Fleiri fréttir

Nældi sér í Covid-19 á EM
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin
Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis.

Blasir við að stefni í afléttingar
Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis.

Dóra Björt gefur kost á sér áfram
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér áfram í oddvitasæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Tvö hundruð starfsmenn spítalans í einangrun
35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fækkað um tvö á milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu. Starfsmönnum spítalans í einangrun hefur fjölgað mikið um helgina.

Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný
Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað.

1.198 greindust innanlands
Í gær greindust 1.252 með Covid-19, þar af voru 54 sem greindust sem landamærasmit. Innanlandssmit voru því 1.198. Alls voru 715 í sóttkví.

Dómskerfið og kynferðisbrot, pólitík og Covid í Sprengisandi
Gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í dag munu ræða ýmis málefni sem snerta á landanum. Fyrstu gestir Kristjáns í dag eru þær Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður, og Dr. María Rún Bjarnadóttir. Báðar fluttu þær nýverið erindi á málþingi HR þar sem spurt var hvort réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Ekki mættur í ráðuneytið til að sækja kaffi fyrir Guðlaug Þór
Steinar Ingi Kolbeins er nýr aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Steinar Ingi er 24 ára gamall Reykvíkingur, bráðungur að árum en hann bendir á að í ráðuneytinu sé einmitt málaflokkur unga fólksins og framtíðarinnar.

Umhleypingasöm vika framundan
Eftir stormasama helgi mun stytta upp og lægja í kvöld og nótt. Umhleypingasöm vika er þó framundan.

Kom sér fyrir í sameign og veittist að lögreglu
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni sem komið hafði sér fyrir í sameign í húsi í Breiðholti.

Skoða nú allar mögulegar afléttingar
Heilbrigðisyfirvöld skoða nú, í samráði við sóttvarnalækni, allar mögulegar afléttingar með hliðsjón af skynsemi og öryggi.

Öll rök og tölfræði segi okkur að aflétta takmörkunum
„Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að fara að huga að því að létta af þessum takmörkunum með einhverjum hætti,“ segir þingmaður Viðreisnar og bendir á að sérfræðingar innan Landspítala séu á sama máli.

Færeyskur Íslandsvinur útskýrir hvað við þurfum að gera
Hvergi í heiminum smitast eins margir af kórónuveirunni daglega og í Færeyjum, en enginn er á sjúkrahúsi. Þess vegna ætla stjórnvöld þar í landi að aflétta öllum samkomutakmörkunum í næsta mánuði - það var ekkert annað í stöðunni, segir færeyskur Íslandsvinur.

Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá
Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá.

Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi
Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess.

Umboðsmaður barna varar við villandi upplýsingum
Umboðsmaður barna stendur ekki að baki upplýsingablaði sem dreift hefur verið í heimahús, þó það sé gefið í skyn á blaðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 tökum við Færeyinga tali en þar ríkir mikil gleði með ákvörðun stjórnvalda um að aflétta samkomutakmörkunum, þrátt fyrir að nýgengi smita sé það hæsta í heimi.

Fólki í tveimur bílum bjargað af lokaðri Öxnadalsheiði
Meðlimir björgunarsveita á Akureyri og í Varmahlíð voru kallaðir út í dag vegna bíla sem voru fastir í snjó á Öxnadalsheiði. Verið var að keyra bílnum frá Reykjavík til Akureyrar en heiðin hefur verið lokuð frá því í gærkvöldi.

Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna
Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar.

Telur könnun ASÍ og BSRB um aðstæður launafólks gagnslausa
Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands, telur að nýleg könnun á meðal félagsmanna ASÍ og BSRB sé ómarktæk. Gögnin sem urðu til og niðurstöðurnar séu gagnslausar.

Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð
Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga.

Kæmi Kára ekki á óvart ef innan skamms yrði hætt að beita einangrun og sóttkví
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það muni ekki sér á óvart ef að innan skamms verði hætt að beita sóttkví og einangrun til að hemja kórónuveirufaraldurinn. Ómíkronafbrigðið valdi annars konar sjúkdómi en önnur afbrigði veirunnar.

Var með félaga sínum og má búast við mörghundruð þúsund króna sekt
Ökumaður sem átti að vera í einangrun vegna Covid-19 en var stöðvaður í bifreið sinni af lögreglu í gær má eiga von á sekt upp á 150-500 þúsund krónur.

Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu
Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast.

Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu
Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði.

„Augljóslega er þetta ekki gott“
Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að raforkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

1.207 greindust innanlands
Í gær greindust 1.224 með COVID-19, þar af voru 17 sem greindust sem landamærasmit. Alls voru 644 í sóttkví.

Fjölgar um tvo á spítalanum
37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um tvö á milli daga. Starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgar nokkuð á milli daga.

Safna fé fyrir bálstofu í Rjúpnadal og vilja sæti í stjórn Kirkjugarðanna
Forsvarsmenn Bálfarafélags Íslands mótmæla harðlega nýju frumvarpi sem gerir ráð fyrir að ákvæði um samnefnt félag verði fellt brott úr lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Axel Nikulásson látinn
Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins er látinn, 59 ára að aldri.

Ekkert ferðaveður fram á kvöld
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Ökumaður sem átti að vera í einangrun gripinn af lögreglu
Ökumaður sem átti að vera í einangrun má búast við kæru vegna brots á sóttvarnarlögum eftir að lögregla greip hann glóðvolgan við aksturinn.

Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni
Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin.

Stefán í Gagnamagninu gengst við að hafa beitt ofbeldi
Stefán Hannesson, fyrrverandi meðlimur Daða og Gagnamagnsins hefur gengist við ásökunum um ofbeldi, sem á hann hafa verið bornar síðustu daga. Hann segist hafa tekið ákvörðun um það í fyrra að segja sig úr hljómsveitinni.

Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi
Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð.

Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið
Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum.

Líkir myndbirtingu Sigurðar G við áður séða þöggunartilburði
Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson tekur fyrir að hafa birt mynd af Vítalíu Lazarevu hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Talskona Stígamóta segir myndbirtinguna líkjast þöggunartilburðum.

Brimbrettakappar lentu í kröppum dansi
Þrír brimbrettakappar komu sér í hann krappan þegar þeir voru á brettum sínum norðaustur af Engey í dag vegna vélarbilunar í gúmmíbát þeirra.

Gæti farið fram á sanngirnisbætur
Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Slys vegna rafskútu hafi verið fyrirsjáanlegt
Einstaklingur var fluttur á spítala til aðhlynningar eftir að hafa hjólað á rafhlaupahjól á níunda tímanum í morgun. Formaður Reiðhjólabænda segir slysið hafa verið fyrirsjáanlegt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vonir standa til þess að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem eru í einangrun í Búdapest geti spilað á ný á Evrópumótinu í næstu viku. Flestir eru við ágæta heilsu en sex leikmenn hafa greinst með covid-19 og sjúkraþjálfari liðsins er einnig kominn í einangrun. Við verðum í beinni útsendingu frá Búdapest í kvöldfréttum og fjöllum nánar um málið.

Bjarni Ben kominn heim og skýtur á Samfylkinguna
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er kominn til landsins eftir frí erlendis þar sem ráðherrann skellti sér meðal annars á skíði.