Fleiri fréttir

Snarpur skjálfti í Mýrdalsjökli
Skjálfti upp á 3,9 varð í Mýrdalsjökli klukkan 19:55 í kvöld. Að minnsta kosti tveir aðrir yfir þremur að stærð hafa mælst í kjölfarið. Skjálftarnir eru þeir stærstu sem mælst hafa síðan í júlí.

Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu.

Segir borgina illa upplýsta: „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys“
Íbúar í Reykjavík furða sig á því hve dimmt er í borginni og telja borgina ekki nógu vel upplýsta. Atvinnurekandi í miðbænum segist ekki hissa á að slys verði í umferðinni vegna myrkurs og ástandið sé ömurlegt.

Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði.

Sanna Marin segir Úkraínu verða að sigra stríðið án þess að tapa landsvæðum
Forsætisráðherra Finnlands segir skipta öllu máli að Vesturlönd hjálpi Úkraínu að vinna stríðið gegn Rússum og gefi þar ekkert eftir. Vinni Rússar stríðið væri það ávísun á enn frekari hernað þeirra gegn öðrum Evrópuríkjum.

Biðjast afsökunar á óviðeigandi orði í orðarugli
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur beðist velvirðingar á því að fyrir slysni hafi orðið „hópnauðgun“ verið hluti af orðarugli blaðsins í gær. Orðið hafi átt að vera fjarlægt fyrir birtingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Lögreglan verður með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina. Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum eru litin alvarlegum augum.

Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi.

Þessi sóttu um tíu stöður framkvæmdastjóra á Landspítalanum
Í nýju skipuriti Landspítala sem tekur gildi þann 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir ellefu framkvæmdastjórum en áður voru þeir átta talsins. Nýlega var auglýst í stöðu tíu framkvæmdastjóra og var listinn birtur á heimasíðu Landspítalans í dag.

Valur floginn út og inn flögrar eiginkona eigandans
Verulegar breytingar standa fyrir dyrum á fjölmiðlinum Grapevine, sem gefinn er út á Íslandi en á ensku og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin árin og áratugina reyndar. Valur Grettisson lætur af störfum eftir fimm ára setu í ritstjórastóli.

Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina
Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna.

Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu
Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása.

Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna
Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu.

Breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns boðin út eftir áramót
Breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 kílómetra kafla milli Krýsuvíkurafleggjara og Hvassahrauns verður boðin út eftir áramót. Frá þessu greindi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í þættinum Bítið á Bylgjunni. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.

Frumvarp Jóns um lögreglu afgreitt úr ríkisstjórn
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum, sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu, var afgreitt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin.

Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar.

Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu
Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Breytingar á lögreglulögum, ný matvælastefna, mikill fjöldi gæsluvarðhaldsfanga og breytingar á Eurovision verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Veitingamenn óttast að launakröfur ríði bransanum á slig
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), segir ískyggilegar horfur í greininni ef kröfur verkalýðshreyfinganna Eflingar og Matvís gangi eftir.

Slökkvilið kallað út vegna elds í þaki í Lönguhlíð
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í þaki húss við Lönguhlíð í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun.

Bein útsending: Matvælaþing 2022
Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45.

Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“
Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi.

Sextíu sæta gæsluvarðhaldi og kerfið þolir ekki meira
Sextíu einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi en fjöldinn er að jafnaði um tuttugu. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fjöldann mega rekja til stórra mála sem komið hafa upp á síðustu vikum; fíkniefnamál, ofbeldismál og nú síðast hópárásin á Bankastræti Club síðastliðinn fimmtudag.

Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót
Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir.

Fleiri telja Ísland veita of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum
Fleiri telja nú að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum. Afstaða landsmanna til málsins hefur harðnað nokkuð milli kannanna.

Ökumaður í vímu velti bílnum, ók á ljósastaur og á húsvegg
Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu við sögu.

Ekki eins vongóður eftir loftslagsþingið
Deildar meiningar eru þann árangur sem náðist á COP27 loftslagsþinginu sem lauk í Egyptalandi í gær. Samþykkt um stofnun loftslagshamfarasjóðs þykir mikil tímamót en vonbrigðum hefur verið lýst yfir með samþykktir um samdrátt í losun og notkun á jarðefnaeldsneyti.

Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir.

Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað
Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum.

Hætta við uppboð á beinagrind grameðlu vegna efa um sanngildi
Uppboðshúsið Christie's hefur hætt við að bjóða upp beinagrind grameðlu eftir að upp kom efi um hvort hún væri ekta eða eftirlíking. Talið var að beinagrindin myndi seljast á allt að 3,6 milljarða króna.

Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum
Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim.

Spilar á 20 kílóa hljóðfæri í tveimur lúðrasveitum
Það er heilmikil vinna og fyrirhöfn hjá 15 ára strák í Kópavogi að koma sér á lúðrasveitaæfingu í þeim tveimur lúðrasveitum, sem hann spilar með, því hljóðfærið hans er það allra stærsta í lúðrasveitum, eða túba. Hljóðfærið vegur um 20 kíló.

Hæsti stigabíll landsins „algjör bylting“
Hæsti stigabíll landsins var tekin í notkun á Akranesi og Hvalfjarðarsveit í haust. Stigi bílsins nær upp í 42 metra hæð og er sá fyrsti sem nær upp í hæstu byggingar bæjarfélagsins. Slökkviliðsstjórinn segir tækið algjöra byltingu.

Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði
Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember.

Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla
Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Rúðubrot á heimili þriggja barna þungaðrar móður og alvarleg líkamsárás á 17 ára dreng eru á meðal afleiðinga stigvaxandi átaka tveggja hópa í undirheimum. Dómsmálaráðherra segir átökin grafalvarleg og boðar stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Hlaut viðurkenningu fyrir óbilandi trú sína á ungu fólki
Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2022. Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember.

Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir
Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera.

Leita enn vitna vegna umferðarslyss við Kringlumýrarbraut
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar enn eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík sl. föstudagsmorgun, 18. nóvember.

Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið
„Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“

Hannes verður fyrsti sendiherra Íslands í Varsjá
Sendiráð Íslands í Varsjá í Póllandi tekur til starfa 1. desember næstkomandi. Hannes Heimisson, sem áður var sendiherra Íslands í Stokkhólmi, verður fyrsti sendiherra Íslands í Póllandi. Fyrirsvar vegna Úkraínu, Rúmeníu og Búlgaríu verður fært til hinnar nýju sendiskrifstofu.

97 fíkniefnabrot í október
Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022.

Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð
Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins.

Enn ekkert spurst til Friðfinns: Leitarsvæðið stækkað
Enn hefur ekkert spurst til hins 42 ára gamla Friðfinns Frey Kristinssonar sem saknað hefur verið í tíu daga. Samkvæmt varðstjóra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór fram fjölmenn leit á laugardaginn sem bar engan árangur.