Erlent

Þrýst á Kerry

Þrýstingurinn á John Kerry vex nú að svipta hulunni af dómsskjölum sem fjalla um skilnað hans við fyrri eiginkonu sína, en hann segir að það komi ekki til greina. Skilnaðurinn tilheyri fortíðinni og komi engum við. Auk þess séu þau eiginkonan fyrrverandi nánir og góðir vinir, og mjög stolt af sameiginlegum börnum sínum. Kerry er nú kvæntur Teresu Heinz Kerry, ekkju erfingja Heinz tómatsósuveldisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×