Fleiri fréttir

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn

Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina.

Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku

Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku.

Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað.

Ragnar Þór hvorki sak­borningur né vitni í veiði­þjófnaðar­máli

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar.

Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma

Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli.

Bein útsending: Efnahagslegt vægi verkefna og staðan á Íslandi

Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík, fjallar um efnahagslegt vægi verkefna og stöðuna á Íslandi í samanburði við nágrannalönd í þriðjudagsfyrirlestri HR og Vísis klukkan 12 í dag. Reiknað er með því að fyrirlesturinn standi í um klukkustund.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar greinum við frá nýjum tillögum um aðgerðir á landamærum í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar en ríkisstjórnin ræddi nýjar aðgerðir á fundi sínum í morgun.

Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs

Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit.

Lögreglan rannsakar líkamsárás á Bíldudal

Maður var handtekinn á Bíldudal á sunnudaginn, grunaður um líkamsárás. Búið er að yfirheyra hann en að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, var árásin minniháttar og ekki talin þörf á gæsluvarðhaldi.

Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur við Smáralind

Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut rétt við Smáralind nú á tíunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra eru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Hyggst svara for­síðu­frétt Frétta­blaðsins með stefnu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR.

Veitur auka vöktun neyslu­vatns í Heið­mörk

Veitur hafa sett upp vöktunarbúnað til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Rigning, slydda eða snjókoma í kortunum

Það verður fremur hæg suðaustlæg átt í dag og dálitlar skúrir fyrri part dags en þurrt og bjart veður á Norðurlandi. Hiti verður eitt til sex stig.

Fiskur og slor dreifðist um veginn

Laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Suðurlandsvegi við Lækjarbotna.

Til marks um „annan veru­leika“ ef um upp­gjör var að ræða

Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns.

„Þetta er bara svo gaman“

Bakarar höfðu í nægu að snúast í dag sem fyrr á bolludegi og seldu tugþúsundir rjómabolla. Hin klassíska vatnsdeigsbolla með súkkulaði er áfram langvinsælust á meðal landsmanna og nýjungar í mataræði höfðu lítil áhrif á söluna.

Sextán teknir fyrir brot á sóttkví

Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins.

Íslendings leitað í tengslum við manndrápið

Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við.

Telur að þjálfa þurfi al­menna lög­reglu­menn til að vopnast

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Von er á níutíu þúsund skömmtum af bóluefni til landsins fram í lok mars að sögn sóttvarnalæknis. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann er ánægður með árangurinn innanlands síðustu vikur en óttast bakslag vegna smits frá landamærum. Hann skilaði inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum um hertar aðgerðir þar.

„Eitt svona mál er bara einu máli of mikið”

Eltihrellar gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisvist, nú eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna varð fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mikilvægt að grípa til aðgerða. Hvert mál sé máli of mikið.

Gefa út leiðbeiningar fyrir öðruvísi öskudag

Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir öskudaginn sem er næstkomandi miðvikudag. Öskudagur verður að öllum líkindum töluvert ólíkur því sem verið hefur undanfarin ár þar sem ekki er mælt með því vegna kórónuveirufaraldursins að börn fari syngjandi á milli verslana og fái nammi að launum.

Kofinn enn ófeðraður

Timburkofi sem fannst brotinn á Suðurstrandarvegi rétt vestan við Hlíðarvatn að mánudagskvöldið 8. febrúar er enn ófeðraður að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að kofinn hafi fallið af flutningabíl umrætt kvöld.

Á puttanum um Suðurlandið en átti að vera í sóttkví

Erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví en ferðaðist austur um Suðurland á puttanum í liðinni viku var fluttur í sóttvarnarhús í Reykjavík. Honum jafnframt gert að greiða sekt vegna brots síns. Þetta var á meðal verkefna Lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku sem lögregla greinir frá á heimasíðu sinni og má lesa um að neðan.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum og heyrum í sóttvarnalækni af upplýsingafundi í morgun en hann hefur nú skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á landamærum.

Meðal annars skotinn í höfuðið

Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið.

Enginn greindist innanlands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist með veiruna innanlands.

„Vonin um kraftaverk lifir“

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa.

Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt

Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Háspennulína þverar hringveginn

Rafmagnslaust er í Fitjardal vegna háspennulínu sem slitnaði og þverar nú hringveginn, þjóðveg 1, milli Miðfjarðar og Víðidals á Norðurlandi.

Sjá næstu 50 fréttir