Erlent

Milljónir ganga til vinnu

Milljónir Lundúnabúa héldu á tveimur jafnfljótum til vinnu í dag, þar sem starfsmenn neðanjarðarlestarkerfis borgarinnar voru í sólarhrings- verkfalli. Yfirvöld hvöttu fólk til að vera heima, en í það minnsta þrjár milljónir gerðu samt tilraun til að komast leiðar sinnar. Þetta fólk varð að bíða marga klukkutíma eftir þeim lestum sem þó gengu, eða troðast inn í sneisafulla strætisvagna. Að vinnu lokinni var það sama uppi á teningnum og skynsamlegast að fylgja því sem skáldið sagði: ég held ég gangi heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×