Fleiri fréttir Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. 15.4.2022 19:31 Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri. 15.4.2022 19:21 Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15.4.2022 18:32 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Sýnt verður frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 15.4.2022 18:14 Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15.4.2022 15:35 Tekinn fyrir „ólöglegt brottkast“ í Sorpu Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt. 15.4.2022 15:17 Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. 15.4.2022 13:24 Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15.4.2022 12:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður um tvítugt særðist lífshættulega í stunguárás í Ingólfsstræti í nótt og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Tengsl eru á milli hans og tveggja sakborninga, sem handteknir voru eftir lögregluleit. 15.4.2022 11:55 Hægt að kjósa utan kjörfundar í Holtagörðum Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram á annarri hæð í Holtagörðum. Smáralind og Kringlan hafa verið nýttar til utankjörfundaratkvæðagreiðslu síðustu ár. 15.4.2022 11:21 Karlmaður um tvítugt með lífshættulega áverka eftir stunguárás Karlmaður um tvítugt særðist lífshættulega í stunguárás í Ingólfsstræti í nótt og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Tengsl eru á milli hans og tveggja sakborninga, sem handteknir voru eftir lögregluleit. 15.4.2022 11:05 Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. 15.4.2022 11:00 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15.4.2022 11:00 Allt að 14 stiga hiti á morgun Í dag er útlit fyrir suðaustan og sunnan 10 til 18 metra á sekúndu og súld á köflum. Þó verður yfirleitt bjart veður á Norður- og Austurlandi. 15.4.2022 09:17 Fáklæddur maður hafði í hótunum við ungar stúlkur Karlmaður á stuttbuxum einum klæða var handtekinn á Seltjarnarnesi á fimmta tímanum síðdegis í gær. Hann hafði haft í hótunum við ungar stúlkur. 15.4.2022 07:40 Stunguárás í miðbænum í nótt Tveir karlmenn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 15.4.2022 07:26 Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur. 14.4.2022 23:00 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14.4.2022 21:56 Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14.4.2022 21:06 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14.4.2022 18:54 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 14.4.2022 18:06 „Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. 14.4.2022 16:09 „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14.4.2022 15:54 Furðar sig á að kennitölur hafi verið birtar Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd. 14.4.2022 15:35 Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14.4.2022 14:02 Umferðarslys undir Hafnarfjalli Umferðarslys varð undir Hafnarfjalli á þrettánda tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en tvær bifreiðar eru töluvert skemmdar. 14.4.2022 13:34 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14.4.2022 12:00 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðiprófessor telur að Rússar gætu beitt Ísland refsiaðgerðum ef Finnland og Svíþjóð sækja um NATO-aðild. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir slíkum aðgerðum. Við fjöllum um málið og tökum stöðuna á stríðinu í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 14.4.2022 11:56 Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. 14.4.2022 11:00 Vill 27 milljónir frá ríkinu vegna forstjóraskipunar Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, krefur íslenska ríkið um 27 miljónir króna vegna skipunar forstjóra. 14.4.2022 10:29 Svona verður veðrið um páskana Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig. 14.4.2022 07:10 Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13.4.2022 22:58 Reisa nýja uppblásna íþróttahöll eftir hamfarir vetrarins Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að reisa aðra loftborna íþróttahöll eftir að Hamarshöllin sprakk og fauk í miklu óveðri þann 22. febrúar síðastliðinn. 13.4.2022 22:37 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13.4.2022 21:17 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13.4.2022 20:51 Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13.4.2022 20:10 Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. 13.4.2022 18:41 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13.4.2022 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Trúnaðarmaður VR innan Eflingar segir að Sólveig Anna eigi að skammast sín og að búið sé að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Vilhjálmur Birgisson ber fullt traust til Sólveigar Önnu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.4.2022 18:01 Fagnar tillögum starfshópsins: „Eitt slys er slysi of mikið“ Ölvun á smáfaratækjum verður meðal annars gerð refsiverð ef tillögur starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins gengur eftir. Framkvæmdastjóri Hopp fagnar niðurstöðum hópsins en telur mikilvægt að reglurnar verði ekki of harðar. 13.4.2022 17:07 Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13.4.2022 16:55 Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13.4.2022 15:39 Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13.4.2022 15:21 Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13.4.2022 15:00 Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13.4.2022 14:14 Sjá næstu 50 fréttir
Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. 15.4.2022 19:31
Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri. 15.4.2022 19:21
Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15.4.2022 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Sýnt verður frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 15.4.2022 18:14
Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli: „Bjarna Ben burt“ Nokkur hundruð manns voru saman komin á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Yfirskrift mótmælanna var „Bjarna Ben burt, spillinguna burt.“ 15.4.2022 15:35
Tekinn fyrir „ólöglegt brottkast“ í Sorpu Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt. 15.4.2022 15:17
Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. 15.4.2022 13:24
Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15.4.2022 12:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Karlmaður um tvítugt særðist lífshættulega í stunguárás í Ingólfsstræti í nótt og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Tengsl eru á milli hans og tveggja sakborninga, sem handteknir voru eftir lögregluleit. 15.4.2022 11:55
Hægt að kjósa utan kjörfundar í Holtagörðum Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram á annarri hæð í Holtagörðum. Smáralind og Kringlan hafa verið nýttar til utankjörfundaratkvæðagreiðslu síðustu ár. 15.4.2022 11:21
Karlmaður um tvítugt með lífshættulega áverka eftir stunguárás Karlmaður um tvítugt særðist lífshættulega í stunguárás í Ingólfsstræti í nótt og gekkst undir aðgerð á Landspítala. Tengsl eru á milli hans og tveggja sakborninga, sem handteknir voru eftir lögregluleit. 15.4.2022 11:05
Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. 15.4.2022 11:00
Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15.4.2022 11:00
Allt að 14 stiga hiti á morgun Í dag er útlit fyrir suðaustan og sunnan 10 til 18 metra á sekúndu og súld á köflum. Þó verður yfirleitt bjart veður á Norður- og Austurlandi. 15.4.2022 09:17
Fáklæddur maður hafði í hótunum við ungar stúlkur Karlmaður á stuttbuxum einum klæða var handtekinn á Seltjarnarnesi á fimmta tímanum síðdegis í gær. Hann hafði haft í hótunum við ungar stúlkur. 15.4.2022 07:40
Stunguárás í miðbænum í nótt Tveir karlmenn voru handteknir á fimmta tímanum í nótt eftir að hafa stungið mann með eggvopni fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. 15.4.2022 07:26
Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur. 14.4.2022 23:00
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14.4.2022 21:56
Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14.4.2022 21:06
Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14.4.2022 18:54
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 14.4.2022 18:06
„Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. 14.4.2022 16:09
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14.4.2022 15:54
Furðar sig á að kennitölur hafi verið birtar Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd. 14.4.2022 15:35
Umferðarhraði tekinn niður á Hvolsvelli Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra. 14.4.2022 14:02
Umferðarslys undir Hafnarfjalli Umferðarslys varð undir Hafnarfjalli á þrettánda tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en tvær bifreiðar eru töluvert skemmdar. 14.4.2022 13:34
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14.4.2022 12:00
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðiprófessor telur að Rússar gætu beitt Ísland refsiaðgerðum ef Finnland og Svíþjóð sækja um NATO-aðild. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir slíkum aðgerðum. Við fjöllum um málið og tökum stöðuna á stríðinu í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 14.4.2022 11:56
Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. 14.4.2022 11:00
Vill 27 milljónir frá ríkinu vegna forstjóraskipunar Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, krefur íslenska ríkið um 27 miljónir króna vegna skipunar forstjóra. 14.4.2022 10:29
Svona verður veðrið um páskana Útlit er fyrir að í dag, skírdag, verði suðaustanátt og víðast hvar strekkingur. Búast má við rigningu eða súld. Nokkuð þungbúið verður sunnanlands eftir hádegi en á norðaustanverðu landinu er útlit fyrir litla eða enga úrkomu. Hiti er víða um land á uppleið og verður á bilinu sex til tólf stig. 14.4.2022 07:10
Ferðaþyrstir Íslendingar nenna ekki heim Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana. 13.4.2022 22:58
Reisa nýja uppblásna íþróttahöll eftir hamfarir vetrarins Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að reisa aðra loftborna íþróttahöll eftir að Hamarshöllin sprakk og fauk í miklu óveðri þann 22. febrúar síðastliðinn. 13.4.2022 22:37
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13.4.2022 21:17
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13.4.2022 20:51
Afkomendur Ásmundar segja listakonurnar vega að æru hans Barnabarn Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara segir listakonurnar Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur hafa vegið harkalega að æru Ásmundar þegar þær sögðu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur rasíska. 13.4.2022 20:10
Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. 13.4.2022 18:41
Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13.4.2022 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Trúnaðarmaður VR innan Eflingar segir að Sólveig Anna eigi að skammast sín og að búið sé að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Vilhjálmur Birgisson ber fullt traust til Sólveigar Önnu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.4.2022 18:01
Fagnar tillögum starfshópsins: „Eitt slys er slysi of mikið“ Ölvun á smáfaratækjum verður meðal annars gerð refsiverð ef tillögur starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins gengur eftir. Framkvæmdastjóri Hopp fagnar niðurstöðum hópsins en telur mikilvægt að reglurnar verði ekki of harðar. 13.4.2022 17:07
Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13.4.2022 16:55
Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. 13.4.2022 15:39
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13.4.2022 15:21
Vill að fólk hætti að leiðrétta „mér langar“ og „það var barið mig“ Töluverð hugarfarsbreyting hefur orðið á meðal íslenskra málfræðinga á undanförnum áratugum. Þær einkennast af stórauknu umburðarlyndi gagnvart málbreytingum, því sem áður voru kallaðar málvillur. 13.4.2022 15:00
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13.4.2022 14:14