Fleiri fréttir

Ekkert sérstakt ferðaveður að gosstöðvunum í dag

Ferðaveður að gosstöðvunum í Geldingadölum er ekkert sérstakt í dag. Spáð er suðvestan tíu til fimmtán metrum á sekúndu fyrir hádegi en bætir nokkuð í vindinn eftir hádegi. Hægist um aftur í kvöld en búast má við éljum í allan dag að því er segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum

Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið.

Tilkynning um eld sem reyndist vera rómantísk kvöldstund

Slökkvilið á vakt á öllum fjórum stöðvum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í nótt. Nágranni hafði orðið var við eldbjarma í íbúð og ekki þótti duga minna til en að senda allt tiltækt slökkvilið á staðinn.

193 km hraða og nýkominn með bílpróf

Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl í Reykjavík sem mældist á 193 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 80 kílómetrar. Ökumaður bílsins var ekki orðinn átján ára gamall og því var foreldrum hans og barnavernd gert viðvart um ofsaaksturinnn.

Ingi­björg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti.

Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins

Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni.

Guð­mundur Ingi leiðir VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun leiða lista Vinstri grænna í Suðurvesturkjördæmi. Rafrænu forvali flokksins lauk nú síðdegis og varð Guðmundur Ingi þar hlutskarpastur með 483 atkvæði, en hann hefur verið utanþingsráðherra frá stjórnarmyndun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt gosop opnaðist við Fagradalsfjall í dag, sem gæti breytt hraunflæði. Sérfræðingar urðu í fyrsta sinn varir við opið áður en það myndaðist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum

Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. 

Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær

Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku.

Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum

Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna.

22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví

22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa.

Mengun mun berast yfir Vatnsleysuströnd

Gasmengun frá gosstöðvunum á Reykjanesi mun berast til norðurs í dag, miðað við spár, og þá einkum yfir Vatnsleysuströnd. Þeir sem leggja leið sína að gosstöðvunum eru hvattir til að fylgjast með loftgæðamælingum og leiðbeiningum frá almannavörnum.

Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana

Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana.

Grunaður um sölu áfengis úr bílnum

Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt bíl í Árbænum vegna gruns um að ökumaður hans væri að selja áfengi úr bílnum. Töluvert magn af áfengi var tekið úr bílnum og haldlagt.

Afar sértæk beiðni kom á óvart

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður ákvað að gefa ekki áfram kost á sér sem umboðsmaður Alþingis í liðinni viku eftir að henni barst tölvupóstur frá ráðgjafarnefnd forsætisnefndar um ráðninguna, þar sem hún var beðin um mjög tiltekin gögn í tengslum við umsókn sína.

Vonar að hann verði á svörtum lista kín­verskra stjórn­valda til fram­búðar

Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur.

Laga bílaplanið og gönguleiðina inn í Geldingadali

Gönguleiðin inn í Geldingadali liggur undir miklum skemmdum sökum ágangs. Jarðvegsvinna á svæðinu er hafin en gönguleiðin er orðin að drullusvaði á löngum kafla. Þá er einnig unnið að úrbótum á bílastæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá hörðum viðbrögðum kínverskra stjórnvalda vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn tilteknum einstaklingum í Kína vegna meðferðar á minnihluta Úíúra þar í landi.

Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína

Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun.

Hraun rennur úr Geldingadölum í Meradali

Hraun rennur nú úr Geldingadölum, þar sem eldgosið á Fagradalsfjalli hófst þann 19. mars, til austurs inn í Meradali. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar

Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur.

Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa

Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19.

Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar

Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Sjá næstu 50 fréttir