Fleiri fréttir

Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu

Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu.

Líkfundur á Gróttu

Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Allar spár um aftakaveður á Norðaustur- og Austurlandi í dag virðast ætla að ganga eftir. Rauðri viðvörun hefur einnig verið bætt við á Suðausturlandi og hættustigi almannavarna lýst yfir á þessum svæðum. Bóndi í Aðaldal segir veðrið vekja hjá sér ónot og minna á óveðrin 2019 og 2012. Við förum ítarlega yfir veðrið í hádegisfréttum.

Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum.

Sprengi­sandur: Deilur innan ASÍ, orku­málin og flótta­fólk

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forsetaembættis hjá ASÍ. 

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði

Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás

Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu.

„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“

Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu.

Stressuð að byrja í ís­lenskum skóla

Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 

Brjálað veður í kortunum

Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu.

Tveir ljón­heppnir skiptu með sér fimm­tíu milljónum

Tveir heppnir lottómiðahafar skiptu með sér fjórföldum lottópotti vikunnar og fær hvor þeirra rúmar 26,4 milljónir í vinning. Annar vinningsmiða var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni en hinn var í áskrift.

Strengur í hjarta Reykja­víkur úti vegna álags

Bygginga­fram­kvæmdir og þétting byggðar í Reykja­vík hafa valdið víð­tækum raf­magns­truflunum síðustu vikur. For­stöðu­maður hjá Veitum segir að auka þurfi sam­starf við verk­taka svo raf­magns­bilanir verði ekki al­gengari sam­hliða aukinni upp­byggingu.

Sér­sveit hand­tók bog­mann í nótt

Sérsveit ríkislögreglustjóra handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa skotið hest með boga. Við húsleit fannst bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Við ræðum við fagstjóra hjá Almannavörnum í beinni útsendingu.

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Vaknaði við inn­brots­þjófa sem hlupu á brott

Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna hættustigs

Björgunarsveitir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem búist er við að verði á morgun. Rauð viðvörun tekur gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi á morgun og standa fram á næstu nótt.

„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“

Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu.

Þétting byggðar ein helsta or­sök tíðra raf­magns­bilana

Bygginga­fram­kvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta or­sök ó­venju tíðra raf­magns­bilana sem hafa hrjáð íbúa mið­bæjar og Vestur­bæjar upp á síð­kastið. Veitinga­maður segist hafa tapað gríðar­legum fjár­munum vegna raf­magns­leysisins í gær.

Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið

Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni.

Fólk ætti að búa sig undir raf­magns­leysi á morgun

Búist er við miklu ó­veðri fyrir norðan á morgun og hefur Veður­stofan fært appel­sínu­gula við­vörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undir­búningur er í gangi á Akur­eyri til að koma í veg fyri flóða­á­stand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á raf­magns­leysi á svæðinu á morgun.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær.

Ekki ákærð tvisvar fyrir sama brot eftir háskalega eftirför

Landsréttur felldi í vikunni úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar sem máli konu, sem veitt var háskaleg eftirför vegna innbrotshrinu, var vísað frá þar sem dómurinn taldi lögreglustjóra hafa ákært konuna tvisvar fyrir sama brot. 

Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe

Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 

Róleg nótt að baki hjá lögreglunni

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. 

Fékk ís­lenskt nafn og ævin­týra­lega fæðingar­sögu

Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn.

Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag

Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð.

Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“

Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var.

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði

Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Telja að lífið yrði skemmti­legra ef ekki væru til snjall­símar

Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Litlar skýringar eru á víðfemu rafmagnsleysi í miðborginni sem nær allt vestur á Granda. Þar neyddust verslanir til að loka þegar rafmagnið fór af upp úr klukkan fjögur í dag. Þetta er þriðja stóra rafmagnsbilunin í borginni á stuttum tíma. Hallgerður Kolbrún fréttamaður hefur leitað svara við þessu og verður í beinni útsendingu í myrkrinu.

Viðkvæm lyf mögulega skemmst vegna rafmagnleysis

Ekkert hefur verið hægt að afgreiða vörur í verslun Lyfju í Hafnarstræti frá því að rafmagnsleysi gerði vart við sig í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 16:30 í dag. Hætta er á því að viðkvæm lyf á borð við insúlín skemmist ef rafmagn kemst ekki fljótlega aftur á.

Sér fram á mikið tekjutap vegna rafmagnsleysis

„Klukkan hálf fimm, þá sló bara út,“ segir Kristján Þorsteinsson á veitingastaðnum Osushi í Tryggvagötu. Staðurinn er á meðal þeirra sem glímir við víðtækt rafmagnsleysi í miðborg Reykjavíkur. Segja má að slökkt sé á vesturhluta borgarinnar að stóru leyti.

Víðtækt rafmagnsleysi í vesturhluta borgarinnar

Rafmagnslaust er á Granda, sums staðar í vesturbænum, miðbænum og jafnvel Seltjarnarnesi vegna bilunar. Litlar upplýsingar liggja fyrir þessa stundina en segja má að slökkt sé á stórum hluta vesturhluta Reykjavíkur.

Á varðbergi vegna veðursins

Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi.

Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs

Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.  

Grét næstum af gleði þegar hún frétti af niður­stöðunni

„Ég er ennþá að átta mig á þessu. Þvílík gleði. Það er bara þannig að þegar ég frétti af þessu þá fór ég næstum því að gráta. Ég er svo glöð að þessi niðurstaða hafi komið því maður gat alveg eins átt von á öðru,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, um þá niðurstöðu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um að byggja skuli við löngu sprungna grunnskóla í Laugardal.

Sjá næstu 50 fréttir