Fleiri fréttir

Borgarstjórnin fórnar sumarbústað sínum í hítina
Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu.

Ekkert samráð fyrir lokun Vinjar: „Ómögulegt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“
Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.

Íbúar Árborgar spari vatn eftir eldsvoða í rafmagnsskáp
Íbúar sveitarfélagsins Árborgar á Suðurlandi eru hvattir til þess að fara sparlega með vatn eftir að eldsvoði varð í rafmagnsskáp í borholu Selfossveitna í Þorleifskoti.

Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði
Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn.

Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag
Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis.

„Við erum að ræða saman og það er jákvætt“
Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag.

Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega
Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Leigumarkaðurinn, kjarasamningar og niðurskurður hjá borginni verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal
Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Rafmagnslaust víða í uppsveitum Árnessýslu
Rafmagnslaust er víða í uppsveitum Árnessýslu eftir að bilun varð í aðveitustöðinni á Flúðum. Bilunin hefur áhrif í Hrunamannahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi og er unnið að viðgerð.

Hrækti á og hótaði lögreglumönnum líkamsmeiðingum á jóladag
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglukonu og hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum. Brotin áttu sér stað á jóladag á síðasta ári.

„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu.

Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir.

Segja byggingaráform við Bankastræti mögulega ógn við stjórn landsins
Forsætisráðuneytið hefur skilað inn minnisblaði til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aftan Stjórnarráðið, þar sem segir að áformin gætu mögulega falið í sér ógn við öryggi æðstu stjórnar landsins.

Hvetja stjórnvöld til að hafna frumvarpi um afnám banns við klámi
Kvenréttindafélag Íslands er ósammála því að öll refsiheimild er tengist klámi verði afnumin og hvetur stjórnvöld því til þess að hafna nýlegu frumvarpi. Félagið hvetur stjórnvöld til þess að hafna þessu frumvarpi og setja fjármagn bæði í rannsóknir og greiningarvinnu á klámi, sem og til þess að styðja við þolendur klámiðnaðarins.

Efling íhugar hvort tilefni sé til að áfrýja
Stéttarfélagið Efling skoðar nú með sínum lögmönnum hvort tilefni sé til að áfrýja dómum Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað.

Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti
Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings.

Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“
Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap.

Sammála niðurstöðu LOGOS varðandi málefni ÍL-sjóðs
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.

Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól
Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld.

Starfsmanninum sem ber ábyrgð á kynlífsmyndbandinu sagt upp
Í ljós hefur komið að starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á kynlífsmyndbandi sem tekið var upp í sjúkrabifreið og fór í dreifingu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp.

Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun
Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni.

Fjölmargar niðurskurðartillögur munu hafa bein áhrif á velferð barna
Umboðsmaður barna hvetur borgarstjórn til þess að virða ákvæði Barnasáttmálans og taka til endurskoðunar allar þær niðurskurðartillögur sem snúa að börnum, að höfðu samráði við þá hópa barna sem tillögurnar varða með beinum hætti, til þess að takmarka neikvæð áhrif sparnaðar á börn og um leið tryggja rétt þeirra til viðunandi þjónustu og góðra uppeldisaðstæðna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu í dag þar sem samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR reyna að landa kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og fylgjumst með stöðu mála.

Fóru offari við löglegar uppsagnir og greiða starfsmönnum bætur
Stéttarfélagið Efling hefur verið dæmt til að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum félagsins samanlagt tæplega þrjár milljónir króna auk málskostnaðar. Dómurinn mat uppsagnir þeirra árið 2018 lögmætar en Efling væri þó skaðabótaskyld vegna bágrar framkomu gagnvart starfsmönnunum þremur.

Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ.

Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi
Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól.

„Halda áfram á brautu skuldasöfnunar í borgarstjórn“
Mun breiðari stuðningur reyndist við nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar en borgarstjóri gerði ráð fyrir. Minnihlutinn segir að ekki hafi verið gengið nógu langt í hagræðingum hjá stórskuldugri borg.

Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá
Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar.

Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins
Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til.

Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni
Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag.

Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð.

Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn
Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til.

Thomas er fundinn
Lögreglan á Suðurnesjum lýsti í dag eftir Thomasi De Farrier, 56 ára gömlum karlmanni frá Bretlandi.

Krufðu fyrstu rispuhöfrungana sem fundist hafa við Íslandsstrendur
Tvo rispuhöfrunga rak á land við botn Hrútafjarðar um miðjan júlímánuð. Um er að ræða fyrstu höfrunga sinnar tegundar sem fundist hafa við Ísland. Þeir voru krufnir og verða beinagrindur þeirra varðveittar á Náttúrufræðistofnun.

Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“
Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga.

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verða málefni Sjúkratrygginga ríkisins til umræðu, kjaramálin eins og síðustu daga og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, svo nokkuð sé nefnt.

Samþykkt að selja sumarbústað borgarstjórnar
Sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn verður selt. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þess efnis var samþykkt á löngum fundi borgarstjórnar í gær.

Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ
Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa.

Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin
Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag.

Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“
Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum.

Áhætta tengd fjármálastöðugleika hafi vaxið
„Töluverð óvissa er um alþjóðlegar efnahagshorfur og framvindan ytra kann að hafa neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap næstu misserin. Mikil verðbólga er í helstu viðskiptalöndum okkar og seðlabankar þar hafa enn hert aðhaldsstig peningastefnunnar sem hefur leitt til verri horfa um fjármálastöðugleika.“

Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn
Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi.

Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum
Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu.