Erlent

Hlébarðar hræða Indverja

Yfirvöld í Bombay í Indlandi hafa skorið upp herör gegn mannskæðum hlébörðum sem undanfarnar vikur hafa ráðist á fólk í borginni. Það sem af er þessu ári hafa þeir orðið rúmlega 30 manns að bana og í júní drápu þeir tólf. Flestar árásirnar hafa verið úthverfi borgarinnar, sem er í námunda við Sanjay Gandhi þjóðgarðinn. Í garðinum ganga um 30 hlébarðar lausir og fram til þessa hafa þeir verið taldir meinlausir. Þjóðgarðsverðir segja hins vegar að um 200 þúsund íbúar hafi sest ólöglega að í og við garðinum. Hlébarðarnir ráðist á fólkið á næturna á svæði þar sem þeir hafi um árabil veitt sér villisvín í matinn. Nú er svo komið að þjóðgarðsverðirnir hafa veitt nokkra þeirra og sett í búr vegna hættunnar sem af þeim steðjar. Stefnt er því að sleppa um 500 svínum inn í garðinn á næstu vikum svo hlébarðarnir ráfi ekki um í myrkrinu og ráðist á saklaust fólk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×