Útlit fyrir talsverða ófærð suðvestantil á gamlársdag Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 14:24 Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. Enn á að bæta í snjóinn á gamlársmorgun. Vísir/Vilhelm Talsverð ófærð gæti orðið suðvestanlands snemma á gamlársdag þegar snjókomubakki fer yfir landið, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Nú sér þó fyrir enda á nokkurra vikna kuldakasti. Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa. Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa.
Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15