Fleiri fréttir Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. 4.4.2022 12:31 Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4.4.2022 12:20 Þessar götur verða malbikaðar í Reykjavík á árinu Malbikað verður alls fyrir 1.340 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Er það hækkun um 200 milljónir frá því sem var áður gert ráð fyrir í áætlun. Ástæða þess er aukið niðurbrot slitlaga, einkum vegna veðurfars í vetur. 4.4.2022 11:59 Bein útsending: „Er leikur að læra?“ – um tengsl kvíða og lestrarörðugleika í grunnskólum Félag lesblindra á Íslandi stendur fyrir vefstefnu nú í hádeginu sem ber heitið „Er leikur að læra?“ – um tengsl kvíða og lestrarörðugleika í grunnskólum. 4.4.2022 11:57 Óttast að umfjöllun hræði verðandi foreldra Skurðlæknir segir óvægna umræðu í kjölfar Kveiksþáttar um konu sem örkumlaðist við fæðingu skaðlega og geti fælt konur frá því að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Honum sárnar útreiðin sem heilbrigðisstarfsfólk hafi þurft að þola. Verkferlar verði að ráða för í kerfinu, ekki duttlungar einstaklinga. 4.4.2022 11:54 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið í Úkraínu og þær skelfilegu fregnir sem berast frá bænum Bucha þar sem rússneskir hermenn virðast hafa framið stríðsglæpi. 4.4.2022 11:33 Vonast til að ná flaki TF ABB af botni vatnsins um miðjan apríl Stýrihópur um aðgerðir til að ná flaki flugvélarinnar TF ABB af botni Þingvallavatns áformar að hittast í vikunni og undirbúa vinnu við björgun. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 4.4.2022 11:20 Elín Pálmadóttir er látin Elín Pálmadóttir blaðamaður er látin, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. 4.4.2022 10:57 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4.4.2022 08:55 270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4.4.2022 08:51 Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. 4.4.2022 07:51 Kviknaði í tveimur bílum í Árbænum Nokkur erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en dælubílar voru sex sinnum kallaðir út. 4.4.2022 07:19 Var nauðgað af öldungi Vottanna en hýddur fyrir að segja frá Það getur skaðað fólk fyrir lífstíð að alast upp í sértrúarsöfnuði, eins og hefur komið fram í frásögnum fyrrverandi meðlima. Tveir fyrrverandi Vottar, sem voru sem börn beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af öldungum í söfnuðinum, segja engum hafa verið refsað fyrir brotin, nema þeim sjálfum. Þau voru bæði lögð í mikið einelti í skóla og segja grafalvarlegt að börn séu enn alin upp í þessu umhverfi. 4.4.2022 07:00 #mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. 3.4.2022 22:01 Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. 3.4.2022 20:31 Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent. 3.4.2022 20:04 Vottarnir svara fyrir „niðrandi og falska” umfjöllun um ofbeldi Fyrrverandi safnaðarmeðlimir Votta Jehóva hafa komið á fót fjölmennum stuðningshópi fyrir fólk sem er að stíga út úr sértrúarsöfnuðum. Tveir fyrrverandi Vottar urðu fyrir grófu kynferðisofbeldi sem börn af hendi tveggja öldunga í söfnuðunum. Skandinavíuskrifstofa Vottanna gagnrýnir umfjöllun fréttastofu um og segir ekkert ofbeldi til staðar innan þeirra raða. 3.4.2022 18:30 Líkamsárás í Kópavogi eldsnemma í morgun Töluverður erill var hjá lögreglu í dag, til að mynda var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi klukkan fimm í morgun. Árásarþoli var fluttur á bráðamóttöku. 3.4.2022 18:19 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, Bútsja þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 3.4.2022 18:01 Stálheppinn tippari vann 104 milljónir króna Hæsti vinningur í sögu Íslenskra getrauna vannst í gær þegar íslenskur tippari búsettur í Kópavogi fékk þrettán rétta á Enska getraunaseðilinn og varð 104 milljónum króna ríkari. 3.4.2022 17:15 Guðmundur Ari leiðir lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Guðmundur Ari Sigurjónsson verkefnastjóri og bæjarfulltrúi mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti listans er Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. 3.4.2022 16:45 Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó Strætó skerðir í dag þjónustu sína við farþega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnarformaður skilur ósætti farþega vel og vonast til að skert þjónusta verði aðeins tímabundin. 3.4.2022 16:01 Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3.4.2022 15:20 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3.4.2022 15:03 Netverjar mótmæla niðurskurði hjá Strætó: „Á hvaða brengluðu tímalínu lifi ég?“ Netverjar eru síður en svo sáttir með breytta ferðaáætlun Strætó sem var kynnt í gær. Strætómál og leigubílaleysi hefur verið til mikillar umræðu, til að mynda á Twitter, og segja netverjar um öryggismál að ræða. 3.4.2022 14:15 „Það stenst enginn þetta augnaráð“ Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. 3.4.2022 13:28 Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. 3.4.2022 13:03 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Mannréttindasamtök saka Rússa um stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá svæðum sem Rússar hafa horfið frá. Við segjum frá helstu vendingum stríðsins í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 3.4.2022 11:53 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3.4.2022 10:01 Úkraína, salan á Íslandsbanka og staða öryrkja á vinnumarkaði í Sprengisandi Staða fólks á vinnumarkaðnum með skerta starfsgetu, ástandið í Úkraínu og sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka er meðal þess sem verður til umræðu í Sprengisandsþætti dagsins. 3.4.2022 09:34 „Þetta er ekki bara vinna heldur líka það að vera innan um fólk“ Maður á áttræðisaldri sem fékk vinnu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur segir það ljótt af vinnuveitendum að segja fólki upp sökum aldurs. Hann segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og hlakkar til að takast á við ný verkefni. 3.4.2022 09:01 Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3.4.2022 05:55 Tómas Ellert leiðir lista Miðflokks og sjálfstæðra í Árborg Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ari Már Ólafsson leiða lista Miðflokksins og sjálfstæðra í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 2.4.2022 23:21 Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2.4.2022 23:03 Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. 2.4.2022 21:15 Úkraínsk börn dönsuðu þjóðdansa til fjáröflunar Glatt var á hjalla í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag þar sem haldin var fjáröflun til styrktar fjölskyldum sem komnar eru hingað til lands frá Úkraínu. 2.4.2022 21:11 Harpa Ósk kjörin nýr skátahöfðingi Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar. 2.4.2022 20:56 Sýknaður af ákæru um nauðgun vegna ósamræmis í framburði brotaþola Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað konu sem hann kynntist á skemmtistaðnum B5 árið 2019. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að ekki hafi önnur niðurstaða verið tæk en að sýkna manninn vegna þess að framburður hans var talinn trúverðugari en meints brotaþola. 2.4.2022 19:39 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Farið verður yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum. 2.4.2022 18:21 Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. 2.4.2022 17:39 Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Fréttaritarinn Thomas van Linge segir að úkraínsku konunni, sem lifði af árás Rússa á fæðingarspítala í Maríupól, hafi verið rænt af Rússum. Hún sé ein þeirra mörgu flóttamanna sem Rússar hafi beint frá Maríupól til Rússlands þvert á samninga. 2.4.2022 16:46 Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2.4.2022 16:20 Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2.4.2022 14:04 Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2.4.2022 13:32 Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2.4.2022 12:05 Sjá næstu 50 fréttir
Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. 4.4.2022 12:31
Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4.4.2022 12:20
Þessar götur verða malbikaðar í Reykjavík á árinu Malbikað verður alls fyrir 1.340 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Er það hækkun um 200 milljónir frá því sem var áður gert ráð fyrir í áætlun. Ástæða þess er aukið niðurbrot slitlaga, einkum vegna veðurfars í vetur. 4.4.2022 11:59
Bein útsending: „Er leikur að læra?“ – um tengsl kvíða og lestrarörðugleika í grunnskólum Félag lesblindra á Íslandi stendur fyrir vefstefnu nú í hádeginu sem ber heitið „Er leikur að læra?“ – um tengsl kvíða og lestrarörðugleika í grunnskólum. 4.4.2022 11:57
Óttast að umfjöllun hræði verðandi foreldra Skurðlæknir segir óvægna umræðu í kjölfar Kveiksþáttar um konu sem örkumlaðist við fæðingu skaðlega og geti fælt konur frá því að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Honum sárnar útreiðin sem heilbrigðisstarfsfólk hafi þurft að þola. Verkferlar verði að ráða för í kerfinu, ekki duttlungar einstaklinga. 4.4.2022 11:54
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið í Úkraínu og þær skelfilegu fregnir sem berast frá bænum Bucha þar sem rússneskir hermenn virðast hafa framið stríðsglæpi. 4.4.2022 11:33
Vonast til að ná flaki TF ABB af botni vatnsins um miðjan apríl Stýrihópur um aðgerðir til að ná flaki flugvélarinnar TF ABB af botni Þingvallavatns áformar að hittast í vikunni og undirbúa vinnu við björgun. Fjórir karlmenn létust eftir slysið varð þann 3. febrúar síðastliðinn. 4.4.2022 11:20
Elín Pálmadóttir er látin Elín Pálmadóttir blaðamaður er látin, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. 4.4.2022 10:57
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4.4.2022 08:55
270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 4.4.2022 08:51
Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur horft á klám Tæplega þrír af hverjum tíu nemendum í 8. bekk grunnskóla hafa horft á klám á netinu. Í 10. bekk hefur meirihluti nemenda horft á klám og í framhaldsskóla er hlutfallið sjö af hverjum tíu nemendum. 4.4.2022 07:51
Kviknaði í tveimur bílum í Árbænum Nokkur erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en dælubílar voru sex sinnum kallaðir út. 4.4.2022 07:19
Var nauðgað af öldungi Vottanna en hýddur fyrir að segja frá Það getur skaðað fólk fyrir lífstíð að alast upp í sértrúarsöfnuði, eins og hefur komið fram í frásögnum fyrrverandi meðlima. Tveir fyrrverandi Vottar, sem voru sem börn beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af öldungum í söfnuðinum, segja engum hafa verið refsað fyrir brotin, nema þeim sjálfum. Þau voru bæði lögð í mikið einelti í skóla og segja grafalvarlegt að börn séu enn alin upp í þessu umhverfi. 4.4.2022 07:00
#mínarbuxur: Gamlar hugmyndir um hvernig alvöru nauðgun lítur út Karlmaður á þrítugsaldri var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í vikunni. Dómurinn hefur vakið mikla reiði og komið af stað bylgju á samfélagsmiðlum en fólki þykir dómarinn velta því þar upp hvort konan hafi verið í of þröngum buxum til að brotið hafi getað átt sér stað. 3.4.2022 22:01
Með skilaboð til Íslendinga: „Hjálpin sem þið hafið veitt okkur gleymist aldrei“ Vesturbæingar og fyrirtæki í nágrenninu hafa tekið höndum saman við að útvega úkraínskum flóttamönnum sem dvelja á Hótel Sögu ýmsar nauðsynjar, þar á meðal sundkort. Við hittum flóttamann sem var með skilaboð til íslensku þjóðarinnar. 3.4.2022 20:31
Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent. 3.4.2022 20:04
Vottarnir svara fyrir „niðrandi og falska” umfjöllun um ofbeldi Fyrrverandi safnaðarmeðlimir Votta Jehóva hafa komið á fót fjölmennum stuðningshópi fyrir fólk sem er að stíga út úr sértrúarsöfnuðum. Tveir fyrrverandi Vottar urðu fyrir grófu kynferðisofbeldi sem börn af hendi tveggja öldunga í söfnuðunum. Skandinavíuskrifstofa Vottanna gagnrýnir umfjöllun fréttastofu um og segir ekkert ofbeldi til staðar innan þeirra raða. 3.4.2022 18:30
Líkamsárás í Kópavogi eldsnemma í morgun Töluverður erill var hjá lögreglu í dag, til að mynda var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi klukkan fimm í morgun. Árásarþoli var fluttur á bráðamóttöku. 3.4.2022 18:19
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Utanríkisráðherra Úkraínu segir Rússa hafa framið fjöldamorð á almennum borgurum í bænum Bucha, Bútsja þar sem lík liggja eins og hráviði á götum eftir brotthvarf Rússa. Vestrænir leiðtogar fordæma Rússa fyrir voðaverk á svæðinu og saka þá sumir um stríðsglæpi. 3.4.2022 18:01
Stálheppinn tippari vann 104 milljónir króna Hæsti vinningur í sögu Íslenskra getrauna vannst í gær þegar íslenskur tippari búsettur í Kópavogi fékk þrettán rétta á Enska getraunaseðilinn og varð 104 milljónum króna ríkari. 3.4.2022 17:15
Guðmundur Ari leiðir lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi Guðmundur Ari Sigurjónsson verkefnastjóri og bæjarfulltrúi mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti listans er Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. 3.4.2022 16:45
Hjálmar harmar skerta þjónustu strætó Strætó skerðir í dag þjónustu sína við farþega með því að draga úr tíðni ferð á nokkrum leiðum og hætta akstri þeirra fyrr á kvöldin. Stjórnarformaður skilur ósætti farþega vel og vonast til að skert þjónusta verði aðeins tímabundin. 3.4.2022 16:01
Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu. 3.4.2022 15:20
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3.4.2022 15:03
Netverjar mótmæla niðurskurði hjá Strætó: „Á hvaða brengluðu tímalínu lifi ég?“ Netverjar eru síður en svo sáttir með breytta ferðaáætlun Strætó sem var kynnt í gær. Strætómál og leigubílaleysi hefur verið til mikillar umræðu, til að mynda á Twitter, og segja netverjar um öryggismál að ræða. 3.4.2022 14:15
„Það stenst enginn þetta augnaráð“ Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. 3.4.2022 13:28
Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. 3.4.2022 13:03
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Mannréttindasamtök saka Rússa um stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá svæðum sem Rússar hafa horfið frá. Við segjum frá helstu vendingum stríðsins í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 3.4.2022 11:53
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3.4.2022 10:01
Úkraína, salan á Íslandsbanka og staða öryrkja á vinnumarkaði í Sprengisandi Staða fólks á vinnumarkaðnum með skerta starfsgetu, ástandið í Úkraínu og sala ríkisins á hlutum í Íslandsbanka er meðal þess sem verður til umræðu í Sprengisandsþætti dagsins. 3.4.2022 09:34
„Þetta er ekki bara vinna heldur líka það að vera innan um fólk“ Maður á áttræðisaldri sem fékk vinnu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur segir það ljótt af vinnuveitendum að segja fólki upp sökum aldurs. Hann segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og hlakkar til að takast á við ný verkefni. 3.4.2022 09:01
Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum „Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir. 3.4.2022 05:55
Tómas Ellert leiðir lista Miðflokks og sjálfstæðra í Árborg Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ari Már Ólafsson leiða lista Miðflokksins og sjálfstæðra í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 2.4.2022 23:21
Vesturbæingar sjá um hundrað flóttamönnum á Hótel Sögu fyrir nauðsynjum Tæplega eitt hundrað úkraínskir flóttamenn, konur og börn, hafa fengið þak yfir höfuðið í Bændahöllinni, þar sem Hótel Saga var þar til nýlega. Svo virðist sem fólkið fái ekki mikið meira en þak yfir höfuðið enda hafa íbúar Vesturbæjar tekið það á sig að verða fólkinu úti um helstu nauðsynjar. 2.4.2022 23:03
Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. 2.4.2022 21:15
Úkraínsk börn dönsuðu þjóðdansa til fjáröflunar Glatt var á hjalla í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag þar sem haldin var fjáröflun til styrktar fjölskyldum sem komnar eru hingað til lands frá Úkraínu. 2.4.2022 21:11
Harpa Ósk kjörin nýr skátahöfðingi Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar. 2.4.2022 20:56
Sýknaður af ákæru um nauðgun vegna ósamræmis í framburði brotaþola Karlmaður á þrítugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað konu sem hann kynntist á skemmtistaðnum B5 árið 2019. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að ekki hafi önnur niðurstaða verið tæk en að sýkna manninn vegna þess að framburður hans var talinn trúverðugari en meints brotaþola. 2.4.2022 19:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. Farið verður yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum. 2.4.2022 18:21
Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. 2.4.2022 17:39
Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Fréttaritarinn Thomas van Linge segir að úkraínsku konunni, sem lifði af árás Rússa á fæðingarspítala í Maríupól, hafi verið rænt af Rússum. Hún sé ein þeirra mörgu flóttamanna sem Rússar hafi beint frá Maríupól til Rússlands þvert á samninga. 2.4.2022 16:46
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2.4.2022 16:20
Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2.4.2022 14:04
Erla hefur farið fram á endurupptöku Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur farið fram á endurupptöku máls síns. Verði fallist á endurupptökubeiðnina verður mál hennar flutt að nýju í Hæstarétti. Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu í samtali við fréttastofu. 2.4.2022 13:32
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2.4.2022 12:05