Erlent

Saddam afhentur Írökum

Saddam Hússein fyrrverandi einræðisherra í Írak var í morgun færður í hendur nýjum írökskum yfirvöldum. Mega hann og nokkrir æðstu samstarfsmenn hans búast við réttarhöldum von bráðar. Auk Saddams sjálfs voru aðstoðarforsætisráðherrann Tariq Aziz og eiturvopnasérfræðingurinn Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem eiturefna-Ali, afhentir nýjum yfirvöldum í morgun. Allir verða mennirnir vistaðir í fangelsum Bandaríkjahers, til að unnt sé að tryggja öryggi þeirra. Ákæru er vænst á hendur mönnunum á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×