin sættust á þessa niðurstöðu eftir hörð átök. Barroso tekur við stöðunni í haust og fær það hlutverk að sannfæra borgara álfunnar um gagnsemi Evrópusambandsins. 29.6.2004 00:01 Lög gegn klámi felld úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi lög sem miða að því að hindra aðgang barna að klámefni á internetinu. Lög þessa efnis voru samþykkt að tilhlutan dómsmálaráðuneytisins árið 1998. 29.6.2004 00:01 Saddam afhentur á morgun Írakar fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og hann verður leiddur fyrir írakskan dómstól. Talið er að ein milljón manna hafi látið lífið í stjórnartíð hans. 29.6.2004 00:01 Veldur vandræðum þriggja milljóna Mikil örtröð myndaðist í neðanjarðarlestum Lundúna í gær er fjöldi fólks freistaði þess að komast til sín heima áður en sólarhringsverkfall lestastarfsmanna skall á. 29.6.2004 00:01 Tugmilljóna tjón Mörghundruð sérsmíðaðra armbandsúra og um þúsund silfurhnífapörum var stolið frá danska silfursmiðnum Georg Jensen. Úrin og hnífapörin höfðu verið smíðuð að ósk Rania Jórdaníudrottningar og var áletrun jórdönsku konungsfjölskyldunnar grafin í gripina. 29.6.2004 00:01 Netklámsbann brot á stjórnarskrá Hæstiréttur Bandaríkjanna telur að lög sem eiga að vernda börn gegn klámi á Netinu brjóti líklega í bága við stjórnarskrárákvæði Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi. Í annað skiptið sendi rétturinn málið aftur til undirréttar. 29.6.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Saddam í umsjá Íraka í dag Lyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak hefur tilkynnt að Saddam Hussein verði afhentur íröskum yfirvöldum í dag, ásamt ellefu liðsmönnum úr stjórn hans og munu þau hafa hann í sinni umsjá fram að réttarhöldum. 30.6.2004 00:01
Barroso skipaður forseti Jose Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgal hefur verið skipaður forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann var tilnefndur af leiðtogum Evrópusambandsríkjanna en forseti framkvæmdastjórnar er æðsta Evrópusambandsins. 30.6.2004 00:01
Hlébarðar hræða Indverja Yfirvöld í Bombay í Indlandi hafa skorið upp herör gegn mannskæðum hlébörðum sem undanfarnar vikur hafa ráðist á fólk í borginni. Það sem af er þessu ári hafa þeir orðið rúmlega 30 manns að bana og í júní drápu þeir tólf. 30.6.2004 00:01
Neyðarástand í Súdan Neyðarástand ríkir í Súdan, þar sem þjóðernishreinsanir og þurrkur stofna lífi ríflega milljónar manna í hættu. Alþjóðasamfélagið og hjálparsamtök eru til reiðu, en stjórnvöld í Súdan koma í veg fyrir starf þeirra. 30.6.2004 00:01
Þrýst á Kerry Þrýstingurinn á John Kerry vex nú að svipta hulunni af dómsskjölum sem fjalla um skilnað hans við fyrri eiginkonu sína, en hann segir að það komi ekki til greina. Skilnaðurinn tilheyri fortíðinni og komi engum við. Auk þess séu þau eiginkonan fyrrverandi nánir og góðir vinir, og mjög stolt af sameiginlegum börnum sínum. 30.6.2004 00:01
Gíslum sleppt í Írak Þrír tyrkneskir gíslar, sem hlutu í gær frelsi í Írak, eru nú komnir í faðma fjölskyldna sinna. Fréttastöðin al-Jazeera greindi frá því í gær, að mönnunum hefði verið sleppt þar sem mannræningjarnir vildu ekki drepa múslímabræður sína. 30.6.2004 00:01
Umferðarteppa vegna verkfalls Milljónir Lundúnabúa komast seint til vinnu í dag. Stjórnendur neðanjarðarlesta eru í verkfalli og því stendur allt fast. Strætisvögnum hefur að vísu verið fjölgað stórlega, en engu að síður er búist við umferðarteppum, seinkunum og bið um alla borg í dag. 30.6.2004 00:01
Saddam afhentur Írökum Saddam Hússein fyrrverandi einræðisherra í Írak var í morgun færður í hendur nýjum írökskum yfirvöldum. Mega hann og nokkrir æðstu samstarfsmenn hans búast við réttarhöldum von bráðar. 30.6.2004 00:01
Sprengja til að mótmæla kosningum Á þriðja tug slasaðist í tveimur öflugum sprengingum í borginni Jalalabad í Afganistan í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver týndi lífi. Íslamskir öfgamenn hafa heitið því að koma í veg fyrir frjálsar kosningar sem fram eiga að fara í september, og hafa þeir staðið fyrir fjölda hryðjuverkaárása í þeim tilgangi. Síðast í gær drápu Talíbanar sextán manns eftir að í ljós kom að fólkið hafði skráð sig sem kjósendur. 30.6.2004 00:01
Árás á bílalest í Afganistan Talibanskir skæruliðar gerðu árás á bílalest um 80 kílómetra frá borginni Kandahar í suðurhluta Afganistan um miðjan dag í gær. Verið var að flytja matarbyrgðir frá Pakistan til bandaríska herliðsins í Afganistan. Skæruliðarnir brenndu fjóra vörubíla og rændu 12 afgönskum bílstjórum og verkamönnum. 30.6.2004 00:01
Nafn komið á nýju Potter bókina J.K. Rowling, höfundur hinna vinsælu bóka um Harry Potter, hefur gefið upp nafnið á næstu bók um galdradrenginn sem verður sú sjötta í röðinni. Nýja bókin mun heita "Harry Potter and the Half Blood Prince". Þetta tilkynnti Rowling á heimasíðu sinni, hún sagði þó ekkert um hvenær bókin væri væntanleg. 30.6.2004 00:01
Tyrkland eigi heima í ESB Bandaríkin líta svo á, að Tyrkland sé Evrópuríki sem eigi heima í Evrópusambandinu. Þetta sagði Bush Bandaríkjaforseti í Istanbúl í gær og endurtók þar með boðskap sem kom illa við kauninn á mörgum leiðtogum Evrópuríkja. 30.6.2004 00:01
Múrinn ólöglegur Hæstiréttur í Ísrael hefur skipað fyrir um að hluti öryggismúrs Ísraela sé ólöglegur og breyta verði staðsetningu hans að hluta, þar sem hann skilji þúsundir palestínskra bænda frá landsvæðum sínum. 30.6.2004 00:01
Framseldur til Ítalíu Dómstóll í París féllst í dag á að fyrrverandi liðsmaður Rauðu hersveitanna, yrði framseldur til Ítalíu, þar sem hann var dæmdur fyrir morð á sjöunda áratug síðustu aldar. Cesare Battisti hefur búið, fyrir opnum tjöldum, í París, síðan 1990, eftir að hann afneitaði hryðjuverkum. Nokkrir tugir ítalskra morðingja fluttu til Frakklands, eftir að Francois Mitterand, forsætisráðherra sósíalistastjórnarinnar þar, bauð þeim hæli. 30.6.2004 00:01
Bremer dauðfeginn Paul Bremer, fyrrverandi landstjóri í Írak, kveðst vera dauðfeginn að vera kominn aftur heim til Bandaríkjanna. Bremer talaði við fréttamenn, í dag, á flötum Hvíta hússins, og sagði að hann harmaði að ekki skyldi hafa tekist betur að koma á friði í landinu, áður en hann lét af embætti. 30.6.2004 00:01
60 reknir úr starfi í Bosníu Sextíu háttsettir embættismenn voru reknir úr starfi í Bosníu í dag, fyrir að framselja ekki Radovan Karadits, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba. Karadits er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda flokksins, Breska, stýrir málum í Bosníu, fyrir vesturveldin. Það var hann sem tak embættismennina sextíu. 30.6.2004 00:01
Fleiri voðaverk í Belgíu Franskur skógarvörður hefur viðurkennt hafa hafa myrt sex kornungar stúlkur, og er grunaður um að hafa myrt þrjár til viðbótar. Morðin voru framin í Frakklandi og Belgíu. Í Belgíu eru menn skelfingu lostnir yfir þeim möguleika að þarna sé í uppsiglingu annað mál í líkingu við mál nauðgarans og barnamorðingjans Marks Dutroux, sem nýlega var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ódæðisverk sín. 30.6.2004 00:01
Múrinn að hluta ólöglegur Allir hrósa sigri eftir að hæstiréttur Ísraels skipaði svo fyrir að hluti af öryggismúr Ísraelsmanna yrði fluttur. Dómararnir sögðu réttmætt að reisa varnarmúr en að gæta yrði hófs, ekki mætti brjóta gróflega á Palestínumönnum. 30.6.2004 00:01
Milljónir ganga til vinnu Milljónir Lundúnabúa héldu á tveimur jafnfljótum til vinnu í dag, þar sem starfsmenn neðanjarðarlestarkerfis borgarinnar voru í sólarhrings- verkfalli. Yfirvöld hvöttu fólk til að vera heima, en í það minnsta þrjár milljónir gerðu samt tilraun til að komast leiðar sinnar. 30.6.2004 00:01
Saddam afhentur Írökum Eftir flótta og felur í holum, fangelsisvist hjá Bandaríkjaher og yfirheyrslur, er Saddam Hússein á ábyrgð landa sinna, sem hyggjast ákæra hann á morgun. Óbreyttum Írökum virðist þó standa á sama og vilja frekar að tekist sé á við vanda samtíðar en fortíðar. 30.6.2004 00:01
Harmleikur í Súdan Mesti harmleikur frá vargöldinni í Rúanda er yfirvofandi í Súdan. Milljón manna er á flótta undan blóðþyrstum skæruliðum og komið er í veg fyrir starf hjálparsamtaka. Í dag létu þungavigtarmenn þó til sín taka og beittu stjórnvöld í Kartúm enn meiri þrýstingi. 30.6.2004 00:01
Edwards vinælasta varaforsetaefnið Fjórir mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush og John Kerry eru nánast hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum. Mikið veltur á vali frambjóðendanna á varaforsetaefni. 30.6.2004 00:01
Víða barist í Tsjetsjeníu Árásir og sprenging í námu kostuðu sex rússneska hermenn lífið og særðu tólf í Tsjetsjeníu í gær. Rannsókn sprengingar fyrir utan kaffihús í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, á sunnudag stendur enn yfir en hún kostaði einn lífið og særði fimm. 29.6.2004 00:01
Óvænt valdaafsal Bráðabirgðastjórn tók við óvænt við völdum í Írak í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað hafði verið. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, afhenti nýjum stjórnvöldum skjöl um valdaafsalið í lítilli athöfn í höfuðstöðvum hernámsliðsins í gærmorgun. Um tveimur klukkustundum síðar yfirgaf Bremer Írak. 29.6.2004 00:01
Búist við hörðum viðbrögðum Palestínskir vígamenn skutu fjölda heimatilbúinna sprengja að ísraelskum landamærabæ í gær. Skothríðin kostaði tvo Ísraela lífið, þriggja ára dreng og afa hans, auk þess sem sjö særðust 29.6.2004 00:01
Lofa mikilli aðstoð við Írak Leiðtogar NATO lofuðu miklum stuðningi við ný stjórnvöld í Írak á fundi sem nú stendur yfir í Istanbul. Leiðtogarnir samþykktu meðal annars að veita hjálp við þjálfun hersveita Íraka. Þá mun NATO íhuga frekari aðgerðir til að auka öryggi Íraka. 29.6.2004 00:01
Viðskiptahindranir á bjór afnumdar Þótt ótrúlegt megi virðast er nú verið að að afnema viðskiptahindranir með bjór í Danmörku og færa þá viðskiptahætti til þess sem ríkir í yngsta bjórvædda landi Evrópu, Íslandi. 29.6.2004 00:01
Bandarískur gísl tekinn af lífi Hryðjuverkamenn í Írak hafa tekið bandarískan hermann sem var í gíslingu þeirra af lífi. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera greindi frá þessu í gærkvöldi. Sýnt var myndbandsupptaka af manni með bundið fyrir augun en ekki var sýnt þegar maðurinn var skotinn. 29.6.2004 00:01
Áframhaldandi árásir Ísraela Enn á ný héldu ísraelskar hersveitir á Gasa-ströndina í nótt og drápu þar Palestínumann. Skriðdrekar og jarðýtur sáust á götum bæjarins Beit Hanoun. Skömmu áður gerðu herþyrlur árás á byggingu upplýsingaskrifstofu sem sögð er tengjast Hamas-samtökunum. Í sömu byggingu eru m.a. CNN, BBC, tyrkneska sjónvarpið og al-Jazeera með skrifstofur. 29.6.2004 00:01
Bush sækir á Kerry George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sækir nú á ný á John Kerry samkvæmt nýrri könnun CBS. Fyrir mánuði var átta prósentu munur á þeim en nú er Kerry með 45% fylgi og Bush 44%. 29.6.2004 00:01
Nader ekki frambjóðandi Græningja Öllum á óvart tilnefndi Græningjaflokkurinn í Bandaríkjunum ekki Ralph Nader sem forsetaframbjóðanda sinn um helgina. Fyrir fjórum árum sökuðu margir demókratar Nader um að hafa stolið atkvæðum frá Al Gore og þar með komið í veg fyrir að hann yrði forseti. 29.6.2004 00:01
Mega ekki bera höfuðklúta Mannréttindadómstóllinn í Strassburg hefur úrskurðað að ríkisháskólar í Tyrklandi megi banna múslimum að bera höfuðklúta þar sem það sé undirstöðuatriði í aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta gæti verið fordæmisgefandi úrskurður í málaferlum um þetta atriði. 29.6.2004 00:01
Berjast við sjóræningja Malasía, Singapúr og Indónesía ætla að senda sérstakar flotadeildir út á Malakka-sund til þess að berjast gegn sjóræningjum. Meira en eitt sjórán á dag var framið þar á síðasta ári. Malakka-sund er ein mikilvægasta sjóleið heimshafanna en um það fer um fjórðungur sjóflutninga í heimsviðskiptum. 29.6.2004 00:01
Írakar fá Saddam á morgun Íröksk stjórnvöld fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og ellefu háttsettum flokksfélögum hans. Saddam verður þó ekki seldur Írökum í hendur í orðsins fyllstu merkingu því hann verður áfram í gæsluvarðhaldi hjá Bandaríkjaher. 29.6.2004 00:01
Samstarf gegn hryðjuverkum Mikið hefur verið fjallað um aukið samstarf ríkja gegn hryðjuverkum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem nú fer fram. Lagt hefur verið til að auka upplýsingaflæði á milli aðildarríkja bandalagsins og samstarfsríkja til að sporna við alþjóðlegum hryðjuverkum. 29.6.2004 00:01
Barroso reiðubúinn að taka við Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. 29.6.2004 00:01
Kynlífslyf fyrir konur Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig í fyrsta skipti hafa þróað kynlífslyf fyrir konur sem virki örugglega. 29.6.2004 00:01
24 starfsmenn Sþ létust Tuttugu og fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna létu lífið í Afríkuríkinu Síerra Leóne í dag þegar þyrla þeirra flaug á fjallshlíð í vesturhluta landsins. Ekkert bendir til annars en að þetta hafi verið slys. 29.6.2004 00:01
Ófremdarástand í Súdan Yfir þrjátíu þúsund manns hafa verið drepnir í Darfur-héraði í Súdan undanfarið eitt og hálft ár. Þeir sem eftir lifa svelta heilu hungri. 29.6.2004 00:01
Barroso tekur við í haust José Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur þekkst boðið um að verða forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarríkin sættust á þessa niðurstöðu eftir hörð átök. Barroso tekur við stöðunni í haust og fær það hlutverk að sannfæra borgara álfunnar um gagnsemi Evrópusambandsins. 29.6.2004 00:01
Lög gegn klámi felld úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gildi lög sem miða að því að hindra aðgang barna að klámefni á internetinu. Lög þessa efnis voru samþykkt að tilhlutan dómsmálaráðuneytisins árið 1998. 29.6.2004 00:01
Saddam afhentur á morgun Írakar fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og hann verður leiddur fyrir írakskan dómstól. Talið er að ein milljón manna hafi látið lífið í stjórnartíð hans. 29.6.2004 00:01
Veldur vandræðum þriggja milljóna Mikil örtröð myndaðist í neðanjarðarlestum Lundúna í gær er fjöldi fólks freistaði þess að komast til sín heima áður en sólarhringsverkfall lestastarfsmanna skall á. 29.6.2004 00:01
Tugmilljóna tjón Mörghundruð sérsmíðaðra armbandsúra og um þúsund silfurhnífapörum var stolið frá danska silfursmiðnum Georg Jensen. Úrin og hnífapörin höfðu verið smíðuð að ósk Rania Jórdaníudrottningar og var áletrun jórdönsku konungsfjölskyldunnar grafin í gripina. 29.6.2004 00:01
Netklámsbann brot á stjórnarskrá Hæstiréttur Bandaríkjanna telur að lög sem eiga að vernda börn gegn klámi á Netinu brjóti líklega í bága við stjórnarskrárákvæði Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi. Í annað skiptið sendi rétturinn málið aftur til undirréttar. 29.6.2004 00:01