Fleiri fréttir

Segir rauðhærða og skeggjaða oft lenda í „þessu veseni“

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, telur að fólk þurfi að vera „sérkennilega innréttað“ til að sjá kynþáttafordóma í máli þar sem sextán ára þeldökkur drengur var í tvígang stöðvaður af lögreglu í tengslum við leit hennar að strokufanga.

Dekk losnaði undan bíl og skoppaði niður Ár­túns­brekku

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út nokkru fyrir klukkan 21 í gærkvöldi þegar tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Dekk hafði þar losnað undan bíl og skoppaði það svo niður Ártúnsbrekkuna án þess þó að lenda á öðru ökutæki.

Áhyggjufullur yfir slasaðri súlu á Vatnsleysuströnd

Staðarhaldari á Vatnsleysuströnd segist ítrekað hafa reynt að ná í yfirvöld án árangurs vegna vængbrotinnar súlu sem hefur verið á svæðinu undanfarið. Lögregla hefur ekki viljað koma nálægt henni af ótta við fuglaflensu. 

Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans

Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi.

Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“

Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 

Telur mál piltsins ekki merki um rasisma í lögreglunni

Doktor í afbrotafræði telur ekki að viðbrögð lögreglu, sem hefur nú haft afskipti af unglingspilti í tengslum við leit að strokufanga tvígang, beri vott um rasisma. Pilturinn er ekkert tengdur málinu en er dökkur á hörund eins og strokufanginn.

Beina sjónum að félögum strokufangans

Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 

Íslenskt grænmeti á Bessastöðum næstu daga

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands fór með fulla körfu af íslensku grænmeti heim í dag á Bessastaði eftir að hafa verið á opnu húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Þar afhenti hann Garðyrkjuverðlaunin 2022. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands mætti líka á opna húsið og afhenti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enn er leitað að strokufanga sem slapp úr haldi lögreglu á miðvikudag. Í tvígang hefur lögregla haft afskipti af sextán ára dreng sem er algjörlega óskyldur málinu eftir ábendingar um að hann væri strokufanginn. 

Virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar

Draga á flak flugvélarinnar TFF-ABB upp úr Þingvallavatni í fyrramálið. Vinnubúðir verða settar upp við vatnið í dag en á sjötta tug koma að verkefninu. Flugvélin hefur legið á botni vatnsins í rúma tvo mánuði en virðist í sama ástandi og þegar skilið var við hana í febrúar.

Fer fram á að lög­regla svari fyrir verk­lag sitt

Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama.

Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu

Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 

Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn

Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær.

Sam­­göngu­­stofa sver af sér á­sakanir um ein­elti

Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu.

Strokufanginn enn ófundinn

Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag.

Lokanir í mið­borginni í dag

Vegna Víðavangshlaups ÍR verða takmarkanir eða lokanir á umferð frá klukkan 10.30 til 13.15 í miðborg Reykjavíkur í dag. Hlaupið hefst í Pósthússtræti og endar á sama stað.

Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna

Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans.

Pantaði mat á veitinga­stað og gat ekki borgað

Karlmaður pantaði mat á veitingastað í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi en þegar rukka átti manninn gat hann ekki borgað fyrir veitingarnar. Lögregla var kölluð á staðinn og leysti úr málinu.

Magnea Gná nýr for­maður Ung Fram­sókn í Reykja­vík

Magnea Gná Jóhannsdóttir var kjörin formaður Ung Framsókn í Reykjavík á aðalfundi félagsins í dag. Magnea tekur við embættinu af Írisi Evu Gísladóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýkjörinn formaður gegnir 3. sæti á lista Framsóknar í borginni.

Stysta grásleppuvertíð sögunnar komin á fullt

Grásleppuveiðar eru nú komnar á fullt, á stystu vertíð sögunnar í fjölda leyfðra veiðidaga. Dæmi eru um mjög góð aflabrögð og verðið fyrir grásleppuna hefur þokast upp.

„Þetta er inflúensuveira sem getur stökkbreyst mjög auðveldlega”

Yfirdýralæknir segir alvarlegt ef smit af skæðu fuglaflensuafbrigði berst inn á alifuglabú. Veiran getur drepið fugla á tveimur dögum. Heimilishænsn eru fyrstu heimilisdýrin á Íslandi sem hafa greinst með veiruna. MAST hefur útbúið kort sem sýnir útbreiðslu smita og sýna sem hafa verið tekin. 

Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega

Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. 

Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja

Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi.

Sigurður Guð­munds­son látinn 53 ára að aldri

Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri.

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Biðla til fólks að handleika ekki veika fugla án hlífðarbúnaðar

Matvælastofnun biðlar til fólks að fara varlega verði það vart við ósjálfbjarga fugla í umhverfi sínu þar sem þeir gætu mögulega verið smitaðir af fuglaflensuveirunni. Ekki skuli handleika slíka fugla, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi, án tilskilins hlífðarbúnaðar.

Sjá næstu 50 fréttir