Erlent

Tyrkland eigi heima í ESB

Bandaríkin líta svo á, að Tyrkland sé Evrópuríki sem eigi heima í Evrópusambandinu. Þetta sagði Bush Bandaríkjaforseti í Istanbúl í gær og endurtók þar með boðskap sem kom illa við kauninn á mörgum leiðtogum Evrópuríkja. Bush kvað aðild Tyrklands að Evrópusambandinu vera leið til að sýna að sambandið væri ekki þröngur úrvalshópur kristinna ríkja. Þannig mætti einnig kveða niður raddir sem segðu menningarstríð standa yfir á milli kristni og íslamskrar trúar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×