Fleiri fréttir

Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi
Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík eins og undanfarna daga, en ekki síður stöðuna um allt land, þar sem víðast hvar er kominn öllu meiri skriður á viðræður.

Gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt vegna skattsvika
Kona, sem sat í stjórn einkahlutafélagsins Hæ ehf., hefur verið gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot á árunum 2016 og 2017.

Þórdís Sif ekki endurráðin sem sveitarstjóri
Þórdís Sif Sigurðardóttir mun ekki halda áfram sem sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hún hefur gengt starfinu síðastliðin tvö ár.

Gífurleg aukning í tilkynningum um netsvindl
Tilkynningum um netárásir hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt ársskýrslu CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptasofu. Rúm tvöföldun hefur verið í tilkynningum um netsvindl milli áranna 2020 og 2021 á sama tíma og tölvuþrjótar nota æ þróaðri aðferðir til að herja á lykilorðabanka og viðkvæm gögn.

Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð
Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda.

Oftast strikað yfir nafn Hannesar í Kópavogi
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi strikuðu alls sjötíu sinnum yfir nafn Hannesar Steindórssonar eða færðu hann neðar á lista í bæjarstjórnarkosninunum um liðna helgi.

Bein útsending: „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“
Norræna húsið stendur fyrir málstofu sem fjallar um málefni innfluttra listamanna og menningarstarfsmanna frá löndum utan ESB klukkan 15 í dag. Yfirskrift málstofunnar er „Why don‘t you just marry (an Icelander)?“ og verður hún í beinu streymi.

„Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun.

Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands
Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.

Kynferðisbrotamenn reyni að nálgast börn í auknum mæli á Snapchat
Ábendingum til lögreglu um meinta kynferðisbrotamenn á samskiptaforritinu Snapchat hefur fjölgað á undanförnum árum. Þetta segir lögregla sem telur óvíst hvort lögregla hafi lagalegar heimildir til að loka slíkum reikningum.

Íris heldur bæjarstjórastólnum
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um meirihlutaviðræður um allt land.

Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför
Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.

„Mikill skellur fyrir stóran hóp af fólki“
Lögmaður gagnrýnir harðlega að hefja eigi aftur brottvísanir á hælisleitendum í stórum stíl. Umbjóðendur hans hafi fest hér rætur í faraldrinum. Hann hafnar því sem hann kallar alhæfingu ríkislögreglustjóra, sem segir 250 manns dvelja hér án heimildar eftir að hafa neitað að undirgangast sóttvarnareglur.

Góð stemning í BDSM-hópnum
Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni.

„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“
Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að.

Ásdís gerir tilkall til bæjarstjórastólsins
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir viðræður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ganga vel og að afstaða Sjálfstæðismanna sé skýr; stærsti flokkurinn eigi að fá bæjarstjórastólinn.

Hrærður bæjarstjóri í Ölfusi lofar frambjóðendur í hástert
Um það bil 2,5 prósent þjóðarinnar voru í framboði um síðustu helgi. Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með niðurstöðu kosninganna og hann birtir pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann lýkur miklu lofsorði á frambjóðendur almennt.

Matvælastofnun brýnir fyrir ræktendum að fylgjast með kartöflugörðum
Matvælastofnun segir nokkra hættu á kartöflumyglusmiti í sumar, útfrá sýktu útsæði frá því í fyrra en þá kom sjúkdómurinn upp á Suðurlandi. Stofnunin segir brýnt að áhugaræktendur og almenningur fylgist vel með kartöflugörðum sínum í sumar.

Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi
Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi. Í gær mældust um 370 skjálftar á svæðinu, sá stærsti klukkan rúmlega hálftólf í gærdag. Sá mældist 3,1 stig.

Bílbruni í Hafnarfirði í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf tvö í nótt þegar tilkynnt var um eld í bíl í Álfaskeiði í Hafnarfirði.

Fjölmenni í fangageymslum lögreglu á Hverfisgötu í nótt
Sjö einstaklingar gistu fangageymslurnar á Hverfisgötu í nótt, sem lögregla segir að teljist nokkuð mikið á virkum degi. Alls komu fimm fíkniefnamál upp og þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu
Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi
Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld.

Dæmi um að fólk nái ekki í Neyðarlínuna á fáförnum vegum
Ekkert farsímasamband er á yfir 200 kílómetrum af vegum landsins og eru dæmi um að fólk í neyð hafi ekki náð sambandi við neyðarlínuna vegna þessa. Neyðarlínan hefur hafið samstarf við þrjú farsímafyrirtæki að bæta þar úr.

Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík
Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum förum við yfir gang meirihlutaviðræðna í Reykjavík, sem oddviti Viðreisnar telur að komist geti á skrið á morgun og eftir helgina, og öðrum meirihlutaviðræðum víðs vegar um land.

Telja ekki að andlát konunnar sem fannst hafi borið að með saknæmum hætti
Manneskjan sem fannst látin í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík eftir hádegi í gær var kona. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.

Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn.

Fjórtán samtök kalla eftir samráði við breytingar á útlendingafrumvarpi
Rauði krossinn, ASÍ og Unicef eru meðal þeirra fjórtán samtaka sem gagnrýna stjórnvöld fyrir skort á samráði við meðferð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga. Yfirlýsinguna sendu félögin frá sér í morgun og lýsa þar yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga í málaflokknum.

Vildi að bann yrði lagt við bólusetningu barns síns
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum
Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði.

Brynjar dæmdur fyrir þrjár nauðganir og margvísleg önnur brot gegn ungum stúlkum
Brynjar Joensen Creed, sem ákærður var í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli, hefur verið dæmdur í sex ára óskilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu gegn Brynjari var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á þriðja tímanum.

Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara
Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar.

Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar
Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila.

Grunaður um mansal og að hafa brotið kynferðislega á ungum dreng
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði síðastliðinn fimmtudag karlmann í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um mansal og að hafa brotið kynferðislega á dreng.

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Endurtalið vegna tveggja atkvæða munar
Kjörstjórn Húnaþings vestra hefur fallist á beiðni N-listans um endurtalningu atkvæða eftir sveitarstjórnarkosningar um liðna helgi.

Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing.

Kvíðnir fyrir langvarandi jarðhræringaskeiði
Bæjarstjóri Grindavíkur segir bæjarbúa uggandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem staðið hefur yfir undanfarna daga og sumir hafi áhyggjur af langvarandi jarðhræringaskeiði sem nú gæti tekið við. Hann býst við góðri mætingu á íbúafundi vegna stöðunnar í kvöld.

Hefja formlegar viðræður í Kópavogi
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór.

Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata
Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda.

Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri
Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.