Fleiri fréttir

Velti stolnum bíl

Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti að bíl hefði verið stolið í Hafnarfirði eða Garðabæ. Sá sem tilkynnti um þjófnaðinn var sjálfur að veita þjófnum eftirför þegar hann hringdi á lögregluna.

Vill fækka sýslu­mönnum úr níu í einn

Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir.

For­seta­frúin fundaði með Joe og Jill Biden

Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir

Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig.

Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart

Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðastliðna nótt.

Engin mál hjá lög­reglu vegna grun­sam­legs blás sendi­bíls

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum.

Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda

Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu.

Ekki gert ráð fyrir sveitar­stjóra í nýju sveitar­fé­lagi

Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum

Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar.

Íslendingur í Kænugarði segir Rússa orðna örvæntingarfulla

Forsætisráðherrar þriggja austurevrópulanda funda með forseta Úkraínu í Kænugarði í dag. Höfuðborgin varð fyrir einum mestu loftárásum stríðsins síðast liðna nótt. Óskar Hallgrímsson sem býr í borginni segir Rússa orðna örvæntingarfulla því Úkraínumönnum hafi gengið vel að rjúfa birgðaleiðir þeirra.

Ráðherra skipar starfshóp um réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks

„Ég tel nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju og nýta þá vinnu sem fyrir liggur í þessum efnum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, sem hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um ástandið í Úkraínu og rætt við Óskar Hallgrímsson íbúa í Kænugarði sem varð harkalega var við sprengjuregnið í nótt.

Burðar­dýr í hálfs árs fangelsi fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu á fertugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 300 grömmum af kókaíni í flugi frá París til Íslands í mars 2020. Konan flutti efnin í sjö pakkningum sem hún faldi innvortis.

Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka

Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs.

Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. 

Slökkvi­lið í­trekað kallað út vegna vatns­leka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn þegar vatnsveður gekk yfir borgina. Mikið var um vatnsleka og samtals voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir tólf sinnum út til að sinna slíkum verkefnum.

Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS

Heil­brigðis­ráð­herra segir úr­bætur í heil­brigðis­þjónustu Suður­nesja komnar í far­veg. Hann vill skoða betur hvort vakta­fyrir­komu­lag Heil­brigðis­stofnunar Suður­nesja (HSS) skapi furðu­mikinn frí­töku­rétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heil­brigðis­stofnunum á lands­byggðinni.

Ferða­maðurinn fundinn heill á húfi

Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel.

Vaka kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Vöku - hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningarnar fara fram 23. og 24. mars næstkomandi. 

Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli

Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna.

Sauð upp úr á Al­þingi: „Ég hef sjaldan séð þing­mann jafn æstan“

Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja.

Leit að ferða­manni að Fjalla­baki

Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis.

Safnaða­rmeð­limum Smára­kirkju hefur fækkað um þriðjung

Forstöðukona Smárakirkju segir áskanir um rasisma og fordóma innan safnaðarins eiga ekki við nein rök að styðjast. Hún hefði sjálf viljað vera svört og í kirkjunni hafi starfað þeldökkur maður. Það hefur fækkað um þriðjung í söfnuðinum síðan 2014.

Slökkviliðið á fullu vegna vatnselgs

Slökkviliðið hefur staðið í ströngu í dag vegna vatns sem safnast hefur saman á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri segir brýnt að hreinsa frá niðurföllum en segir þó að fólki verði ekki alltaf um kennt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna lauk án niðurstöðu í dag en verður haldið áfram á morgun. Flóttaleið opnaðist loks út úr Mariupol í dag, þar sem íbúar hafa búið við hryllilegar aðstæður dögum saman. Mannfall varð í loftárás Rússa í Kænugarði í morgun.

Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður

Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag.

Ís­land opnar sendi­ráð í Var­sjá í haust

Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun.

Sigur­björg í Smára­­kirkju hefði kosið að vera svört

Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, hafnar því að kynþáttafordómar eða fordómar gagnvart hinsegin fólki þrífist innan safnaðarins. Hún segist hefði kosið sjálf að vera svört, eins og Whitney Houston, og segir svart fólk líka eldast betur. Þetta kom fram í guðsþjónustu í Smárakirkju í gær.

Sjá næstu 50 fréttir