Fleiri fréttir Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. 18.4.2022 23:55 Katrín Jakobsdóttir er stolt af Katrínu Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist vera mjög stolt af því að eiga alnöfnu á Íslandi og það gæti óneitanlega verið stundum freistandi að senda hana á ríkisstjórnarfund fyrir sig. 18.4.2022 23:30 Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. 18.4.2022 23:10 Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18.4.2022 19:55 Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 18.4.2022 17:46 791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. 18.4.2022 17:30 Fóru í 80 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring Nokkrar annir hafa verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um páskana, sem sinnti 80 sjúkraflutningsútköllum á sólarhringum frá því snemma í gærmorgun þar til í morgun. 18.4.2022 14:31 Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18.4.2022 13:58 Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18.4.2022 13:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stríðsátökin í Úkraínu en eldflaugaárásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt. 18.4.2022 11:59 Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18.4.2022 11:06 Sól og blíða Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 18.4.2022 08:27 Hljóp frá lögreglunni og út í sjó Kalrmaður var handtekinn rétt eftir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó. 18.4.2022 07:19 Eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý Æfingaaðstaða fyrir þá sem stunda keilu hér á landi er slæm að sögn formanns keilusambandsins. Iðkendur eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý. 17.4.2022 23:31 Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“ Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum. 17.4.2022 22:01 Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. 17.4.2022 19:38 Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna. 17.4.2022 19:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu máttu þola hryllilegar pyntingar og kvalir á meðan þeir voru læstir inni í litlum kjallara vikum saman og gátu enga björg sér veitt. Forseti Úkraínu segist aldrei ætla að láta landsvæði af hendi og hyggst berjast til hins ítrasta. 17.4.2022 18:29 Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17.4.2022 18:01 „Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli“ Hátt í 800 flóttamenn frá Úkraínu eru hér á landi yfir páskana en þeirra dymbilvika hófst í gær. Samtökin Flottafólk buðu flóttamönnum upp á mat og páskaegg fyrir helgi og er stefnt á að útvega guðsþjónustu frá Úkraínu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Forsvarsmaður samtakanna segir mikilvægt að fólkið einangrist ekki. 17.4.2022 15:48 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17.4.2022 15:05 Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana 17.4.2022 13:09 „Dauðinn á ekki síðasta orðið“ Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 17.4.2022 13:05 Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17.4.2022 12:36 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17.4.2022 11:34 Bein útsending: Drífa mætir í Sprengisand Gestirnir í Sprengisandsþætti dagsins eru tveir að þessu sinni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er annar þeirra. 17.4.2022 09:31 Lítilsháttar skúrir en þurrt síðdegis Reikna má með suðvestlægri átt, 3-10 m/s, og lítilsháttar skúrum á víð og dreif í dag, en yfirleitt verður léttskýjað síðdegis. 17.4.2022 07:37 Sagðist hafa fengið flösku í höfuðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal vegna slagsmála í miðborginni. 17.4.2022 07:31 Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum. 16.4.2022 23:31 Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16.4.2022 21:36 Fyrirtæki kolefnisjafna sig með gróðursetningu Skógræktin hefur varla undan að svara fyrirspurnum frá erlendum og innlendum fyrirtækjum, sem vilja kolefnisjafna sig með því að gróðursetja plöntur víðs vegar um landið. Með því eru fyrirtækin líka að búa sig undir að skila grænu bókhaldi eins og þeim verður skylt að gera eftir nokkur ár. 16.4.2022 21:01 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16.4.2022 20:00 Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16.4.2022 19:04 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um stöðuna í Úkraínu, en Rússar hyggjast hernema Maríupól áður en helgin er á enda. 16.4.2022 18:21 Aftur tilkynnt um rangan sigurvegara í Morfís Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni. 16.4.2022 17:59 Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. 16.4.2022 15:03 Veifuðu í þyrluna og fengu hjálp við að losa bíl Þeir voru heppnir, vegfarendurnir sem höfðu pikkfest bíl þeirra á vegaslóða í nágrenni Hólahóla á Snæfellsnesinu í vikunni. 16.4.2022 12:40 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16.4.2022 12:32 Fjórtán ára meðhjálpari frá Patreksfirði Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins. Hann býr á Patreksfirði og þjónaði í gær, sem meðhjálpari í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. 16.4.2022 12:09 Efling auglýsir eftir fólki í nær öll störf Stéttarfélagið Efling auglýsir í dag eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu, eftir umdeilda hópuppsögn í byrjun viku. Líkt og fram hefur komið sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, upp öllu starfsfólki. 16.4.2022 10:47 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stunguárásarinnar Einn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar við skemmtistaðinn Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. 16.4.2022 10:41 Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. 16.4.2022 08:14 Allt að fjórtán stiga hiti Það verður fremur milt í veðri í dag með hitatölum á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast norðantil. 16.4.2022 07:50 Leituðu að tveimur kylfumönnum eftir tilkynningu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til skamms tíma í nótt að tveimur kylfumönnum eftir að tilkynning barst um að þeir væru á ferðinni í vesturhluta borgarinnar. 16.4.2022 07:45 Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16.4.2022 05:47 Sjá næstu 50 fréttir
Dapurlegt að sjá umhverfið skemmt í algjöru skeytingarleysi Dapurleg sjón blasti við feðgum sem héldu leið sína upp Ingólfsfjall í morgun en töluverð náttúruspjöll höfðu þá verið unnin á fjallinu. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Umhverfisstofnunar en skemmdirnar virðast vera mjög umfangsmiklar. 18.4.2022 23:55
Katrín Jakobsdóttir er stolt af Katrínu Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist vera mjög stolt af því að eiga alnöfnu á Íslandi og það gæti óneitanlega verið stundum freistandi að senda hana á ríkisstjórnarfund fyrir sig. 18.4.2022 23:30
Ferðamenn streyma til landsins á ný Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. 18.4.2022 23:10
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18.4.2022 19:55
Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 18.4.2022 17:46
791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. 18.4.2022 17:30
Fóru í 80 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhring Nokkrar annir hafa verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um páskana, sem sinnti 80 sjúkraflutningsútköllum á sólarhringum frá því snemma í gærmorgun þar til í morgun. 18.4.2022 14:31
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18.4.2022 13:58
Landsmenn hugi að sóttvörnum Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. 18.4.2022 13:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stríðsátökin í Úkraínu en eldflaugaárásir voru gerðar á borgina Lviv í nótt. 18.4.2022 11:59
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18.4.2022 11:06
Sól og blíða Sól og blíða verður í höfuðborginni í dag en gert er ráð fyrir hægri norðlægri eða breytilegri átt og bjart víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Heiðskírt og hiti á bilinu þrjár til ellefu gráður. 18.4.2022 08:27
Hljóp frá lögreglunni og út í sjó Kalrmaður var handtekinn rétt eftir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn að flýja og hljóp rakleiðis út í sjó. 18.4.2022 07:19
Eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý Æfingaaðstaða fyrir þá sem stunda keilu hér á landi er slæm að sögn formanns keilusambandsins. Iðkendur eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý. 17.4.2022 23:31
Vonarboðskapurinn mikilvægur á stríðstímum: „Ekki eðlilegt hvað illskan og grimmdin er mikil“ Von er ofarlega í huga biskups þessa páskana þrátt fyrir að skelfileg staða blasi við, meðal annars í Úkraínu. Hún segir mikilvægt að halda í hefðirnar og trúnna á erfiðum tímum. 17.4.2022 22:01
Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu. 17.4.2022 19:38
Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna. 17.4.2022 19:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúar í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu máttu þola hryllilegar pyntingar og kvalir á meðan þeir voru læstir inni í litlum kjallara vikum saman og gátu enga björg sér veitt. Forseti Úkraínu segist aldrei ætla að láta landsvæði af hendi og hyggst berjast til hins ítrasta. 17.4.2022 18:29
Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17.4.2022 18:01
„Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli“ Hátt í 800 flóttamenn frá Úkraínu eru hér á landi yfir páskana en þeirra dymbilvika hófst í gær. Samtökin Flottafólk buðu flóttamönnum upp á mat og páskaegg fyrir helgi og er stefnt á að útvega guðsþjónustu frá Úkraínu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Forsvarsmaður samtakanna segir mikilvægt að fólkið einangrist ekki. 17.4.2022 15:48
Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17.4.2022 15:05
Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana 17.4.2022 13:09
„Dauðinn á ekki síðasta orðið“ Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 17.4.2022 13:05
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17.4.2022 12:36
Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17.4.2022 11:34
Bein útsending: Drífa mætir í Sprengisand Gestirnir í Sprengisandsþætti dagsins eru tveir að þessu sinni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er annar þeirra. 17.4.2022 09:31
Lítilsháttar skúrir en þurrt síðdegis Reikna má með suðvestlægri átt, 3-10 m/s, og lítilsháttar skúrum á víð og dreif í dag, en yfirleitt verður léttskýjað síðdegis. 17.4.2022 07:37
Sagðist hafa fengið flösku í höfuðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt, þar á meðal vegna slagsmála í miðborginni. 17.4.2022 07:31
Mömmuþjálfunaræði grípur nýbakaðar mæður Gríðarleg eftirspurn er í svokallaða mömmuþjálfun þar sem nýbakaðar mæður æfa saman í hóp. Þær segja nauðsynlegt að komast út af heimilinu í fæðingarorlofi og svitna svolítið með öðrum mæðrum. 16.4.2022 23:31
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16.4.2022 21:36
Fyrirtæki kolefnisjafna sig með gróðursetningu Skógræktin hefur varla undan að svara fyrirspurnum frá erlendum og innlendum fyrirtækjum, sem vilja kolefnisjafna sig með því að gróðursetja plöntur víðs vegar um landið. Með því eru fyrirtækin líka að búa sig undir að skila grænu bókhaldi eins og þeim verður skylt að gera eftir nokkur ár. 16.4.2022 21:01
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16.4.2022 20:00
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16.4.2022 19:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um stöðuna í Úkraínu, en Rússar hyggjast hernema Maríupól áður en helgin er á enda. 16.4.2022 18:21
Aftur tilkynnt um rangan sigurvegara í Morfís Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni. 16.4.2022 17:59
Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. 16.4.2022 15:03
Veifuðu í þyrluna og fengu hjálp við að losa bíl Þeir voru heppnir, vegfarendurnir sem höfðu pikkfest bíl þeirra á vegaslóða í nágrenni Hólahóla á Snæfellsnesinu í vikunni. 16.4.2022 12:40
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16.4.2022 12:32
Fjórtán ára meðhjálpari frá Patreksfirði Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins. Hann býr á Patreksfirði og þjónaði í gær, sem meðhjálpari í fyrsta sinn við guðsþjónustu í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá sr. Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. 16.4.2022 12:09
Efling auglýsir eftir fólki í nær öll störf Stéttarfélagið Efling auglýsir í dag eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu, eftir umdeilda hópuppsögn í byrjun viku. Líkt og fram hefur komið sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, upp öllu starfsfólki. 16.4.2022 10:47
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stunguárásarinnar Einn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar við skemmtistaðinn Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. 16.4.2022 10:41
Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. 16.4.2022 08:14
Allt að fjórtán stiga hiti Það verður fremur milt í veðri í dag með hitatölum á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast norðantil. 16.4.2022 07:50
Leituðu að tveimur kylfumönnum eftir tilkynningu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til skamms tíma í nótt að tveimur kylfumönnum eftir að tilkynning barst um að þeir væru á ferðinni í vesturhluta borgarinnar. 16.4.2022 07:45
Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 16.4.2022 05:47