Fleiri fréttir

„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“

Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið.

Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar .

Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella

Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19.

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti

Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu

Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en ríkisstjórnin situr nú á fundi í Tjarnargötu og ræðir minnisblað sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands.

176 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

176 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 82 af þeim 176 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 86 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 91 af þeim sem greindist í gær er fullbólusettur, bólusetning er hafin í tilviki sjö og sjötíu eru óbólusettir.

Sjúklingum í öndunarvél fækkar úr þremur í einn

Sextán sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19. Þrír eru á gjörgæsludeild, þar af einn í öndunarvél. 1.591 sjúklingur er í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 377 börn.

Hertar að­gerðir kynntar í dag

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Sagt upp hjá Eflingu eftir 27 ára starf

„Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vandann sem Sólveig skapaði.“

Skjálfti 3,2 að stærð við Keili

Nokkrir jarðskjálftar riðu yfir í nótt samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn var 3,2 stig í grennd við Keili á Reykjanesi og því væntanlega ótengdur stóra skjálftanum sem reið yfir Suðurlandi í gær.

Hafði í hótunum vopnaður öxi og klippum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi í Hlíðahverfi en hann var vopnaður öxi og stórum klippum og hafði í hótunum við fólk. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og verður tekin skýrsla af honum þegar bráir af honum.

„Við breytum ekki fortíðinni“

„Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002.

Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu

„Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum.

Vísar um­mælum björgunar­sveitar­manns al­farið á bug

Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 

Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag

Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku.

Kári segir far­aldurinn farinn gjör­sam­lega úr böndunum

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint.

Skólum lokað á Fáskrúðsfirði

Smit kom upp í tengslum við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í gær. Tekin var ákvörðun um að loka skólanum og leikskólanum í kjölfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn vera orðinn nokkuð stjórnlausan. Metfjöldi smitaðra af veirunni kalli á hertar sóttvarnaaðgerðir. Sóttvarnalæknir undirbýr minnisblað til ráðherrans.

Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smá­sjá

Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 

Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits

Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina.

Lækna-Tómas hund­skammar Ás­laugu Örnu og Þór­dísi Kol­brúnu

„Nær daglega heyrast neyðaróp frá bráðamóttöku spítalans, þar sem ástandið er fyrir löngu orðið algjörlega óboðlegt, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á gjörgæsludeildum spítalans er ástandið ekki síður alvarlegt, og nálgast neyðarástand.“

Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 

Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum

Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum.

„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“

Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 

Sjá næstu 50 fréttir