Fleiri fréttir

Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu
Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf.

Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur
Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Kerfið hafi ekki bolmagn til þess að sinna heimilislausum sem þurfa í sóttkví
Velferðarkerfið hefur ekki bolmagn til þess að halda utan um hóp þeirra sem þurfa í sóttkví en eru heimilislausir eða eiga við vímuefnavanda að stríða. Þetta segir verkefnastýra Frú Ragnheiðar sem segir jafnframt að mikið álag sé á athvörfum fyrir heimilislausa.

Magnús Guðmundsson er látinn
Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær.

Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid
Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir.

Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir
Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ.

Þingmanna að tilkynna forföll til skrifstofu Alþingis
Nafn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var ekki á skrá yfir fjarvistir þingmanna þegar Alþingi var sett í dag, og sætti það gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna. Forseti Alþingis segir skýringuna einfalda: Skráin byggi alfarið á tilkynningum hvers og eins þingmanns um fjarvistir sínar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Innlagnarhlutfall á spítala og gjörgæslu er á niðurleið og sóttvarnalæknir segir að fylgst verði með þróuninni sem gefi mögulega tilefni til tilslakana. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hluti nemenda fær að mæta í Seljaskóla á morgun
Seljaskóli opnar aftur á morgun að hluta en tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að skólanum yrði lokað fram á mánudag vegna fjölda kennara og nemenda sem höfðu smitast. Fimm árgangar fá að mæta aftur á morgun en aðrir þurfa að vera heima. Staðan verður metin aftur á morgun.

Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku.

Brjáluð vegna skíðaferðar Bjarna Benediktssonar
Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra við upphaf Alþingis í dag. Þing kom saman í dag í fyrsta sinn á árinu og var Bjarni hvergi sjáanlegur. Kröfðust þingmenn svara við því hvort Bjarni væri í fríi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Bjarni fjarverandi vegna skíðaferðar.

Tæplega 3500 börn á aldrinum 5-11 ára greinst en ekkert lagst inn
Hér á landi hafa 6.578 börn á aldrinum 0–16 ára greinst með COVID-19 frá upphafi faraldursins til 2. janúar 2022, þar af eru 3.449 börn á aldrinum 5–11 ára.

Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið
Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni.

Sótti brotaþola í nuddið: „Ég var ekki til staðar fyrir hana“
Vinkona ungrar konu sem segir Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson hafa brotið á sér í meðferðartíma á stofu hans segist hafa brugðist vinkonu sinni. Hún sótti hana í tímann en segist ekki hafa vitað hvernig ætti að bregðast við. Eftir á að hyggja hefði átt að tilkynna málið til lögreglu.

Þetta er hrúturinn sem gjörbreytir baráttunni gegn riðuveiki
„Þetta er stórkostlegur gleðidagur,“ segir Eyþór Einarsson, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, um þau tíðindi að verndandi arfgerðin ARR hafi fundist í fyrsta skipti í íslenskum hrút. Fundurinn stóreykur líkurnar á því að hægt sé að útrýma riðuveiki í íslensku sauðfé á næstu árum og áratugum.

Kristín Ýr vill þriðja sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ
Kristín Ýr Pálmarsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.

Domus-barnalæknar fluttir í Kópavog: „Bílastæðavandinn er eiginlega úr sögunni“
„Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er eiginlega úr sögunni.“

Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé
Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda.

„Þetta er bara spurning um tíma“
Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda.

Ármann hættir sem bæjarstjóri í vor
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri Kópavogs, mun ekki sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann segir tímabært að einhver annar taki við keflinu.

Erfið staða innan skólakerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“
Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi.

„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“
Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga.

Guðfinnur sækist eftir 4. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ
Guðfinnur Sigurvinsson stjórnsýslufræðingur gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer laugardaginn 5. mars næstkomandi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á faraldri kórónuveirunnar og ræðum við Ragnar Freyr Aðalsteinsson lækni á Landspítala og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.

Áfram í varðhaldi eftir að hafa gengið í gildru lögreglu
Kona sem er annar helmingur pars sem gekk í gildu lögreglu eftir að hafa verið grunað um stórfellt fíkniefnabrot mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram í næsta mánuð.

Hópsmit um borð í Baldvin Njálssyni: „Orðin spurning um heppni hvort menn sleppi út á sjó“
Tuttugu og sex af tuttugu og átta skipverjum á frystitogaranum Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Skipstjóri togarans segist þakklátur heilbrigðisyfirvöldum en allt hafi gengið upp eins og í smurðri vél þegar grunur um smit kom upp um borð.

1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum.

Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs
Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda.

45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19
45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél.

Kristinn vill áfram 2. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði
Kristinn Andersen, verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, sækist áfram eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í bænum. Kristinn skipaði annað sætið á framboðslista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum.

Ellen stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingunni í borginni
Borgarfulltrúinn Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram rafrænt dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi.

Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli
„Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli.

Fleiri teknir inn í hjúkrun í Háskóla Íslands
Allir þeir sem náðu tilskilinni einkunn í samkeppnisprófum í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands komast inn í námið. Til stóð að hleypa 122 nemendum í gegn en þeir verða 127.

Handtekinn meintur þjófur reyndist eftirlýstur
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í nótt um innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 108. Þar höfðu öryggisverðir séð til tveggja manna hlaupa frá vettvangi.

Svindlaði sér inn í Gettu betur lið annars skóla
Endurkoma Framhaldsskólans í Mosfellsbæ (FMOS) í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, fór ekki beint vel af stað síðasta fimmtudagskvöld. Skólinn grúttapaði þar fyrir Menntaskólanum á Egilsstöðum en ekki nóg með það heldur játaði einn liðsmaður liðsins eftir keppnina að hann væri alls ekki nemandi í FMOS heldur Kvennó.

Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn
Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að.

Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt.

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn
Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Gular viðvaranir á morgun
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út á öllu Norður- og Norðvesturlandi á morgun vegna storms og mikilla rigninga. Óveðrið byrjar fyrst í Breiðafirði og á Vestfjörðum í kvöld.

Heyrnarlaus skólastjóri Hlíðaskóla lætur ekkert stoppa sig
Skólastjóri Hlíðaskóla er líklega fyrsta heyrnalausa manneskjan í heiminum til að stýra skóla þar sem langflestir nemendur og annað starfsfólk er heyrandi. Hún segist aldrei hafa látið fötlun sína stöðva sig og vonar að vegferð sín sé hvatning til annarra um að láta drauma sína rætast.

Óttast endurkomu Sólveigar Önnu
Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar.

Mjög þungur dagur á bráðamóttöku vegna hálkuslysa
Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í dag vegna hálkuslysa. Yfirlæknir segir höfuðhögg og beinbrot vera algengustu meiðslin í kjölfar slysanna.

Mikil bjartsýni fyrir ferðasumrinu 2022
Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi fyrir sumrinu enda verið að skipuleggja sumarið á fullum krafti með fjölbreyttri dagskrá. Oddviti sveitarfélagsins spáir góðu sumri í ferðaþjónustu.

Einn til viðbótar smitaður á Landakoti eftir umfangsmiklar skimanir
Einn sjúklingur á Landakoti greindist með kórónuveiruna í gær eftir umfangsmiklar skimanir þar og á hjartadeild spítalans.

Faraldursstaðan í Evrópu: „Erfiðust grímuskyldan fyrir börn frá sex ára“
Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana.