Fleiri fréttir

Réðst á ökumann undir stýri
Tilkynnt var um líkamsárás í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi þar sem kona og maður virðast hafa ráðist á þriðja mann.

Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt
Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna.

Ók á 200 kílómetra hraða og komst undan
Lögreglan veitti ökumanni bifreiðar eftirför um klukkan sjö í gærkvöldi. Atburðarrásin hófst í miðbænum þar sem tilkynnt var um ölvaðan ökumann.

„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“
Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi.

Guðmundur Árni óskar eftir formlegum meirihlutaviðræðum við Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, hefur óskað eftir því við oddvita Framsóknar í bænum, Valdimar Víðisson, að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta.

Tafirnar skýrast af glænýrri reglugerð sem kjörstjórnin skilur ekkert í
Margir pirruðu sig á mikilli seinkun sem varð á fyrstu tölum úr Reykjavík eftir kosningar í gær. Formaður yfirkjörstjórnar gagnrýnir nýjar og strangari reglur um talningu og sér ekki tilganginn með þeim.

Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi
Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3.

Segir engar viðræður hafnar en útilokar ekki samstarfið
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engar viðræður hafnar milli flokks síns og Framsóknarflokksins. Hún telji þó raunhæfan möguleika að starfa með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins

Líf útilokar þátttöku í meirihlutasamstarfi
Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf.

Einar kannast ekki við fullyrðingar síns gamla vinnustaðar
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir engar óformlegar viðræður um myndun meirihluta hafnar af sinni hálfu. Hvorki við Sjálfstæðisflokk né aðra.

Aðeins einn raunhæfur möguleiki á þriggja flokka meirihluta í borginni
Möguleikar eru á myndun að minnsta kosti níu samsetningum að meirihlutum í borgarstjórn að loknum kosningunum í gær. Aðeins væri hægt að mynda tvo þriggja flokka meirihluta þótt annar þeirra verði að teljast ólíklegur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna. Meirihlutinn í Reykjavík er falinn. Við fjöllum ítarlega um kosningarnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Við ræðum við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði um dræma kjörsókn.

Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík
Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð.

Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt
Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Kosningavaktin 2022: Samfylkingin óskar eftir viðræðum við Framsókn í Hafnarfirði
Kosningar til sveitarstjórna fóru fram í sveitarfélögum landsins í gær. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina.

Göngunum lokað vegna bilaðs bíls
Hvalfjarðargöngunum var lokað um tíma í dag eftir að bíll bilaði þar. Kalla þurfti til dráttarbíl en samkvæmt vegfarendum mynduðust langar biðraðir við göngin.

Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg?
Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira.

Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta
Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast.

Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi
Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag.

Almyrkvi á tungli sjáanlegur á Íslandi í nótt
Íslendingar geta barið almyrka á tungli augum ef veður lofar í nótt. Myrkvinn hefst um klukkan hálf þrjú í nótt og verður í hámarki um klukkustund síðar.

Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar
Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag.

Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst
Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman.

„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“
Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu.

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi
Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Pólitíkin gefandi, skemmtileg, skemmandi og ljót
Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem leiddi Miðflokkinn í Kópavogi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, kveður pólitíkina í Kópavogi. Hún segist nú frjáls.

Framsókn sigurvegari á landsvísu
Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.

Bein útsending: Aukafréttatími eftir æsilega kosninganótt
Framsóknarflokkurinn vann ótrúlegan sigur í borgarstjórnarkosningunum í ár og er í lykilstöðu við myndum nýs meirihluta í borginni. Dramatíkin var víða í sveitarstjórnum landsins.

Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði
Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi.

Björg áfram bæjarstjóri í Grundarfirði eftir sigur D-lista
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær.

Jakob Björgvin áfram bæjarstjóri eftir sigur H-lista
H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær.

Bein útsending: Dramatísk kosninganótt gerð upp á Sprengisandi
Það er óhætt að segja að kosninganóttin hafi verið dramatísk þar sem tölurnar létu bíða eftir sér víða og staðfest úrslit þar með um leið.

Sjálfstæðismenn áfram í meirihluta í Snæfellsbæ
D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær.

Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta
Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum.

Sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í Bolungarvík
K-listi Máttar meyja og manna vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bolungarvík í gær og tryggði sér fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn náðu inn þremur mönnum og er því ljóst að flokkurinn hefur misst meirihluta sinn í sveitarstjórn.

Víða rigning en dregur smám saman úr vætu þegar líður á daginn
Nú er suðaustan kaldi og víða rigning eða súld, en í dag dregur smám saman úr vætu og seinni partinn léttir jafnvel til norðaustanlands.

Skvetti bjór og byrjaði að berja dyravörð
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir tilkynnt var um konu sem hafði ráðist á dyravörð veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi.

Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið
Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor.

Lokatölur úr Árborg: Sjálfstæðisflokkurinn með hreinan meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn bættir við sig tveimur fulltrúum í sveitarfélaginu Árborg og er nú með hreinan sex fulltrúa meirihluta. Framsókn bættir sömuleiðis við einum fulltrúa og hefur nú tvo. Miðflokkurinn missir sinn eina bæjarfulltrúa en Samfylking og Áfram Árborg halda sínum mönnum.

Lokatölur í Vestmannaeyjum: Meirihlutinn hélt velli
Allt er óbreytt í Vestmannaeyjum eftir sveitarstjórnarkosningarnar í ár. Meirihluti Eyjalistans og Fyrir Heimaey hélt velli í kosningunum, hefur nú fimm fulltrúa af níu en hafði áður fjóra af sjö.

Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar
Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn.

Lokatölur í Hafnarfirði: Samfylkingin vann mikinn sigur
Samfylkingin bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Flokkurinn er á pari við Sjálfstæðisflokkinn en hvor flokkur er með fjóra bæjarfulltrúa.

Lokatölur frá Akureyri: Bæjarlistinn í lykilstöðu
Bæjarlistinn er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta eftir kosningarnar. Flokkurinn bætir við sig fulltrúa og er stærstur í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa.

Lokatölur úr Ísafjarðarbæ: Ísafjarðarlistinn með hreinan meirihluta
Ísafjarðarlistinn kom, sá og sigraði í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafirði þetta árið. Flokkurinn náði fimm fulltrúum af níu og náði þar með meirihlutanum með því að stela fulltrúa af Sjálfstæðisflokknum.

Lokatölur í Múlaþingi: Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa
Tveir flokkar fengu þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í Múlaþingi.

Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn hélt og Vinir Kópavogs náðu inn tveimur
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sex fulltrúa meirihluta í Kópavogi að loknum sveitarstjórnarkosningunum í nótt. Vinir Kópavogs, nýtt framboð, náði inn tveimur bæjarfulltrúum.