Fleiri fréttir

Beitti seljanda loft­riffils raf­vopni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo vegna brota á vopnalögum þar sem maður hafði ætlað að selja öðrum loftriffil. Kaupandinn hafði þar reynt að hafa af riffillinn af seljandanum án þess að greiða fyrir og beitt viðkomandi rafvopni (tazer).

Gjald­skrár­hækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum

Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi.

Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn

Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. 

Aukið álag vegna barna á flótta

Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt.

Verð­bólga, lög­regla og leigu­bif­reiðar á Al­þingi

Þingmaður Flokks fólksins segir öfugsnúið að berjast gegn verðbólgu með hækkun vaxta sem auki greiðslubyrði heimilanna og verðbólguna. Fjármálaráðherra segir vaxtahækkanir Seðlabankans hins vegar hafa dregið úr hækkun húsnæðisverðs og nú fari verðbólga minnkandi.

Tugir segja sig úr Ferða­fé­laginu á „á­kaf­lega sorg­legum degi“

Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag.

Um tvö þúsund manns mættu í bólu­setningu

Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Evrópuríki gruna Rússa um að hafa sprengt upp göt á Nord Stream gasleiðsluna sem flytur gas frá Rússlandi til Evrópu. Búist er við að Pútín tilkynni á næstum dögum um innlimun úkraínskra héraða sem Rússar hafa náð tökum á. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum

Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan.

Orðin lenska að taka langan tíma í kjara­samninga

Yfir 99 prósent kjara­samninga á Ís­landi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlut­fall sem skapar ó­vissu fyrir launa­fólk og at­vinnu­rek­endur að mati ríkis­sátta­semjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni fram­tíð.

Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar

Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim.

Lögregla fann manninn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000.

Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið

Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur.

Hafnar því að hún harmi skipan þjóðminjavarðar

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segist ekki harma skipan þjóðminjavarðar, líkt og haldið var fram í Fréttablaðinu í morgun. Hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að halda sátt um skipanina. Ekki standi til að draga hana til baka.

Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans

Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður

Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 

Þetta er upp­á­halds sund­laug Ís­lendinga

Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni.

Hættir sem for­seti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endur­komu Helga

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi.

Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagn­rýni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi.

Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum

Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað.

„Þetta varð alltaf verra og verra“

Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá. 

Ekið á sextán ára strák á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum

Sextán ára strákur á rafmagnshlaupahjóli varð fyrir bíl í Hlíðunum í Reykjavík á sjötta tímanum í gærkvöldi en vitni sá strákinn fljúga í loftinu með alla anga úti áður en hann lenti á götunni, að því er kemur fram í dagbók lögreglu. 

Leit að stúlku í Vestur­bæ

Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa í samstarfi við lögreglu leitað að unglingsstúlku í Vesturbæ frá því klukkan ellefu í kvöld. 

„Þetta var svakalegt“

Ljóst er að mikið tjón varð á húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í miklu sjávarflóði sem þar varð í gær. Rekstaraðilar á svæðinu eru þó ekki af baki dottnir, þrátt fyrir tímabundið bakslag.

Hvetur al­menning að líta upp

Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp.

„Ég var skelfingu lostinn“

Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs.

„Þetta voru losara­­leg tíma­­mörk“

Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní.  Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar.

Brjálað að gera á Höfn

Hornfirðingar fengu heldur betur að finna fyrir lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi á suðausturlandi en 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, sem gengu vel.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bandarískur ferðamaður sem hefur setið fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í gær vegna veðurs. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum.

Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu

Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst.

Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag

Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega.

Bíða enn af sér vonsku­veður á Austur­landi

Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi.

Sjá næstu 50 fréttir