Fleiri fréttir

Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim.

Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó

Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 

Sól­veig Anna reiknar með að Efling geri gagn­til­boð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að samninganefnd stéttarfélagsins muni nú leggjast yfir samningstilboð Samtaka atvinnulífsins um gerð nýs kjarasamnings sem lagt var fram í dag. Hún reiknar með því að SA verði gert gagntilboð. 

Lögðu fram samningstilboð til Eflingar

Samtök atvinnulífsins hafa gert samninganefnd Eflingar tilboð um gerð kjarasamningsins, sem sé efnislega samhljóða kjarasamningnum sem gerður var nýverið við Starfsgreinasambandið. Samtökin segjast tilbúin til þess að ræða aðlögun samningsins að stöðu félagsmanna Eflingar, þó innan kostnaðarramma og meginlína samningsins sem gerður var við Starfsgreinasambandið. 

Kaldasti desember á landinu í hálfa öld

Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi.

Al­var­legt bíl­slys í Hveradalabrekku

Harkalegur árekstur varð á Suðurlandsvegi til móts við Skíðaskálann í Hveradölum á öðrum tímanum í dag þegar lítil jeppabifreið hafnaði aftan á snjóruðningstæki.

Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku

Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik.

Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir

Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar.

Þyngri refsing í kyn­ferðis­brota­máli til kasta Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða.

Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki

Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bílslysið suður af Öræfajökli, lokun skotsvæðis Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, tjón af völdum kulda og glæpasamtök á Spáni eru meðal umfjöllunarefna hádegisfrétta Bylgjunnar í dag.

Erlendir ferðamenn í öðrum bílnum en Íslendingar í hinum

Fólkið sem lenti í hörðum árekstri suður af Öræfajökli síðdegis í gær er bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra sem slösuðust en allir níu sem lentu í slysinu voru fluttir með flugi til Reykjavíkur. 

Starfs­leyfi vegna skot­svæðisins á Álfs­nesi fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað.

Hafði í hótunum við starfs­fólk fyrir­tækis

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kallað út eftir að maður hafði haft í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og svo óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

„Ég er og verð alltaf Eflingar­maður“

Uppsögn Eflingar á Gabríel Benjamin, trúnaðarmanni VR hjá Eflingu, var ólögmæt og brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt var brotið gegn ákvæðum í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 2019. 

„Tölu­vert auð­veldara í dag að vera vegan“

Veganúar hófst formlega með opnunarpartýi í Bíó Paradís fyrr í kvöld. Veganúar er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn og segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, margt hafa breyst á þessum tíma.

„Nú gefst ég upp“

Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbriðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira.

Ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa með grófum hætti brotið kynferðislega á tíu ára dreng, við nokkur tilefni sumarið 2015. Brotin eru sögð hafa átt sér stað bæði utan- og innandyra.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Harður tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar á þriðja tímanum í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Greta Baldursdóttir fallin frá

Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari lést á nýársdag. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Greta var 68 ára gömul en hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020.

Mikil­vægt að huga að for­vörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“

Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin. 

„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“

Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í óánægðum veitingamönnum sem segja rekstrarumhverfi veitingastaða orðið ómögulegt vegna mikilla hækkana. 

Mikil fjölgun myglugreininga

Rannsóknarstofa Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri greindi 1.532 sýni í fyrra þar sem grunur lék á að myglu væri að ræða. Þetta er 22 prósenta fjölgun frá fyrra ári. 

Skilaboð send til 30 þúsund notenda Sportabler

30 þúsund notendur smáforritsins Sportabler fengu meldingu í morgun um að brotist hafi verið inn á reikning þeirra og persónuupplýsingum stolið. Öryggisrannsókn Sportabler hefur leitt í ljós að engum persónuupplýsingum notenda hafi verið stolið.

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. 

Sjá næstu 50 fréttir