Erlent

Umferðarteppa vegna verkfalls

Milljónir Lundúnabúa komast seint til vinnu í dag. Stjórnendur neðanjarðarlesta eru í verkfalli og því stendur allt fast. Strætisvögnum hefur að vísu verið fjölgað stórlega, en engu að síður er búist við umferðarteppum, seinkunum og bið um alla borg í dag. Samgöngumálayfirvöld óttast að fleiri verkföll séu yfirvofandi hjá stjórnendum neðanjarðarlestanna, sem hafa um hríð deilt um laun, vinnustundir og vinnuaðstæður við atvinnuveitendur sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×