Fleiri fréttir

Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn

Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum.

„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“

Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri.

Nágrannaerjur á Seltjarnarnesi: „Nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för“

Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur birt yfirlýsingu varðandi hatrammar nágrannaerjur sem hann stendur í við Hönnu Kristínu Skaftadóttur. Grannarnir saka hvort annað um ofbeldi en upptaka sem Hanna Kristín birti í færslu á Facebook síðu sinni á aðfangadag hefur vakið mikla athygli. Þar sést Steingrímur færa til ruslatunnur og að því virðist loka bíl Hönnu inni. Steingrímur segir myndbandið klippt til og sakar Hönnu um að afbaka sannleikann.

Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met

Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951.

Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa

Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. 

Fjögur stór­felld fíkni­efna­brot í nóvember

707 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóvember en brotum fækkaði talsvert milli mánaða. Fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. 

„Það kólnar hratt í húsunum núna“

Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum.

Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar

Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um rafmagnsleysið á Reyðarfirði sem hefur lamað samfélagið en ekki er búist við að rafmagn komi aftur á fyrr en í kvöld í fyrsta lagi. 

Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó

„Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis.

Óborganlegustu mistök ársins

Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík. 

Fimm ára barn sat óbeltað í kjöltu móður sinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í gær þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Umrædd bifreið tekur aðeins tvo farþega en þrír voru í bifreiðinni. Umframfarþeginn var fimm ára barn, sem sat í fangi móður sinnar.

Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári.

Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana

Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. 

Opna fleiri rými vegna óvenju skæðrar flensutíðar

Landspítalinn hefur opnað ný rými fyrir sjúklinga vegna óvenju mikillar flenustíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takamarka heimsóknir á spítalann. Hann biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.

Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur

Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi.

„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögregla taldi ekki tilefni til að greina strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi eftir að meintum hryðjuverkamönnum var sleppt úr haldi. Við fjöllum um málið og ræðum við verjanda annars mannsins í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Völdu að greina al­menningi ekki strax frá hækkun við­búnar­stigs

Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember.

Ára­móta­brennur á tíu stöðum í Reykja­vík

Áramótabrennur eru á dagskrá í Reykjavík en þær hafa fallið niður síðastliðin tvö ár. Það eina sem getur komið í veg fyrir þær að þessu sinni eru vindstig og vindhraði, en brennur eru ekki tendraðar ef vindstig eru yfir 10 metrar á sekúndu.

Lög­reglan hækkar við­búnaðar­­stig

Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 

Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum.

Þor­varður nýr for­maður vísinda­siða­nefndar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við prófessor í stjórnmálafræði sem sakar íslensk stjórnvöld um æpandi andvaraleysi í varnar- og öryggismálum.

Stefna að opnun í Blá­fjöllum á morgun

Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 

Skoða að opna fljótandi gufu­bað á Pollinum

Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. 

Drauma­­ferð þúsunda ferða­manna endar sem Reykja­víkur­­ferð

Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. 

Sjá næstu 50 fréttir