Fleiri fréttir

Reykjavík í rusli

Flestar endurvinnslutunnur í Reykjavík, þar sem íbúar reyna eftir föngum að safna saman pappa og plasti, eru sneisafullar enda eru vikur síðan þær hafa verið tæmdar. Það þýðir svo að óþrifalegt er orðið í höfuðborginni.

Engin virkni í kolla­­gen sem ekki fæst úr hefð­bundinni fæðu

Vísindavefurinn birtir grein þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort það liggi fyrir að kollagen sé eins hollt og gagnlegt og framleiðendur vilja vera láta. Svarið er: Nei. Kollagen sem fæðubótarefni er í raun algerlega sambærilegt við matarlím.

Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir

Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í.

102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka

Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul.

Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum

Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á fjórða tug létust í árás Rússa á herstöð við landamæri Úkraínu og Póllands. Rússar fikra sig hægt og rólega nær Kænugarði. Páfinn bað Rússa í dag um að hætta árásum sínum, í nafni Guðs. 

Garða­bæjar­listinn sam­þykkir fram­boðs­lista

Garðabæjarlistinn samþykkti einróma framboðslista til sveitarstjórnarkosninga á félagsfundi fyrr í dag. Listinn er sameiginlegt framboð Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar, Pírata auk annarra óháðra einstaklinga.

Vara við aukinni hættu á krapa­flóðum

Veðurstofan varar við aukinni hættu á krapaflóðum á sunnanverðu landinu á morgun vegna óveðurs. Vitað er til þess að tvö slík hafi fallið á dögunum.

Segir Drífu hafa mis­tekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma

Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu.

Sögu­leg kosning Ás­dísar í Kópa­vogi

Ásdís Kristjánsdóttir var kjörin oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi með afgerandi meirihluta. Aldrei í nútímasögu flokksins hefur nýliði hlotið aðra eins kosningu.

„Maður þolir illa að tapa“

Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu.

Nemendur Garðyrkjuskólans biðja um hjálp

Nemendur eina Garðyrkjuskóla landsins hafa verulegar áhyggjur af framtíð skólans og vilja að hann verði gerður sjálfstæður skóli að ný en í dag er hann hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í haust stendur til að færa skólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Geir er nýr for­seti Lands­sam­bands Ung­menna­fé­laga

Sambandsþing Landssambands Ungmennafélaga (LUF) fór fram laugardaginn 12. mars síðastliðinn í Hinu Húsinu þar sem fulltrúar kusu nýja stjórn. Geir Finnsson, fulltrúi Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar var kjörinn forseti.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Minnst 35 eru látnir og 57 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

For­setinn byrjar bingó í Kola­portinu

Kolaportsmessa dagsins verður sérlega hátíðleg en sjálfur forseti Íslands mun heiðra messugesti með nærveru sinni. Að lokinni messu mun forsetinn draga fyrstu kúluna í bingói sem er sérhannað til að kenna íslensku.

Vildi verða sveitar­stjóri en komst ekki á lista

Ásmundur Friðriksson alþingismaður var ekki meðal sex efstu á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi Ytra. Hann sóttist eftir því að leiða listann en niðurstaða úr prófkjöri flokksins lá fyrir í kvöld.

Ás­dís nýr oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi

Ásdís Kristjánsdóttir er efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi en 1099 atkvæði hafa verið talin. Í öðru sæti er Hjördís Ýr Johnson með 329 atkvæði og í þriðja sæti er Andri Steinn Hilmarsson með 347 atkvæði.

Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka

Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við færum ykkur helstu fregnir af stríðinu í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu.

Sakar Loga um ó­dýra hræðslu­pólitík

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá.

Barna­leg trú á sam­starfs­vilja VG hafi orðið Sam­fylkingunni að falli

Formaður Samkfylkingarinnar segir flokkinnn ekki hafa náð markmiði sínu fyrir síðustu alþingiskosningar, að leiða saman ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Barnaleg tiltrú flokksmanna á að Vinstri græn hefðu raunverulegan áhuga á ríkisstjórnarsamstarfi til vinstri hafi verið þeirra stærstu mistök.

Forsætisráðherra óttast að stríðið dragist á langinn

Forsætisráðherra segir að að þjóðin eigi að halda áfram að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkraínu, þó það reyni mikið á og geti verið erfitt, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Hún óttast að stríðið eigi eftir að dragast á langinn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar eru sagðir sækja í sig veðrið í nágrenni Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Íslendingur í Kænugarði óttast þó ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Við fjöllum um nýjustu vendingar í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um sjálf­stæði

Inn­viða­ráð­herra líst vel á að Kjal­nesingar fái að kjósa um það hvort þeir slíti sig frá Reykja­víkur­borg sam­hliða sveitar­stjórnar­kosningum í vor. Það myndi þó hugnast honum best að hverfið yrði á­fram hluti af Reykja­vík en í­búar ættu að hafa sitt að segja um það.

Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag

Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu.

Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB.

Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 

Rukka inn á bíla­­­stæði í ó­­­þökk sveitar­­fé­lags

Bæjar­stjóri Reykja­nes­bæjar for­dæmir ferða­þjónustu­fyrir­tæki fyrir að rukka gjald inn á bíla­stæði við Reykja­nes­vita. Hann segir fyrir­tækið hafa svikið lof­orð um að koma fyrst upp þjónustu­mið­stöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það.

Ísland verður rampað upp með þúsund römpum

Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár.

Troð­fullt vöru­hús af varningi á leið til Úkraínu

Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi.

Sjá næstu 50 fréttir