Fleiri fréttir

Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi
Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Tár féllu á síðasta borgarstjórnarfundi en Vigdís sér ekki eftir neinu
Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins sem er að líða fór fram í dag. Og síðasti fundur í borgarstjórn þýðir auðvitað síðasti dagurinn í vinnunni fyrir þá borgarfulltrúa sem voru ekki kosnir inn í síðustu kosningum.

„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Formlegar meirihlutaviðræður eru hafnar í Reykjavík milli Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Flokkarnir hafa viku til að ná saman um stór mál og ákveða hver næsti borgarstjóri verður. Píratar útiloka ekki að gera tilkall til embættisins.

Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja.

Sagði vinkonu stökkva á vagninn vegna annarrar nauðgunarkæru
Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun árið 2009 þar sem dómurinn taldi ákæruvaldið ekki hafa tekist að sanna sekt hans. Fá sönnunargögn lágu fyrir í málinu og byggði málið að miklu leyti á framsögu vitna.

Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist
Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni.

Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík.

Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð
Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn.

Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna.

Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG
Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast.

Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð
Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð.

Ólöf tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar á Reykjalundi
Ólöf Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar á Reykjalundi. Hún tekur við starfinu af Láru Margréti Sigurðardóttur sem lét nýverið af störfum eftir rúmlega tuttugu ára starf.

Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015.

Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum
Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í.

Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar.

Vigdís telur næsta víst að Dagur verði borgarstjóri
Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins, kveður nú borgarstjórn eftir fjögur viðburðarík ár. Reynslunni ríkari. Hún gaf ekki kost á sér í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Vigdís telur víst að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri Reykvíkinga.

Meirihlutaviðræður í Kópavogi á lokametrunum
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi eru á lokametrunum. Flokkarnir vonast til þess að hægt verði að greina frá hvernig línur liggja í þessari viku.

Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.

Tíðinda að vænta á Akranesi á morgun
Tíðinda er að vænta af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi á morgun. Þetta segir Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi, í samtali við fréttastofu.

Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum verður meirihlutamyndun í Reykjavík fyrirferðamesta málið.

Hefur áhyggjur af því hvort ný farsóttanefnd verði á faglegum nótum
Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni.

Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun
Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun.

Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu.

Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti
Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum.

Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu meðal sakborninga
Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um umfangsmikil fíkniefnabrot sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði.

Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum
Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Um sextíu staðfest tilfelli apabólu í Evrópu
Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir.

Óskynsamlegt að gera kröfu um borgarstjórastólinn þrátt fyrir ákall grasrótarinnar
Grasrót Framsóknarflokksins í Reykjavík kallar eftir því að gerð verði skýlaus krafa borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar meirihlutaviðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Einar Oddviti Framsóknar telur þó óskynsamlegt að setja fram afarkosti áður en viðræður hefjast.

Brottvísanirnar stríði gegn kristnum gildum
Biskup Íslands gagnrýnir fyrirhugaðar brottvísanir á flóttafólki og hælisleitendum sem stjórnvöld áforma. Í viðtali við Fréttablaðið segir Agnes M. Sigurðardóttir að mat, fremur en óhagganlegar reglur, ráði för í málinu.

Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess
Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum.

Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu
Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða.

Arnarseturshraun, Svartsengi og Vogaheiði talin líklegir gosstaðir
Ný gervihnattamynd staðfestir áframhaldandi landris norðvestan Grindavíkur og kvikusöfnun á fjögurra til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn.

Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn
Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum.

Fulltrúar Framsóknar fengu umboð til að ganga til þeirra viðræðna sem þeir kjósa
Fundi Framsóknarfólks í Reykjavík um stöðu mála í borgarpólitíkinni er lokið. Oddviti flokksins segir borgarfulltrúa Framsóknar hafa viljað heyra hljóðið í grasrótinni, en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Flokkurinn hafi þó skýrt umboð til að ganga til meirihlutaviðræðna við þá flokka sem þeir vilji.

Rúta fór út af við Ártúnsbrekku
Rúta hafnaði utan vegar við Ártúnsbrekku nú í kvöld.

50 þúsund ferðamenn mæta í Grundarfjörð í sumar
Grundfirðingar eiga von á miklu lífi og fjör í bænum í sumar því þangað eru væntanlegir fimmtíu þúsund ferðamenn með skemmtiferðaskipum. Bæjarstjórinn lofar að vel verið tekið á móti gestunum og þeir hafi nóg að skoða og borða á Snæfellsnesinu.

Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera
Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum.

B- og D-listar ná saman um meirihluta í Múlaþingi
Fulltrúar B-lista og D-lista í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings á komandi kjörtímabili.

Segir Hildi að líta í eigin barm
Framsóknarmenn funda nú í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu, um hvort flokkurinn eigi að ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borginni. Oddviti Framsóknar segir oddvita Sjálfstæðisflokksins mögulega þurfa að spyrja sig hvers vegna sumir flokkar vilji ekki vinna með flokknum.

Hópsýkingar apabólu geti komið upp hér á landi
Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta í Suðurnesjabæ
D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um samstarf í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á komandi kjörtímabili.