Fleiri fréttir

Fimm stórir skjálftar á 25 mínútum við Fagradalsfjall

Enn nötrar jörðin á suðvesturhorninu þar sem stórir skjálftar finnast. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr klukkan tólf og virðist ekkert lát á skjálftavirkninni sem verið hefur á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa.

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu

Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Snarpur skjálfti á Reykjanesi

Klukkan 08:37 varð jarðskjálfti að stærð 3,2 um 2,1 kílómetra austur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík.

Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein

Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul.

Rigning og bætir í vind í kvöld

Landsmenn mega eiga von á suðlægri átt í dag, víða átta og þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum, og talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert.

„Hafið við Vestmannaeyjar hefur tekið marga“

Það verður að teljast ólíklegt að líkamsleifar sem komu í troll við Vestmannaeyjar árið 1980 séu Geirfinnur Einarsson. Spurningin er hvar þær eru niðurkomnar og hvers vegna þær hafa ekki verið rannsakaðar.

Virti ekki grímu­skyldu og fór áður en lög­regla mætti á svæðið

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í verslun í Hlíðahverfi í Reykjavík á fimmta tímanum í dag. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu neitaði viðskiptavinur að virða grímuskyldu. Hann var þó haldinn sína leið þegar lögregla mætti á svæðið.

Sýknaður af á­kæru um þvingaða kossa þrátt fyrir af­­sökunar­beiðni og „sjálfu“ á heim­­leið

Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þvingað unga konu til að kyssa sig á leið heim úr miðbænum í júní 2019 var sýknaður af öllum kröfum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sendi konunni, sem er fimmtán árum yngri en hann, skilaboð daginn eftir þar sem hann baðst afsökunar á „gærdeginum“, auk þess sem hann tók af þeim svokallaðar „sjálfur“ á leiðinni, þar sem dómurinn mat hann í „ráðandi“ stöðu.

Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

„Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Segir ekkert ó­­eðli­­legt við sam­skipti sín og lög­­reglu­­stjóra

Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar.

Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca.

Vill ó­háða skýrslu um flutning krabba­meins­skimunar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram beiðni um að heilbrigðisráðherra vinni skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skimun fyrir krabbameinum í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jarðskjálftahrinan sem hófst með öflugum skjálftum í gær hefur haldið áfram í dag. Skjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á þriðja tímanum í dag.

Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans

Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur.

Bein út­sending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykja­vík

Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa.

Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuð­borgar­svæðinu og Reykja­nesi

Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti.

Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá embættinu sem hann hefur gegnt frá ársbyrjun 2000. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigúfsson forseti Alþingis, við upphaf þingfundar klukkan 13. Forsætisnefnd Alþingis hefur fallist á beiðni Tryggva.

Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca

Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum.

Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík

Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019.

Sprengjuhótanir hjá þremur stofnunum til viðbótar

Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð sem Vísir greindi frá fyrr í dag.

Lög­reglu­að­gerð við MH vegna sprengju­hótunar

Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.

Spá allt að ellefu stiga hita

Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og á sunnanverðu landinu þykknar upp með smáskúrum. Fyrir norðan rofar smám saman til eftir þungbúið veður í gær og það hlýnar í veðri; hiti verður eitt til fimm stig seinnipartinn en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september.

Beit í fingur lögreglumanns

Skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Kjalarnesi. Að því er segir í dagbók lögreglu ók tjónvaldur af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi.

Tveir skjálftar yfir þremur í nótt

Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.