Erlent

Veldur vandræðum þriggja milljóna

Mikil örtröð myndaðist í neðanjarðarlestum Lundúna í gær er fjöldi fólks freistaði þess að komast til sín heima áður en sólarhringsverkfall lestastarfsmanna skall á. Viðræður milli stjórnenda neðanjarðarlestanna og verkalýðsfélaga báru engan árangur og því lögðu starfsmenn neðanjarðarlestanna niður störf klukkan hálfsjö í gær. Þeir krefjast betri launakjara og bættrar vinnuaðstöðu. Verkfallið veldur Lundúnabúum miklum óþægindum en um þrjár milljónir manna nota sér neðanjarðarlestakerfið dag hvern. Farþegar sem rætt var við í gær sáu jafnvel ekki fram á að komast í vinnuna í dag. Búist var við að flestar leiðir neðanjarðarlestanna lokuðust á nokkrum klukkustundum eftir að verkfallið hófst í gærkvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×