Fleiri fréttir

Sam­bæri­legar launa­hækkanir „ó­raun­hæfar með öllu“

Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili

Ís­land styrkir hlut­falls­lega mest

Ársfundur UNICEF á Íslandi fór fram í gær og tók Óttarr Proppé við sem stjórnarformaður landsnefndar. Þá kom fram á fundinum að hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF koma frá Íslandi.

Þrjú hundruð manna sam­komu­tak­markanir og eins metra regla frá 15. júní

Sam­komu­tak­markanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót.

„Við erum komin með gott hjarðó­næmi“

„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin.

Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu

Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar.

Boða niður­stöður rann­sóknar á al­var­legum auka­verkunum

Óháðir rannsóknaraðilar sem Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun fengu til þess að rannsaka fimm andlátstilfelli og fimm tilfelli mögulega alvarlega aukaverkana í kjölfar bólusetninga við kórónuveirunni hafa lokið vinnu sinni og skilað af sér niðurstöðum.

Taka hraðpróf í notkun á mánudag

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun á mánudag taka í notkun hraðpróf til að greina kórónuveiru í fólki. Hraðprófið er mun fljótvirkara og ódýrara en próf sem hafa verið notuð hingað til og er vonast til að það létti álagi á heilbrigðiskerfið sem ferðamannastraumurinn veldur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir átökin á lokasprettinum á Alþingi fyrir kosningar þar sem tekist er á um líf einstakra mála og hótað að fara í málþóf ef sum þeirra verða ekki svæfð svefninum langa. 

Marg­falt meiri lottósala eftir stóra vinninginn

Áskriftarsala á miðum í Vikinglottó er fjórfalt meiri í dag en hún var fyrir réttri viku síðan. Þetta staðfestir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi.

Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð

Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist.

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Vonast til að skila minnis­blaði fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að skila minnisblaði um tillögu að breytingum á sóttvarnatakmörkunum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Minnisblaðið snýr bæði að takmörkunum innanlands og á landamærum.

Vatns­þurrð í Gren­læk ógnar sjó­birtings­stofninum

Alvarlegt ástand hefur skapast í Grenlæk í Landbroti vegna þurrka. Við vettvangsskoðun Hafrannsóknarstofnunar þann 3. júní síðastliðinn að efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á svæðinu fyrir ofan Stórafoss, eru þurrir.

Skipar Hlyn sem dómara

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hlyn Jónsson lögmann í embætti dómara hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra frá og með 10. júní 2021.

Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á

Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal.

Grípa til smá­aug­lýsinga vegna lítillar trúar á verk­færum þing­manna

Við­reisn birti smá­aug­lýsingu í Frétta­blaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra um um­svif stærstu út­gerðar­fyrir­tækja landsins í ís­lensku at­vinnu­lífi. Þing­menn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin sam­þykkt í þinginu fyrir jól.

Flestir rekast á falsfréttir á Facebook

Átta af hverjum tíu segjast hafa rekist á upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði sem þau hafi efast um að væru sannar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um falsfréttir og upplýsingaóreiðu.

Sjá næstu 50 fréttir