Fleiri fréttir Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17.7.2022 12:47 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Viðvaranir hafa þegar tekið gildi í Bretlandi vegna ofsahita. Veðurfræðingur segir mikla hættu á ferð og að hitabylgjur verði tíðari á næstu árum. Norðurlandabúar gætu þurft að undirbúa sig sérstaklega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 17.7.2022 11:49 Húsnæðismál, afnám refsingar og salan á Vísi Ólafur Margeirsson hagfræðingur ætlar að ræða húsnæðismál, sveiflur á verði og framboði og leggja fram hugmyndir um hvernig megi gera betur í Sprengisandi dagsins. 17.7.2022 10:04 Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. 17.7.2022 08:32 Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. 17.7.2022 08:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþega af skemmtiferðaskipi Farþegi á skemmtiferðaskipi var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar grunnt undan Vestfjörðum í kvöld. Mun farþeginn hafa verið slasaður. 16.7.2022 22:23 Bakslag í baráttunni og framkvæmdin ómöguleg: „Þetta er bara stórkostlega galin hugmynd“ Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. 16.7.2022 21:58 Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. 16.7.2022 20:42 Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16.7.2022 18:55 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 16.7.2022 18:00 Keppandi í Laugavegshlaupinu slappur og sóttur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti keppanda í Laugavegshlaupinu í dag eftir keppandinn hafði komið að drykkjarstöðinni í Emstrum. Þar var tekin ákvörðun að hann gæti ekki haldið áfram. 16.7.2022 17:29 Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. 16.7.2022 16:32 Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 15:00 Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16.7.2022 12:38 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 11:40 Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. 16.7.2022 08:27 Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. 15.7.2022 23:52 Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15.7.2022 22:26 Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. 15.7.2022 22:19 Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15.7.2022 20:47 Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. 15.7.2022 20:00 Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. 15.7.2022 18:33 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum. 15.7.2022 18:25 Sigríður ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar. 15.7.2022 16:43 Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15.7.2022 16:13 Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15.7.2022 14:53 Stjörnu-Sævar leysir ráðgátuna Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu. 15.7.2022 12:13 Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15.7.2022 12:10 „Við lokum á nýnasista og rasista“ Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. 15.7.2022 11:56 Rannsóknarvinna fyrir fyrstu lotu Borgarlínu hafin Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja. 15.7.2022 11:36 Ríkið hefur greitt þremur bætur vegna bólusetningar gegn Covid-19 Íslenska ríkið hefur greitt þremur skaðabætur vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar gegn Covid-19. Tugir bótakrafna eru í vinnslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. 15.7.2022 11:05 Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15.7.2022 10:32 Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. 15.7.2022 10:01 Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25 Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf. 15.7.2022 07:28 Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. 15.7.2022 07:01 Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 15.7.2022 06:53 Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14.7.2022 23:36 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14.7.2022 22:30 Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. 14.7.2022 21:43 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14.7.2022 21:01 Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. 14.7.2022 20:57 Segja sóða á Seltjarnarnesi nálægt því að slá vafasamt met Starfsmenn Umhverfisstofnunar fundu alls 934 blautklúta í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi þegar þeir tíndu rusl þar í byrjun vikunnar. Þetta er næst mesti fjöldi klúta sem hafa fundist í einni ferð síðan vöktun hófst. 14.7.2022 19:08 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð. 14.7.2022 18:30 Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 14.7.2022 17:31 Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14.7.2022 16:26 Sjá næstu 50 fréttir
Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. 17.7.2022 12:47
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Viðvaranir hafa þegar tekið gildi í Bretlandi vegna ofsahita. Veðurfræðingur segir mikla hættu á ferð og að hitabylgjur verði tíðari á næstu árum. Norðurlandabúar gætu þurft að undirbúa sig sérstaklega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 17.7.2022 11:49
Húsnæðismál, afnám refsingar og salan á Vísi Ólafur Margeirsson hagfræðingur ætlar að ræða húsnæðismál, sveiflur á verði og framboði og leggja fram hugmyndir um hvernig megi gera betur í Sprengisandi dagsins. 17.7.2022 10:04
Út að borða vopnaður sveðju og klæddur stunguvesti Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása. 17.7.2022 08:32
Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. 17.7.2022 08:03
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþega af skemmtiferðaskipi Farþegi á skemmtiferðaskipi var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar grunnt undan Vestfjörðum í kvöld. Mun farþeginn hafa verið slasaður. 16.7.2022 22:23
Bakslag í baráttunni og framkvæmdin ómöguleg: „Þetta er bara stórkostlega galin hugmynd“ Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. 16.7.2022 21:58
Með nóg á prjónunum en einbeitir sér að sjóböðunum í bili Sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði voru formlega opnuð í dag en böðin eru byggð í kringum gömlu náttúrulaugina í fjöruborðinu í Hvammsvík og samanstanda af átta misheitum laugum. 16.7.2022 20:42
Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. 16.7.2022 18:55
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þingflokksformaður Pírata segir hugmyndir um að afnema refsingu aðeins fyrir ákveðinn hóp stórgallaðar og spyr hvort halda eigi fíklaskrá ríkisins. Sérfræðingur í skaðaminnkun segir tillöguna bakslag í baráttunni og telur hana á skjön við lög. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 16.7.2022 18:00
Keppandi í Laugavegshlaupinu slappur og sóttur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti keppanda í Laugavegshlaupinu í dag eftir keppandinn hafði komið að drykkjarstöðinni í Emstrum. Þar var tekin ákvörðun að hann gæti ekki haldið áfram. 16.7.2022 17:29
Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. 16.7.2022 16:32
Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 15:00
Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16.7.2022 12:38
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast um að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst er að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 11:40
Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. 16.7.2022 08:27
Lúsmýið úlfaldi úr mýflugu Meindýraeyðir telur að lúsmýið sé komið til að vera. Það virki að eitra fyrir flugunum en með því að eitra sé verið að drepa fleiri skordýrategundir í leiðinni. 15.7.2022 23:52
Icelandair færst of mikið í fang og þurfi samkeppni Kári Jónasson, leiðsögumaður og fyrrverandi fréttamaður, segir að Icelandair þurfi samkeppni á innanlandsflugsmarkaði þar sem félagið hafi færst of mikið í fang. Samkeppni sé öllum til góðs. 15.7.2022 22:26
Fiskur fyrir 16 milljónir á dag hjá G.RUN í Grundarfirði Eitt glæsilegasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, G.RUN í Grundarfirði framleiðir fiskafurðir fyrir 16 milljónir króna á dag. Um 85 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá 1947. 15.7.2022 22:19
Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15.7.2022 20:47
Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. 15.7.2022 20:00
Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. 15.7.2022 18:33
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum segir Úkraínuforseti frá því að öll úkraínska þjóðin syrgi hina fjögurra ára gömlu Lísu sem féll ásamt tuttugu og tveimur öðrum í eldflaugaárás Rússa á borgina Vinnytsia í gær. Hún var með downs og var nýkominn af talnámskeiði með móður sinni þegar eldflaug Rússa sprakk. Móðir hennar er mikið særð ásamt um hundrað öðrum. 15.7.2022 18:25
Sigríður ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar. 15.7.2022 16:43
Vill afnema refsingu fyrir veikasta hópinn Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna. 15.7.2022 16:13
Ákváðu að hafa sjúklinga frekar á barnadeild en á gangi Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur. 15.7.2022 14:53
Stjörnu-Sævar leysir ráðgátuna Röntgensjónaukinn XI Calibur frá NASA sást á himni víðs vegar um land á miðvikudagskvöld og vakti mikla athygli hjá þeim sem hann sáu. 15.7.2022 12:13
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15.7.2022 12:10
„Við lokum á nýnasista og rasista“ Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. 15.7.2022 11:56
Rannsóknarvinna fyrir fyrstu lotu Borgarlínu hafin Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja. 15.7.2022 11:36
Ríkið hefur greitt þremur bætur vegna bólusetningar gegn Covid-19 Íslenska ríkið hefur greitt þremur skaðabætur vegna líkamstjóns af völdum bólusetningar gegn Covid-19. Tugir bótakrafna eru í vinnslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. 15.7.2022 11:05
Hjúkrunarfræðingar barnadeildar segja öryggi sjúklinga ógnað Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau lýsa yfir óánægju sinni vegna notkunar spítalans á rúmum deildarinnar fyrir fullorðið fólk. Hjúkrunarfræðingarnir telja öryggi sjúklinga ógnað hvort sem um börn eða fullorðna sé að ræða. 15.7.2022 10:32
Rúmar tvær milljónir króna á mánuði fyrir að stýra Mosfellsbæ Bæjarráð Mosfellsbæjar gerði ráðningarsamning við Regínu Ásvaldsdóttur, nýjan bæjarstjóra Mosfellsbæjar, í gær. Samkvæmt ráðningarsamningi fær Regína rúmlega tvær milljónir króna í mánaðarlaun, ökutækjastyrk að andvirði 150 þúsund króna auk greidds síma og nets. 15.7.2022 10:01
Vilja breyta aðalskipulagi til að fjölga lóðum í Hvammsvík um 25 Til stendur að fjölga lóðum í Hvammsvík í Kjósarhreppi um 25 en framkvæmdirnar kalla á breytingar á aðalskipulagi á svæðinu. Landeigendur eru Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air og móðir hans Anna Skúladóttir, í gegnum félagið Flúðir ehf. 15.7.2022 07:28
Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. 15.7.2022 07:01
Sjö ára drengur bitinn af hundi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið. 15.7.2022 06:53
Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14.7.2022 23:36
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14.7.2022 22:30
Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. 14.7.2022 21:43
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14.7.2022 21:01
Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. 14.7.2022 20:57
Segja sóða á Seltjarnarnesi nálægt því að slá vafasamt met Starfsmenn Umhverfisstofnunar fundu alls 934 blautklúta í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi þegar þeir tíndu rusl þar í byrjun vikunnar. Þetta er næst mesti fjöldi klúta sem hafa fundist í einni ferð síðan vöktun hófst. 14.7.2022 19:08
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð. 14.7.2022 18:30
Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 14.7.2022 17:31
Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. 14.7.2022 16:26