Erlent

Írakar fá Saddam á morgun

Íröksk stjórnvöld fá lögsögu yfir Saddam Hússein á morgun og ellefu háttsettum flokksfélögum hans. Saddam verður þó ekki seldur Írökum í hendur í orðsins fyllstu merkingu því hann verður áfram í gæsluvarðhaldi hjá Bandaríkjaher. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði á blaðamannafundi í dag að Saddam yrði sóttur til saka fyrir írökskum dómstólum. Málsmeðferðin hæfist innan fárra daga en réttarhöldin færu ekki fram fyrr en eftir nokkra mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×